Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Í berjamó

Í síðastliðinni viku fóru nemendur leikskólans í berjamó þar sem þeir tíndu bæði bláber og krækiber.  Berin voru síðan notuð með hádegismatnum og fengu börnin sér því berjaskyr.  Ekki þurftu þau að fara langt til að finna berin en börnin á Krummadeild fóru rétt út fyrir leikskólagirðinguna og þar var lyngið svart af krækiberjum og inn á milli voru bláberin.  Börnin á Kríudeild fóru hins vegar aðeins lengra eða utan við Bóndavörðuna í svokallað Loftskjól og var sama sagan þar, lyngið svart af berjum.   Misjafnt var hversu sólgin börnin voru í berin en sum börnin tíndu beint upp í sig á meðan önnur létu nægja að setja í pokann og voru lítið fyrir að smakka berin.  Við vorum líka svo einstaklega heppin þennan dag með veður þar sem við fengum glampandi sól, logn og mjög hlýtt.

Að tína ber

Í berjamó

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Fundargerð foreldrafundar

Fundargerð

Almennur foreldrafundur var haldinn í Djúpavogsskóla þriðjudaginn 10. september 2013.  Á fundinn mættu 28 foreldrar og áttu 59% nemenda fulltrúa sinn á fundinum.

1.      Fjöldi nemenda og starfsfólks

Skólastjóri fór yfir fjölda nemenda og starfsfólks.  Í leikskólanum eru 43 nemendur, í grunnskólanum eru 64 nemendur og í tónskólanum eru 52 nemendur, þ.a. 5 í forskóla.

Starfsmenn eru 31 í rúmlega 28 stöðugildum.

2.      Skóladagatal

Skólastjóri fór yfir skóladagatalið sem er að mestu leyti hefðbundið.  Þó eru nokkrar breytingar fyrirhugaðar og eru foreldrar hvattir til að hafa skóladagatalið á góðum stað yfir skólaárið, t.d. á ísskápnum.

 3.      Kynning á starfi íþrótta – og æskulýðsfulltrúa

Skólastjóri kynnti stuttlega nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og fór yfir hlutverk hans.  Mikið fagnaðarefni er að fá hann og fjölskylduna hans hingað í sveitarfélagið og eru miklar væntingar varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf vetrarins.

 4.      Kosningar

 1. Í sundráð:  Í sundráði voru fyrir Claudia Gomez Vides og Dröfn Freysdóttir og þeim til viðbótar voru kosin Kristborg Ásta Reynisdóttir og Gunnar Sigurðsson
 2. Í yngriflokkaráð:  Í yngriflokkaráði voru fyrir Hafdís Reynisdóttir og Lilja Dögg Björgvinsdóttir og þeim til viðbótar voru kosnar Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Auður Ágústsdóttir
 3. Í skólaráði 2013 - 2015 eru:
  Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Berglind Einarsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Þórir Stefánsson, Ágústa Arnardóttir, Ólöf Rún Stefánsdóttir, G. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Klara Bjarnadóttir, Óliver Ás Kristjánsson, Ragnar Sigurður Kristjánsson
  1. Í umhverfisráði 2013 – 2015 eru.
   Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Elva Sigurðardóttir
   Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Helga Björk Arnardóttir, Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir
   Hugrúm M. Jónsdóttir, Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, nemendur grunn- og leikskólans
  2. Foreldrafélag

Dröfn Freysdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Freydís Ásta Friðriksdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

 5.      Önnur mál

Rætt um mögulegt húsnæði fyrir félagsstarfið.  Ýmsar hugmyndir komu fram og verður unnið úr þeim.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:55.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, fundarritari

Foreldrafundur

Fundarboð

Boðað er til almenns foreldrafundar í Djúpavogsskóla.  Fundurinn verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 10. september og hefst klukkan 18:00

Dagskrá

1.       Innlögn frá skólastjóra, farið yfir skóladagatal o.fl.

2.       Kosning í skólaráð.  Kosið var til tveggja ára haustið 2011.  Í skólaráði starfa nú:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Berglind Einarsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Þórir Stefánsson
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir
Óliver Ás Kristjánsson
Ragnar Sigurður Kristjánsson

Í skólaráði þurfa að vera fulltrúar stjórnenda og geri ég ráð fyrir því að Halldóra, skólastjóri, Berglind staðgengill í grunnskóla og Þórdís staðgengill í leikskóla starfi áfram.  Einnig verða formaður og varaformaður nemendaráðs í skólaráði.  Fyrsti fundur nemendaráðs verður miðvikudaginn 11. september og mun nemendaráð þá skipta með sér verkum.

Í skólaráð vantar því fjóra frambjóðendur.

3.       Kosning í umhverfisráð

Í umhverfisráði voru:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Lilja Dögg Björgvinsdóttir
Gunnlaug Fía Aradóttir
Svala Bryndís Hjaltadóttir
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Ágústa Arnardóttir
Hafdís Reynisdóttir / Sigurður Ágúst Jónsson
Kristborg Ásta Reynisdóttir / Stefán Kjartansson
Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir

Ásamt fjölmörgum nemendum grunnskólans og elsta árgangi leikskólans

Lilja Dögg, Halldóra, Elva og Júlía hafa gefið kost á sér í nýtt ráð.

4.       Kynning á starfi nýs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Framboð í sund- og frjálsíþróttaráð

Í því eru nú:  Claudia og Dröfn

Framboð í yngriflokkaráð

Í því eru nú Hafdís og Lilja

5.       Aðalfundur foreldrafélagsins

Í stjórn voru sl. skólaár: 

Dröfn Freysdóttir

Júlía Hrönn Rafnsdóttir

María Dögg Línberg

Helga Björk Arnardóttir

Rannveig Þórhallsdóttir

Bergþóra Valgeirsdóttir

6.       Önnur mál

 

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri