Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skólaslit og útskrift

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Laugardaginn 1. júní verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju. Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir velkomnir.
Að athöfn lokinni verða opin hús í grunn- og leikskólanum ásamt því að foreldrafélagið býður uppá grillaðar pylsur fyrir alla gesti, við leikskólann.

Skólastjóri 

Útskriftarferð 2013

Í gær var farið í útskriftarferð með elstu nemendur leikskólans enda er þetta síðasta skólaárið þeirra í leikskólanum og við tekur grunnskólaganga næsta haust.  Þó svo að þau hafi farið í útskriftarferð og séu að útskrifast næstkomandi laugardag þá stendur þeim til boða að vera í leikskólanum fram að sumarleyfi. 

Árgangur 2007...tilvonandi grunnskólanemendur

Í ár var útskriftarferðin farin út á sanda þar sem þau léku sér með fötur í sandinum, bjuggu til sandkastala, teiknuðu og skrifuðuð í sandinn.  Þau fundu krabba sem skírður var Krabbi Kóngur og var settur efst upp á sandkastalann. Þau borðuðu nesti sem var agalega hressandi. 

Sandkastalinn

Borðað nesti

Síðan var farið út í fuglahús og fuglalífið skoða en á leiðinni þangað fundu þau egg.  Kíkt var eftir hornsílum og prílað smá á brúnni yfir síkið mikla.

Í fuglahúsinu

 

Að lokum var auðvitað skrifað í gestabókina.  Það voru svo glaðir og ánægðir krakkar sem komu aftur upp í leikskóla eftir velheppnaða útskriftarferð. 

 

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Rjúpa gerir sig heimakomna

Það eru örugglega ekki margir leikskólar á landinu sem geta státað sig af því að fá heimsókn frá rjúpnapari og það í mikilli nálægð.  Börnin fengu að fylgjast með því þegar tvær rjúpur voru í tilhugalífinu á leikskólalóðinni og var annar fuglinn mjög forvitinn um hvað væri að gerast innandyra enda kom hann á hurðina og bankaði.  Þeim fannst þetta mjög spennandi og vildu helst opna hurðina og hleypa rjúpunni inn og eiga hana.  Það er von okkar að við fáum að sjá fullt af rjúpnaungum hér í kringum leikskólann þegar líða tekur á sumarið.  Myndbandið sem hér sést fyrir neðan er tekið í sl. viku. 

 

ÞS

Evróvison partý

Mikil stemming er fyrir Evróvison í leikskólanum og ekki minnkaði gleðin við það að uppáhaldslagið þeirra skildi komast áfram í gærkvöldi.  Að því tilefni var slegið upp Evróvison diskóteki þar sem börnin dönsuðu við uppáhaldsevróvison lögin sín og auðvitað var sungið með í "Ég á líf" 

Börnin á Krummadeild að dansa

Allir að dansa saman

Fleirri myndir hér

ÞS

17.05.2013

Gönguferð

Börnin á Kríudeild fóru í gönguferð fyrir stuttu þar sem þau skelltu sér í fjöruna og kíktu aðeins á bátanna við bryggjuna.  Á bryggjunni fundu þau svo þennan líka fallega fisk sem var að borða stein. 

Verið að leita að kröbbum í fjörunni

Kíkt á bátanna

Fundum bara þennan fisk að borða stein

Fleirri myndir hér

ÞS

17.05.2013

Lamb í heimsókn

Lítið lamb kom í heimsókn til okkar í morgun en það var hún Pála sem kom og sýndi okkur lambið sem heitir Pési.  Við fengum að klappa því og gefa því mjólk úr pela.  Flestir voru hrifnir af lambinu þó voru einhver sem voru smá smeyk við hann Pésa. 

Börnin á Krummadeild að skoða lambið...voru ekkert að fara of nálægt því


Lambinu gefið pela á Kríudeild

Fleiri myndir má finna hér

ÞS

16.05.2013

Krummadeild leikur sér

Þessar myndir voru teknar í morgun þegar börnin á Krummadeild voru í leik, eldri börnin léku sér með dúkkur og eldhúsdót en yngri börnin léku með form og fleirra. 

Að setja ofan í

Passa börnin

Fleirri myndir eru hér

ÞS

15.05.2013

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 14. maí, klukkan 17:00 í Djúpavogskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur munu vígja nýju hljóðfærin sem keypt voru fyrir styrktarfé vegna Músik Festival og ríkir mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki tónskólans með þau
Að afloknum tónleikum verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
HDH .

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD