Leikskóli
Hópastarf hjá Krummadeild
Í hópastarfi hjá Krummadeild fara börnin meðal annars í einingakubba, listakrók og könnunarleik. Yngstu börnin á deildinni fá hins vegar að leika sér frjálst og kynnast leikskólanum.
Málað í listakróknum
Byggt í einingakubbum
Í könnunarleik
Yngstu börnin í leik
ÞS
1. bekkur kom í kubbastarf
Fyrsti bekkur kom í heimsókn í kubbastarf þar sem þau fengu að fara í einingakubba og holukubba leikskólans. Þessi heimsókn er liður í samstarfi leikskólans og grunnskólans og voru elstu nemendur leikskólans með í kubbastarfinu.
Í holukubbum
Í einingakubbum
ÞS
Skráningar í grunn- og leikskólann
Nú stendur yfir skipulagning fyrir næsta skólaár, bæði í grunn- og leikskólanum.
Foreldrar vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Leikskóli:
Sækja þarf um vistun fyrir börn sem eiga að fá að koma inn í haust, eins fljótt og mögulegt er.
Tilkynna þarf um breytingar á vistunartíma þeirra barna sem nú er í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.
Segja þarf upp vistun, ætli barn að hætta í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.
Grunnskóli:
Tilkynna þarf til skólastjóra ef barn verður ekki í grunnskólanum næsta skólaár, eins fljótt og mögulegt er.
Senda þarf inn umsókn til skólastjóra fyrir lok maí, hyggist foreldri skrá barn sitt / börn sín í grunnskólann næsta haust.
Eyðublöð vegna leikskólans fást í leikskólanum.
Skráning og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 899-6913.
Halldóra Dröfn,
skólastjóri Djúpavogsskóla
Stoppum við gangbrautir !!!
Ég vil minna okkur öll á að gangbrautir eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þegar veðrið er svona gott er mikið af börnum og fullorðnum á ferli og mjög mikilvægt að við sem förum ferða okkar á bifreiðum sínum fulla tillitssemi og stöðvum bílana okkar við gangbrautirnar og hleypum gangandi og hjólandi vegfarendum yfir.
Einnig vil ég hvetja foreldra til þess að fara leiðina í skólann með börnunum sínum og kenna þeim hvar á að fara yfir götur, þannig að allir komist heilir á húfi á leiðarenda. HDH
Gjaldfrjálst sumarfrí
Eins og sl. sumar stendur foreldrum til boða að sækja um gjaldfrjálst sumarfrí í leikskólanum fyrir börnin sín.
Eyðublöðin má nálgast hjá Halldóru, Þórdísi eða Guðrúnu, í leikskólanum.
Síðasti frestur til að sækja um er 15. maí og verða engar undanþágur gerðar frá því. HDH