Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skógardagurinn 21. júní

Skógardagur leikskólans verður haldinn laugardaginn 21. júní.

Sjá auglýsingu hér.

Skólastjóri

Skóladagatal

Skóladagatal fyrir 2014 - 2015 er komið inn á síður grunn- og leikskólans.

HDH

Útskriftarferð 2014

Elstu nemendur leikskólans héldu í útskriftarferð í lok maí en 11 börn útskrifuðust úr leikskólanum þann 31. maí sl.  Í ár var farið í safnaferð og fóru nemendurnir ásamt tveimur kennurum í heimsókn á steinasafnið hans Auja.  Tók Auji vel á móti þeim og sýndi þeim safnið og sagði frá.  Allir fengu svo einn slípaðan stein að gjöf.  Þá var farið í Löngubúð þar sem Rán tók á móti þeim og sýndi þeim allt í Löngubúðinni, Ríkharðssafn, Eysteinsstofu og svo var farið upp á loft og skoðað hvað það hafði að geyma.  Eftir skoðunarferðina var farið á kaffihúsið þar sem beið þeirra nýbökuð kaka og ávaxtasafi.  Vel heppnuð útskriftarferð þar sem allir skemmtu sér vel og urðu margs fróðari um þessi söfn á Djúpavogi. 

Í steinasafninu

Á Ríkharðssafninu

Á Löngubúðarloftinu

Hressing í lok útskriftarferðar

Fleiri myndir hér

ÞS

11.06.2014