Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Afmæli Carol

Hún Carol okkar á afmæli í dag og er þriggja ára gömul.  Af því tilefni komum við saman í salnum og sungum afmælissönginn fyrir hana og fengum ávexti í glösum.  Nemendurnir á Tjaldadeild voru búnir að útbúa plakat sem á stóð "Happy birthday" og nemendurnir á Kríudeild skrifuðu "Carol Til hamingju með afmælið" og síðan voru þessi plaköt skreytt með Glimmeri.  Söfnunarbaukur er búinn að vera í leikskólanum í viku og ætlum við að fara með hann í bankann á morgun og leggja inn á reikning sem Carol á og er framtíðarsjóðurinn hennar. 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Elstu nemendurnir taka lagið

 

 Elstu nemendum leikskólans er alltaf boðið á general prufu árshátíðarinar og héldu nokkrir glaðbeittir og hressir krakkar fullir af tilhlökkun af stað út á Hótel til að fara á leiksýninguna "Með allt á hreinu"  Á leið sinni var stoppað og tekið lagið eins og sjá má á þessu myndskeiði.  Þau syngja hér lagið um leikskólann sinn, leikskólinn Bjarkatún.  

ÞS

 

 

 

19.11.2014

Engilráð fer í heimsókn

 

Engilráð andarungi

Fimmtudaginn 30 október kom Engilráð í heimsókn til okkar. Hún sagði frá sér og bað um að fá að vera vinur okkar á Tjaldadeild. Hún var forvitin um að fá að vita hvernig við búum og hvað við erum að gera heima hjá okkur svo hún fékk að fara heim með öllum í 1 sólarhring þar sem teknar voru myndir af daglegum athöfnum með Engilráð. Engilráð fékk að gera margt skemmtilegt með krökkunum borða, sofa, fara í gönguferð, gefa hænunum, fara á leikrit, vaska upp og gera íþróttaæfingar og margt margt fleira. Vinavikan var 3-7 nóvember og Dagur eineltis 8 nóvember. Í vinavikunni ræddum við um hvað er að vera góður vinur og hvernig vinur við viljum vera og eiga.

Fleiri myndir hér

GSS/ÞS

18.11.2014

Dagar myrkurs

Nú eru dagar myrkurs að ljúka hér í leikskólanum en við höfum brallað ýmislegt í tilefni daga myrkurs.  Í ár var ákveðið að þemað yrði Greppikló og Greppibarnið.

Greppikló og Greppibarnið eru bækur eftir Axel Scheffler og Julia Donaldson og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu á bókunum

Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó! 
Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að það er ekki til nein greppikló. Og þó … 

"Engin greppikló má," sagði Greppikló, "gera sér ferð inn í Dimmaskóg..."
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

 

Við ákváðum því að nýta þessar sögur á dögum myrkurs og unnum með þær þannig að sögurnar lifnuðu við á veggjum og gólfi leikskólans.

Hér er verið að teikna upp og hanna Greppikló, krakkarnir á Tjaldadeild sáu um það

Fótspor Greppiklóarinnar, Greppibarnsins og músarinar

Enduðum svo á því í morgun að horfa á myndirnar um Greppikló og Greppibarnið

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

 

 

Sólblómaleikskólinn Bjarkatún

Eins og fram hefur komið ákváðu nemendur og starfsfólk Bjarkatúns að taka að sér SOS-Sólblómabarn.  Það er hún Carol sem býr í SOS þorpi í Zambíu. 

Nemendur hafa sl. vikur verið að undirbúa afmælisgjöf handa henni en hún verður þriggja ára núna 27. nóvember.  Pakkinn frá krökkunum fór í póst í gær og í honum voru límmiðar, hárskraut, litabók og litir.  Börnin á Tjaldadeild bjuggu til afskaplega fallegt afmæliskort sem fór líka með.

Leikskólinn borgar fast árgjald til Carol sem fer í að sjá henni fyrir helstu nauðsynjum.  Okkur stendur einnig til boða að greiða valfrjálsan gíróseðil að eigin upphæð.  Sá peningur fer í að búa til sjóð sem hún fær afhentan þegar hún yfirgefur barnaþorpið og þarf að standa á eigin fótum og mennta sig.

Í forstofunni í leikskólanum er baukur.  Það er öllum frjálst að koma í heimsókn og kannski setja nokkrar krónur í baukinn sem renna allar óskiptar til Carol.  Við ætlum síðan að leggja þennan pening inn á afmælisdeginu hennar og hvetjum alla til að vera með.

 

HDH