Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Áríðandi tilkynning frá leikskólanum

Nú stendur yfir skipulagning í leikskólanum, fyrir næsta skólaár.
Mjög mikilvægt er að láta vita í þessari viku ef þið hafið hugsað ykkur að skrá barn í leikskólann eða breyta vistun frá því sem nú er.  Vinsamlegast sendið þá tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is.
Ekki þarf að hafa samband ef vistunin á að vera sú sama og hún er nú (var þegar barn fór í gjaldfrjálst sumarfrí).
Bestu kveðjur,
Halldóra Dröfn

Náttfataball

Náttfataball var í leikskólanum þann 14. júní sl. þar sem leikskólabörnin mættu á náttfötunum í skólann.  Um kl. 10 leytið var svo náttfataball þar sem allir dönsuðu saman á náttfötunum. 

Dansað á náttfötunum

Þegar "ég á líf" var spilað fóru börnin öll að leiðast í hring og sungu með ...uppáhaldslagið

Fleirri myndir hér

ÞS

20.06.2013

Skógardagurinn 2013

Skógardagur leikskólans verður haldinn laugardaginn 22. júní nk.

Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 14:00.  Þaðan verður gengið áleiðis að Aðalheiðarlundi og munu leikskólabörnin, með aðstoð foreldra, hengja upp listaverkin sín á leiðinni.  Þegar við komum inn í Aðalheiðarlund ætlum við að eiga þar saman góða stund, borða nesti (sem við komum með sjálf) og spjalla og leika okkur.
Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.

Starfsfólk og nemendur Bjarkatúns.

Sumarblíðan

Veðrið lék aldeilis við okkur í síðastliðinni viku og nutu börnin á leikskólanum þess að leika úti bæði á pallinum og á leiksvæðinu. 

Úti á palli að leika

Í fótbolta...

....og parís

Síðan var hressingin borðuðu úti

Fleirri myndir hér

ÞS

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri 

Skóladagatal 2013 - 2014

Skóladagatal næsta skólaárs hefur verið sett á heimasíður grunn- og leikskólans.  HDH