Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Djúpavogsskóli auglýsir

Menntaða grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Heimilisfræði, um 6 kst., textílmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tungumál um 16 kst., íþróttir og sund um 12 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 7 kst., stærðfræði á mið- og unglingastigi um 12 kst.

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 6. bekk, u.þ.b. 70% starf.

Þá vantar menntaða leikskólakennara við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Sérkennsla 75% starf
Leiðbeinendur á yngri og eldri deildum, samtals 1x 100% staða og 3 x 75 stöður

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 90-100% starf

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 899-6913.  Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2013.

Kríudeild í útiveru

Börnin á Kríudeild fara í útiveru á hverjum degi og þá er sko margt brallað.  Þar sem mikil vætutíð hefur verið undanfarna mánuði þá hefur verið einstaklega vinsælt að baka kökur og móta sandinn. 

Verið að elda matinn

Fleirri myndir úr útiveru eru hér

ÞS

21.03.2013

Í leikskóla er gaman...

Við höfum heldur betur brasað og leikið okkur sl. mánuð.  Héldum upp á öskudaginn með glaum og gleði, fengum krossfisk og krabba til að skoða, fengum harmonikuleikara til okkar sem spilaði á harmoniku fyrir okkur.  Fengum snjó í einn dag sem var nýttur til þess að renna á snjóþotum.  Við höfum líka bara leikið okkur og sprellað. 

í einingakubbum

Bóklestur

Búð er að setja inn söngtexta fyrir Krummadeild og hægt er að sjá þá hér

ÞS

08.03.2013

Harmonikuspil

Harmonikan í leikskólum landsins er átak sem samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er með í gangi nú um þessar mundir.  Þar sem boðið er upp á heimsókn harmonikuleikara sem mun spila fjögur lög fyrir leikskólabörnin.  Við á Bjarkatúni fengum svo harmonikuleikara til okkar sl. fimmtudag og spilaði hann fyrir okkur þessi fjögur lög, skósmiðadansinn, Óli skans, Karl gekk út um morguntíma og Kátir voru karlar.  Síðan fengu börnin að skoða hljóðfærið og prófa að ýta á takkanna.   Þeim fannst öllum þetta mjög framandi hljóðfæri og sungu og dönsuðu með. 

 

 

 

 

 

Tilbúin að hlusta á harmonikuspil

Að prófa hljóðfærið

 

Tekið upp hald og dansað undir harmonikuspili

Fleirri myndir hér

ÞS