Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Jólakveðja frá Djúpavogsskóla

Jólakveðju frá Djúpavogsskóla má finna hér.

Skólastjóri

Jólasnjór

Í þessum töluðu orðum kyngir hreinlega niður snjónum á Djúpavogi þannig að allt er orðið fannhvítt og risastór snjókorn svífa niðurúr himninum.  Greinar trjánna svigna undan snjónum svo það getur bara ekki orðið jólalegra.  Börnin í leikskólanum elska snjóinn enda er hann orðinn frekar sjaldséður síðastlilðin ár og oft heyrir maður börnin segja "það er kominn snjór, drífum okkur út því hann verður farinn á morgun" og það hefur oft á tíðum verið raunin.  En við ætlum að vona að svo verði ekki núna heldur fáum að hafa þennan snjó fram yfir jól og jafnvel áramót.  Hver veit.  Krakkarnir voru alla vega ánægð að komast út í snjóinn til að búa til snjóengla og snjókarla. 

Það er sko hægt að búa til snjókarl núna

Snæfinnur snjjókarl og börnin á Kríudeild og Krummadeild

Fleiri myndir hér

ÞS

Jólaball leikskólans 2014

Jólaball leikskólans var í morgun og mættu börnin prúðbúin í leikskólann til þess að dansa í kringum jólatréð.  Þegar liðið var á ballið mætti Gluggagæir á svæðið og dansaði með börnunum kringum tréð.  Sum börnin urðu smeyk á meðan önnur vildu ólm leiða jólasveininn.  Þegar búið var að dansa var sest niður og fór jólasveinninn að útdeila jólapökkum til allra barnanna.  Allir fóru og sóttu sinn pakka, líka þau sem voru smá hrædd við kallinn en þau fengu hendi til að leiða og þá var þetta allt í lagi.  Síðan kvaddi jólasveinninn og hélt heim á leið. 

Á jólaballi

Jólasveinninn spjallar við krakkanna

Fá pakka frá jólasveininum

Fleiri myndir hér

ÞS

17.12.2014

Jólaball á Hótel Framtíð

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Grunnskólinn, tónskólinn og Hótel Framtíð halda sameiginlegt jólaball á Hótel Framtíð föstudaginn 19. desember.  Ballið stendur yfir frá klukkan 15:00 - 16:00 og eru allir íbúar boðnir hjartanlega velkomnir.

Hvetjum eldri borgara sérstaklega til að mæta og dansa með okkur í kringum jólatréð.

Skólastjóri

Piparkökukaffi 2014

Í gær var árlega piparkökukaffi leikskólabarna.  Þar buðu leikskólabörnin foreldrum sínum og öðrum gestum upp á piparkökur sem þau höfðu sjálf bakað og skreytt.  Vel var mætt í kaffið og fannst börnunum ekki leiðinlegt að setjast niður og borða piparkökur með gestunum sínum eins og sjá má á þessum myndum.

Með afa í piparkökukaffinu

Með pabba og stóra bróður í piparkökukaffinu

Með pabba í piparkökukaffi

Fleiri myndir hér

ÞS

10.12.2014

Bókasafnsferð Kríudeildar í desember

Börnin á Kríudeild fóru á bókasafnið nú í byrjun desember.  Þar voru bækur skoðaðar en líka kubbað og leikið sér. 

Gluggað í bók

Kubbað smávegis

Lesið saman

Fleiri myndir hér

ÞS

09.12.2014

Jólaföndur Djúpavogsskóla

Foreldrafélag Djúpavogsskóla býður alla íbúa Djúpavogs velkomna á jólaföndur sunnudaginn 7.desember frá kl 11:00-14:00 í grunnskólanum. Föndrið verður með breyttu sniði í ár þar sem fylgt verður eftir Grænfána-stefnu skólans og því opinn efniviður í boði ásamt efnivið í jólakortagerð - látum hugmyndaflugið ráða för þetta árið :)

Allur efniviður er ókeypis en við hvetjum ykkur til að hafa með að heiman skæri, lím og annað sem þessu viðkemur. Leikhorn fyrir litlu krílin, jólatónlist, jólaskapið og föndur við allra hæfi!

Að venju munu nemendur í 6.-7.bekk vera með veitingasölu til styrktar skólaferðalags og vonum við að bæði föndrarar og þumalputtar mæti og styrki krakkana með kaupum á veitingum.  Veitingasalan verður frá 12:00 - 14:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Stjórn foreldrafélagsins.

Snjór í desember

Alltaf finnst krökkunum í leikskólanum gaman þegar snjórinn kemur en það gefur tilbreytingu í leiknum í útiveru. 

 

Fleiri myndir hér

ÞS

03.12.2014