Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Útivera

Það er alltaf gaman að leika sér úti og eyða börnin góðum hluta af deginum í útiveru, í eina til eina og hálfa klukkustund í senn á hverjum degi og stundum meira að segja tvisvar á dag ef veðrið er gott.  Það hafa ekki verið margir dagar það sem af er þessum vetri þar sem börnin hafa ekki komist neitt út enda finnst flestum það frekar leiðinlegt að geta ekki farið út að leika.  En eins og sjá má á þessum myndum finnst krökkunum mjög skemmtilegt að vera úti. 

Í rörinu

Í búðaleik

Fleiri myndir hér

ÞS

26.03.2014

Gönguferðir

Með hækkandi sól fara börnin verið að fara í gönguferðir. 

Krummadeild í gönguferð

Kríudeild á leið út á sanda

Hópurinn stillti sér upp

Fleiri myndir úr gönguferð Kríudeildar hér

Myndir úr starfi Krummadeildar hér

ÞS

20.03.2014

Kjóadeild

Krakkarnir á Kjóadeild leika við hvern sinn fingur í leikskólanum eins og sjá má:

Í ávaxtatíma

Krakkarnir á Kjóadeild

Fleiri myndir hér

ÞS

11.03.2014

Öskudagur 2014

Öskudagur í leikskólanum er alltaf fjörugur dagur en þá mæta börnin í búningum og slá köttinn úr tunnunni.  Búningarnir voru með fjölbreyttu sniði en þar leyndust ofurhetjur eins og spiderman, superman og batman en líka prinsessur eins og Mjallhvít og Fríða eins mátti sjá Norn, Senjórítu, Skellibjöllu, lækni, síma, sjóræningja og  Bubbi byggir.  Þegar búið var að slá köttinn úr tunnunni fóru elstu nemendurnir upp í íþróttahús til að sjá lokasýningu keppnisdaganna en þau sem eftir voru horfðu á DVD mynd. 

Spiderman

Barbie prinsessa

Prinsessa

Senjóríta

Sjóræningi

Eðla

Fleiri myndir eru hér

ÞS