Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans var haldið í dag.  Byrjað var á balli þar sem tjúttað var við hin ýmsu lög, meðal annars dansaður hókí pókí, superman og fugladansinn svo eitthvað sé nefnt.  Síðan var opnað á milli deilda og borðuðu öll börnin saman í salnum og inn á deildum.  Fengu börnin að smakka allt sem á boðstólum var eða hefðbundinn þorramat.  Börnin voru dugleg að smakka og sumt fannst þeim gott en annað ekki.  Eftir átið var svo boðið upp á frostpinna sem var vel þeginn. 

Börnin bjuggu sér til hatta fyrir þorrablótið

Smakka matinn

Á þorrablóti

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir hér

ÞS

Gönguferð Kríudeildar

Myndir úr gönguferð Kríudeildar í desember eru komnar inn á síðuna. Sjáið hér

Smá svell á leiðinni

Kíktum í Samkaup/strax

Heimsóttum vin okkar sem kíkti á okkur í glugganum

 

ÞS

 

21.01.2014

Leikskólinn opinn á morgun, laugardag

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá pössun fyrir börn, í leikskólanum, laugardaginn 11. janúar á meðan jarðarför stendur yfir.

Húsið opnar klukkan 13:30 og sækja skal börnin klukkan 15:00, eða um leið og athöfn í kirkju lýkur.

Börnin fá ekki að borða og eiga því að koma södd í leikskólann.

 

Vinsamlegast látið vita í dag hvort þið munið nýta ykkur þessa þjónustu á netfangið skolastjori@djupivogur.is

 

Skólastjóri