Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Að giftast eða ekki giftast !!

Tveir vinir í leikskólanum voru að spjalla saman í morgun.  Annar drengurinn sagði:  "Mamma mín og pabbi eru alltaf að kyssast af því þau eru kærustupar.  Þá segi ég alltaf ojjjjj.  Þau eiga samt eftir að fara í kirkju og giftast og þá þarf mamma að safna síðu hári svo hún geti haft kórónu."

Þá sagði hinn drengurinn.  "Mamma mín og pabbi kyssast aldrei, þau eru líka búin að gifta sig.""

Þá vitum við það :)

HDH

30.09.2014

Skólamjólkurdagurinn

Í dag er skólamjólkurdagurinn og fengu allir krakkarnir í leikskólanum mjólk með hádegismatnum. 

Fleiri myndir hér

ÞS

24.09.2014

Hópastarfið byrjað

Hópastarfið í leikskólanum byrjaði í sl. viku.  Börnin fara í hópastarf á hverjum degi þar sem áhersla er lögð á ákveðna þætti í þjálfun.   Farið er í kubbastarf, tónlist, listsköpun, hreyfingu og málörvun. 

Í einingakubbum

Í listsköpun

Í hreyfingu

Í tónlist

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

23.09.2014

Landvörður

Halla Ólafsdóttir, landvörður, kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan burt. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.

LDB

Dagur náttúrunnar

Dagur náttúrunnar er í dag og að því tilefni fóru leikskólabörnin í gönguferð um náttúruna. 

Eldri  börnin á Krummadeild fóru í gönguferð í kringum leikskólann þar sem þau fundu blóm, ber og rosalega hátt gras sem var mikið hærra en þau sjálf.  Leitað var að músarholum og kíkt undir steina í leit að krókódílum sem fundust ekki.

Börnin á Kríudeild fóru í fjársjóðsferð þar sem þau fundu rusl sem sett var í ruslatunnu, gorkúlu eða kerlingarost sem þeim fannst mjög sérstakur.  Þá var farið í fjöruna og þar fundum við dauðan fugl, klettadoppur og fullt af fallegum steinum.  Þau fengu svo að henda steinum í sjóinn og reyna að fleyta kerlingar sem gekk misvel. 

Börnin á Tjaldi fóru upp á kletta og fundu mosa, blóm og gras.  Þau gengu svo niður í fjöru og týndu skeljar en þetta ætla þau að nota í listakrók í vetur. 

 

Fleiri myndir hér

 

ÞS

16.09.2014

Sólblómaleikskóli

Leikskólinn Bjarkatún er orðinn Sólblómaleikskóli.  Í því felst að við erum orðin fósturforeldrar stúlku sem heitir Carol Mwali.  Hún býr í SOS barnaþorpi í Sambíu og verður þriggja ára í nóvember.  Carol kom í SOS barnaþorpið eftir að hún missti foreldra sína og vann strax hug og hjörtu allra sem þar vinna.  Carol finnst gaman að heimsækja hin börnin í þorpinu en skemmtilegast finnst henni að sulla í vatni og leika sér í því.

Í SOS Barnaþorpunum fá munaðarlaus og yfirgefin börn nýt heimilli, nýja foreldra og systkini.  Á hverju heimili býr ein SOS fjölskylda. Í hverri fjölskyldu eru þrjú til tíu börn með SOS foreldrum sínum, yfirleitt SOS móður en stundum líika SOS föður.  Barnið elst uppmeð SOS systkinum sínum.  Blóðsystkini alast líka alltaf upp saman.

Hér í leikskólanum ætlum við að safna fyrir árgjaldinu hennar með því að biðja nemendur um að búa til fallega hluti sem við ætlum síðan að selja á uppskeruhátíð sem haldin verður seinna í vetur.  Börnin læra líka um SOS barnaþorpin, fá m.a. að kynnast fleiri börnum í gegnum þetta verkefni og siðum og venjum í öðrum löndum.  Einnig fjöllum við um fjölskylduna í víðum skilningi og margt fleira.

HDH

Tjaldur

Nemendum leikskólans hefur fjölgað jafnt og þétt frá því leikskólinn opnaði í nýju húsnæði.  Í vetur verða börnin 36 talsins og er þeim skipt niður á þrjár deildir.  Á yngstu deildinni, Krummadeild eru 11 börn á aldrinum eins til tveggja ára.  Á miðdeildinni, Kríudeild eru 16 börn á aldrinum þriggja til fjögurra ára og salurinn nú orðin að einni deild með elstu nemendum leikskólans en þau eru 9 talsins.  Elstu börnin fengu að velja sér nafn á sína deildina sína og völdu þau nafnið Tjaldur. 

Hér má sjá mynd af nokkrum nemendum deildarinnar Tjaldur

Myndir af Krummadeild

Myndir af Kríudeild

Myndir af Tjaldi

ÞS

10.09.2014

Foreldrafundur

Við viljum minna á foreldrakynningu fyrir alla foreldrar sem eiga börn í Djúpavogsskóla.
Hún verður í grunnskólanum klukkan 17:00, í dag.

Við minnum einnig á verkefnið "Göngum í skólann" sem hófst í dag og eru nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann þann tíma sem verkefnið stendur yfir og alltaf þegar veður og færð leyfa.

HDH

Bókasafnsdagurinn

Bókasafnsdagurinn er haldinn í dag um land allt á degi læsis, 8. september.  Að því tilefni fóru elstu nemendur leikskólans í heimsókn á bókasafnið þar sem þau fengu að skoða bækurnar þar og velja sér nokkrar bækur til að hafa með í leikskólann. 

Skoðuðum bækur á bókasafninu

Fleiri myndir hér

ÞS

Berjamór

Í morgun fóru nemendur leikskólans ásamt starfsfólki í berjamó en það er liður í starfi leikskólans.  Börnin læra um náttúruna og hvernig hægt er að nýta afurðir hennar, berin því þau týna ber sem eru síðan sett út í skyrið sem þau fá í hádegismatinn. 

Nóg af berjum hér

nammi namm ber

Það var týnt í dolluna og líka í munninn

Fleiri myndir hér

ÞS

Aðlögun í leikskólanum

Nú er starfið í leikskólanum komið á fullt, búið að aðlaga fjögur ný börn inn í húsið og gekk það mjög vel.  Eftir að hafa fengið beiðni frá einu foreldrinu um að prófa nýja aðferð ákváðum við að gera tilraun og aðlaga öll börnin skv. þessu skipulagi.  Kallast það þátttökuaðlögun og byggir hún á því að í skólanum séu börn og starfsfólk að byggja upp þekkingu saman, skólinn sé ekki staðgengill foreldra. Foreldrum er gefinn kostur á að kynnast starfinu í skólanum og starfsfólkinu. Lögð er áhersla á að barnið er að læra að vera í nýjum aðstæðum í stað þess að læra að vera skilið eftir eins og oft vill verða í hefðbundinni aðlögun. Þegar barnið hefur öðlast öryggi, og kynnst nýju fólki með aðlögunaraðila sínum og þekkir aðstæður fær það að spreyta sig á sínum forsendum í leikskólastarfinu, án foreldra. Þátttökuaðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldra þá daga sem aðlögun stendur yfir. Ef foreldrar eru öryggir með starf leikskólans og líður vel í umhverfinu, smitast það öryggi yfir á barnið sem eykur líkurnar á að aðlögun gangi vel. Þeir leikskólar sem notast við þátttökuaðlögun hafa lýst yfir ánægju með þessa hugmyndafræði og segja hana reynast börnunum vel, auka vellíðan barnanna, minnka grátur og þar af álag á önnur börn sem fyrir eru og draga úr áhyggjur foreldra yfir leikskóladvöl barnsins.

Hlutverk foreldra í þessari aðlögun er að sjá alfarið um barnið, kennarar eru áhorfendur sem eru að læra inná barnið og venjur þess.. Eftir því sem líður á aðlögun getur verið að kennari biðji foreldra um að taka virkan þátt í starfinu með hinum börnunum, lesa fyrir þau, hjálpa til við að klæða út eða annað tilfallandi. Það gerir barninu mjög gott að sjá foreldra taka virkan þátt og sinna öðrum börnum. Það eykur öryggistilfinningu barnsins og hjálpar því að aðlagast hópnum.

Aðlögunaraðili fylgist með barninu úr fjarlægð til að byrja með. Það fylgir barninu eftir án þess að trufla en sinnir jafnframt starfi sínu sem kennari á deildinni. Aðlögunaraðili heldur áfram með þau verkefni sem fyrir honum liggja, svo sem matmálstímar, söngstundir, málörvun og fleira. Aðlögunaraðili lærir inná barnið í gegnum foreldrana, matarvenjur, svefnvenjur, bleyjuskipti og annað sem við kemur barninu. Fylgja barninu eftir án þess að trufla það. Aðlögunaraðilinn er til staðar, en reynir ekki að taka við af foreldrinu. Aðlögunaraðili á að gefa barninu svigrúm til að átta sig á aðstæðum og bíða eftir því að barnið sé nógu öruggt til að eiga samskipti við hann.

Starfsfólkið og foreldrarnir eru sammála um að þessi aðferð hafi gefist einstaklega vel og höfum við í Bjarkatúni ákveðið að framvegis verði börn aðlöguð hér inn á þennan máta.

Myndir frá Krummadeild má sjá hér.

HDH