Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Leikur með dósum

Oft þarf ekki flott eða dýr leikföng til að leika sér með og er þetta leikefni vinsælasta dótið í dag í leikskólanum

Við röðum dósunum upp

Byggjum síðan stóran vegg

Fleiri myndir hér

31.10.2014

Lubbi finnur málbein

Í leikskólanum er unnið markvisst með málörvun þar sem unnið er meðal annars með bókina Lubbi finnur málbein.  Bókin er um hund sem langar til að læra að tala en til þess þarf hann að læra hljóðin sem stafirnir eiga.  Hann finnur málbein með stöfunum sem hann borðar á ferð sinni um Ísland.  Á hverri blaðsíðu er fjallað um einn eða tvo stafi/málhljóð og stutt saga fylgir.  Einnig er vísa um stafinn sem Þórarinn Eldjárn orti og geisladiskur fylgir bókinni þar sem hver vísa er sungin.  Við eigum líka DVD diskinn Lubbi finnur málbein þar sem krakkar syngja og gera hreyfingar með hverju málhljóði. 

 

Í vetur höfum við á Kríudeild verið svo heppinn að fá Lubba í heimsókn til okkar en hann kemur til okkar í málörvunarstundirnar. 


Hér má sjá Lubba með málbeinin sín, hann er búin að borða A, B, D, M og N

Við æfum okkur í að skrifa stafina og vinna með stafina eins og þegar við lærðum um B þá blésum við sápukúlur á blað eða bjuggum til dreka úr D-inu. 


Lubbi fylgist spenntur með þegar við klippum D í drekann

Síðan lærum við líka landafræði þar sem við förum til Dalvíkur og skoðum okkur um þar.

En við vitum líka að Djúpivogur á D

Fleiri myndir úr málörvun á Kríudeild eru hér

ÞS

 

29.10.2014

Vetrarball 2014

Fyrsti dagur vetrar er á morgun og af því tilefni var haldið náttfataball í leikskólanum.  Mættu börnin í náttfötunum sínum í leikskólann og síðan var dansað og tjúttað í morgun eins og sjá má á þessum myndum.

 

Fugladansinn tekinn

Allir í hókí pókí

ÞS

 

24.10.2014

Snjór....

Það kom smá snjóföl í morgun og mikið voru nú börnin í Bjarkatúni ánægð með að fá að fara út í snjóinn. 

 

Að finna klaka

Fleiri myndir hér

ÞS

22.10.2014

Fálki og Rjúpa

Hafið þið heyrt söguna um Rjúpuna og Fálkann ? 

 

Þannig er að börnin í Bjarkatúni voru í dag að læra um Rjúpuna og Fálkan en í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir:

Einu sinni boðaði María mey alla fuglana á fund sinn. Þegar þeir komu þangað skipaði hún þeim að vaða bál. Fuglarnir vissu að hún var himna drottning og mikils megandi. Þeir þorðu því ekki annað en hlýða boði hennar og banni og stukku þegar allir út í eldinn og í gegnum hann nema rjúpan. En er þeir komu í gegnum eldinn voru allir fæturnir á þeim fiðurlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið síðan allt til þessa dags og hlutu þeir það af því að vaða bálið fyrir Maríu.

En ekki fór betur fyrir rjúpunni sem var sú eina fuglategund sem þrjóskaðist við að vaða eldinn, því María reiddist henni og lagði það á hana að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og varnarlausust, en undireins svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvítasunnu, og skyldi fálkinn sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir hennar ævinlega ofsækja hana og drepa og lifa af holdi hennar.

En þó lagði María mey rjúpunni þá líkn að hún skyldi mega skipta litum eftir árstímunum og verða alhvít á vetrum, en mógrá á sumrum, svo fálkinn gæti því síður deilt hana frá snjónum á veturna og frá lyngmóunum á sumrum.

Þetta hefur ekki úr skorðum skeikað né heldur hitt að fálkinn ofsæki hana, drepi og éti, og kennir hann þess ekki fyrr en hann kemur að hjartanu í rjúpunni að hún er systir hans enda setur þá að honum svo mikla sorg í hvert sinn er hann hefur drepið rjúpu og étið hana til hjartans að hann vælir ámátlega lengi eftir.

http://www.snerpa.is/net/thjod/rjupan.htm

og við fundum líka smá hér:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/580134/

Við fengum því  lánaða Rjúpu og Fálka og fengu þau að sjá fuglana saman.

Fleiri myndir hér

ÞS

 

17.10.2014

Bleikur dagur

Október er mánuður bleiku slaufunnar sem er árveknis og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum og voru landsmenn því hvattir til að klæðast einhverju bleiku í dag, fimmtudaginn 16. október og þannig sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini. Auðvitað tóku börn og starfsfólk leikskólans þátt í þessu og hér má sjá börnin á Kríudeild klæðast bleiku og það var mismikð sem börnin klæddust bleikt. 

Börnin á Kríudeild

ÞS

 

 

16.10.2014

Krabbar og sniglar

Börnin í leikskólanum hafa nýtt september vel í að skoða náttúruna.  Á degi náttúrunnar var farið í göngu- og/eða fjöruferð en síðan fengum við líka gesti í heimsókn, fyrst kom Guðrún með snigla sem hún fann í garðinum sínum.  Við vorum með þá heilan dag í leikskólanum þar sem við gátum fylgst með þeim skríða um, narta í laufblöð og fleira.  Svo einn morguninn beið kassi með fullt af kröbbum, krossfiskum og ígulkeri fyrir utan leikskóladyrnar.  Þetta var auðvitað tekið inn og grandskoðað enda merkilegir hlutir á ferð.  Það kom svo í ljós að einn pabbinn hafði veitt þetta og fáum við pabbanum og mömmunni sem skellti þessu hér fyrir utan bestu þakkir fyrir. 

En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum finnst börnunum gaman að skoða dýrin. 

Sniglarnir að skríða upp úr kassanum sínum

Krabbar og fleira

Fleiri myndir af kröbbum hér

Fleiri mydnri af sniglum hér

ÞS

 

09.10.2014