Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Djúpavogsskóli auglýsir

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður:
Tölvukennsla 8 stundir á viku, smíðar 8 stundir á viku, íþróttir 10 stundir á viku, sund 5 stundir á viku, enska 7 stundir á viku, danska 7 stundir á viku, heimilisfræði 7 stundir á viku, handavinna 7 stundir á viku.  Einnig vantar umsjónarkennara með 1. bekk.

Þá er laus staða aðstoðargrunnskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðargrunnskólastjóri starfar náið með skólastjóri og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi grunnskólans.  Stjórnunarhlutfall 50%.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður:

Fimm 88% stöður, vinnutími 8:00 – 15:00 eða 9:00 – 16:00
Ein 50% staða, vinnutími eftir samkomulagi
Tvær 100% stöður,vinnutími 8:00 – 16:00

Þá er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðarleikskólastjóri starfar náið með skólastjóra og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi leikskólans.  Stjórnunarhlutfall 15-20%.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans á djupivogur.is/grunnskoli og djupivogur.is/leikskoli.  Umsóknir og fyrirspurnir má senda á skolastjori@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er t.o.m. 3. maí 2014.

Fiskur

Jón Ingvar kom með fisk handa að skoða sem heitir Grásleppa og þótti krökkunum hann mjög merkilegur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fleiri myndir hér

ÞS

 

11.04.2014