Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Í íþróttum með 1. bekk

Elstu nemendurnir byrjuðu nú eftir áramót að fara í íþróttatíma með 1. bekkingum.  Íþróttatíminn hjá þeim er aðra hverja viku og fá börnin að taka þátt í íþróttunum með krökkunum, fara í búningsklefann og læra hvað á að gera þar.  Til að byrja með fara þau ekki í sturtu eftir íþróttatímann en þegar líður að vori munu þau einnig fara í sturtuna og þá verður þetta bara alveg eins og í grunnskólanum og tilvonandi 1. bekkur búinn að læra inn á íþróttatímanna og þekkir allt sem þar fer fram.

 


Á leið í íþróttahúsið

Tilbúin að fara niður í salinn

Hlaupið af stað

Fleirri myndir hér

ÞS

21.02.2013

Músik Festival 2013 !!!

Opið bréf til fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi

Þann 19. apríl nk. ætla nemendur tónskólans að efna til tónlistarveislu á Hótel Framtíð.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að safna fyrir hljóðfærum í tónskólann, en einnig að skemmta áhorfendum með gleði og hljóðfæraleik.

Töluverður kostnaður er því samfara að halda slíka tónleika og til þess að aðgangseyririnn geti runnið óskiptur til hljóðfærakaupa þá langar okkur að óska eftir styrk frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Djúpavogi, ýmist 5.000.- eða 10.000.- krónur, frá hverju fyrir sig.  Stærri styrkir eru að sjálfsögðu vel þegnir, ef fyrirtæki vilja t.d. styrkja tónskólann fyrir ákveðnu hljóðfæri.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu góða málefni lið eru beðnir um að hafa samband við Halldóru í síma 899-6913 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og fyrirkomulag hátíðarinnar verður auglýst síðar.

Halldóra Dröfn, József og nemendur tónskólans

Auglýsingu má sjá hér

 

 

Söngtextar

Nú hefur deildarstjóri Krummadeildar tekið saman söngtexta yfir helstu lögin sem sungin eru á deildinni.  Þau má finna hér til vinstri á síðunni, undir "Söngtextar"  HDH / ÞS

14.02.2013

Öskudagssprell í leikskólanum

Öskudagssprellið í leikskólanum byrjaði með því að börnini slógu köttinn úr tunnunni og hlutu að launum poka með ýmsu góðgæti í.  Daginn áður höfðu elstu nemendurnir málað og skreytt tunnuna.  Síðan var dansað við lögin úr söngvakeppni sjónvarpsins en leikskólanum fékk þann disk að gjöf við mikinn fögnuð barnanna.  Þegar ballið var búið var horft á DVD mynd um Brúðubílinn en elstu nemendurnir fengu að fara upp í grunnskóla og horfa á hæfileikakeppninna þar. 

Elstu nemendurnir að mála tunnuna

Að slá í tunnuna

Tjúttað á ballinu

Fullt af myndum hér

ÞS

Numicon

Í nokkur ár hefur leikskólinn unnið með Numicon kubba ásamt grunnskólanum en þeir eru notaðir af eldri börnunum í leikskólanum og 1. bekk í grunnskólanum.  Numicon eru stærðfræði námsgögn sem auðvelda börnum að læra um tölur og stærðir í leik með áþreifanlegum viðfangsefnum og með sjónrænum hætt.  Eins og sjá má á myndum hafa börnin einstaklega gaman af því að leika með numicon kubbanna. 

Hér er verið að raða formum á plötu, einingus má hafa tvo liti eins og fylla þarf plötuna án þess að neitt standi út fyrir.  Þetta er erfitt því allt þarf að ganga upp og passa saman. 

Hér er verið að raða kubbum á talnalínuna

Hér er verið að stafla formunum upp í tugi og er hægt að telja hversu marga tugi þau eru komin með. 

Fleiri myndir hér

ÞS

07.02.2013

Þorrablót 2013

Þorrablót leikskólans var haldið 25. janúar sl.  Byrjað var á balli kl. 10:00 þar sem farið var í hókí pókí, superman, fugladansinn og fleiri hreyfidansa.  Að því loknu fóru börnin á Kríudeild í jóga áður en maturinn byrjaði.  Krummadeild borðaði á sinni deild en Kríudeild borðaði saman með því að opna á milli deilda og salar.  Allur venjulegur þorramatur var í boði,súrt og ósúrt, hangikjöt, hákarl, hrútspungar, sviðasulta, svínasulta, súr hvalur, harðfiskur og margt fleira.  Börnin voru dugleg að smakka og voru nokkur sem fannst maturinn agalega góður á meðan önnur létu næga að smakka.  Ís var svo í eftirrétt. 

Allir að dansa

Verið að dansa makarena

Að smakka þorramatinn

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir frá þorrablótinu eru hér

ÞS

Heimsókn í grunnskólann

Elstu nemendur leikskólans eru búin að fara í eina heimsókn til 1.bekkjar á þessu ári.  Þau fóru í ensku og grennd þar sem þau fengu að skoða og snerta dýr.  Einnig fara elstu nemendurnir aðra hverja viku í íþróttatíma með 1. bekk og byrjaði það líka eftir áramót.  Þetta er liður í því að brúa bilið milli þessarar tveggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. 

Í skólastofunni

Að læra um dýrin í Grennd

Að strjúka dýrunum

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS