Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Leikskólaþorrablót 2015

Þorrablót leikskólans var haldið á bóndadaginn, 23. janúar sl.  Þá byrjuð börnin á því að dansa og var farið í  hókí pókí og superman meðal annars.  Síðan fengu þau að horfa á DVD myndina um Latabæ (leikritið).  Þá var komið að því að fá þorramatinn góða.  Allir fengu að smakka allt sem var á boðstólum og var því misjafnlega tekið en allir vildu hangikjöt og síðan var harðfiskurinn líka vinsæll. 

Fleiri myndir hér

ÞS

30.01.2015

Líf og fjör á Krummadeild

Krakkarnir á Krummadeild hafa brasað mikið í vetur og lært þeim mun meira enda læra þau í leiknum.  Þau hafa leikið sér í lestinni, verið að leira, bjuggu til tjald, héldu kaffiboð og léku sér með ýmislegt annað skemmtilegt. 

Í kaffiboði

Leikið í tjaldinu

Með lestina

Fleiri myndir hér

ÞS

21.01.2015