Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri 

Skóladagatal 2013 - 2014

Skóladagatal næsta skólaárs hefur verið sett á heimasíður grunn- og leikskólans.  HDH

Skólaslit og útskrift

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Laugardaginn 1. júní verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju. Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir velkomnir.
Að athöfn lokinni verða opin hús í grunn- og leikskólanum ásamt því að foreldrafélagið býður uppá grillaðar pylsur fyrir alla gesti, við leikskólann.

Skólastjóri 

Útskriftarferð 2013

Í gær var farið í útskriftarferð með elstu nemendur leikskólans enda er þetta síðasta skólaárið þeirra í leikskólanum og við tekur grunnskólaganga næsta haust.  Þó svo að þau hafi farið í útskriftarferð og séu að útskrifast næstkomandi laugardag þá stendur þeim til boða að vera í leikskólanum fram að sumarleyfi. 

Árgangur 2007...tilvonandi grunnskólanemendur

Í ár var útskriftarferðin farin út á sanda þar sem þau léku sér með fötur í sandinum, bjuggu til sandkastala, teiknuðu og skrifuðuð í sandinn.  Þau fundu krabba sem skírður var Krabbi Kóngur og var settur efst upp á sandkastalann. Þau borðuðu nesti sem var agalega hressandi. 

Sandkastalinn

Borðað nesti

Síðan var farið út í fuglahús og fuglalífið skoða en á leiðinni þangað fundu þau egg.  Kíkt var eftir hornsílum og prílað smá á brúnni yfir síkið mikla.

Í fuglahúsinu

 

Að lokum var auðvitað skrifað í gestabókina.  Það voru svo glaðir og ánægðir krakkar sem komu aftur upp í leikskóla eftir velheppnaða útskriftarferð. 

 

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Rjúpa gerir sig heimakomna

Það eru örugglega ekki margir leikskólar á landinu sem geta státað sig af því að fá heimsókn frá rjúpnapari og það í mikilli nálægð.  Börnin fengu að fylgjast með því þegar tvær rjúpur voru í tilhugalífinu á leikskólalóðinni og var annar fuglinn mjög forvitinn um hvað væri að gerast innandyra enda kom hann á hurðina og bankaði.  Þeim fannst þetta mjög spennandi og vildu helst opna hurðina og hleypa rjúpunni inn og eiga hana.  Það er von okkar að við fáum að sjá fullt af rjúpnaungum hér í kringum leikskólann þegar líða tekur á sumarið.  Myndbandið sem hér sést fyrir neðan er tekið í sl. viku. 

 

ÞS

Evróvison partý

Mikil stemming er fyrir Evróvison í leikskólanum og ekki minnkaði gleðin við það að uppáhaldslagið þeirra skildi komast áfram í gærkvöldi.  Að því tilefni var slegið upp Evróvison diskóteki þar sem börnin dönsuðu við uppáhaldsevróvison lögin sín og auðvitað var sungið með í "Ég á líf" 

Börnin á Krummadeild að dansa

Allir að dansa saman

Fleirri myndir hér

ÞS

17.05.2013

Gönguferð

Börnin á Kríudeild fóru í gönguferð fyrir stuttu þar sem þau skelltu sér í fjöruna og kíktu aðeins á bátanna við bryggjuna.  Á bryggjunni fundu þau svo þennan líka fallega fisk sem var að borða stein. 

Verið að leita að kröbbum í fjörunni

Kíkt á bátanna

Fundum bara þennan fisk að borða stein

Fleirri myndir hér

ÞS

17.05.2013

Lamb í heimsókn

Lítið lamb kom í heimsókn til okkar í morgun en það var hún Pála sem kom og sýndi okkur lambið sem heitir Pési.  Við fengum að klappa því og gefa því mjólk úr pela.  Flestir voru hrifnir af lambinu þó voru einhver sem voru smá smeyk við hann Pésa. 

Börnin á Krummadeild að skoða lambið...voru ekkert að fara of nálægt því


Lambinu gefið pela á Kríudeild

Fleiri myndir má finna hér

ÞS

16.05.2013

Krummadeild leikur sér

Þessar myndir voru teknar í morgun þegar börnin á Krummadeild voru í leik, eldri börnin léku sér með dúkkur og eldhúsdót en yngri börnin léku með form og fleirra. 

Að setja ofan í

Passa börnin

Fleirri myndir eru hér

ÞS

15.05.2013

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 14. maí, klukkan 17:00 í Djúpavogskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur munu vígja nýju hljóðfærin sem keypt voru fyrir styrktarfé vegna Músik Festival og ríkir mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki tónskólans með þau
Að afloknum tónleikum verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
HDH .

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Hópastarf hjá Krummadeild

Í hópastarfi hjá Krummadeild fara börnin meðal annars í einingakubba, listakrók og könnunarleik.  Yngstu börnin á deildinni fá hins vegar að leika sér frjálst og kynnast leikskólanum. 

Málað í listakróknum

Byggt í einingakubbum

Í könnunarleik

Yngstu börnin í leik

Fleirri myndir hér

ÞS

30.04.2013

1. bekkur kom í kubbastarf

Fyrsti bekkur kom í heimsókn í kubbastarf þar sem þau fengu að fara í einingakubba og holukubba leikskólans.  Þessi heimsókn er liður í samstarfi leikskólans og grunnskólans og voru elstu nemendur leikskólans með í kubbastarfinu. 

Í holukubbum

Í einingakubbum

Fleirri myndir hér

ÞS

29.04.2013

Skráningar í grunn- og leikskólann

Nú stendur yfir skipulagning fyrir næsta skólaár, bæði í grunn- og leikskólanum.
Foreldrar vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Leikskóli:
Sækja þarf um vistun fyrir börn sem eiga að fá að koma inn í haust, eins fljótt og mögulegt er.
Tilkynna þarf um breytingar á vistunartíma þeirra barna sem nú er í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.
Segja þarf upp vistun, ætli barn að hætta í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.

Grunnskóli:
Tilkynna þarf til skólastjóra ef barn verður ekki í grunnskólanum næsta skólaár, eins fljótt og mögulegt er.
Senda þarf inn umsókn til skólastjóra fyrir lok maí, hyggist foreldri skrá barn sitt / börn sín í grunnskólann næsta haust.

Eyðublöð vegna leikskólans fást í leikskólanum.

Skráning og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 899-6913.

Halldóra Dröfn,
skólastjóri Djúpavogsskóla

 

Stoppum við gangbrautir !!!

Ég vil minna okkur öll á að gangbrautir eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þegar veðrið er svona gott er mikið af börnum og fullorðnum á ferli og mjög mikilvægt að við sem förum ferða okkar á bifreiðum sínum fulla tillitssemi og stöðvum bílana okkar við gangbrautirnar og hleypum gangandi og hjólandi vegfarendum yfir.  
Einnig vil ég hvetja foreldra til þess að fara leiðina í skólann með börnunum sínum og kenna þeim hvar á að fara yfir götur, þannig að allir komist heilir á húfi á leiðarenda.  HDH 

Gjaldfrjálst sumarfrí

Eins og sl. sumar stendur foreldrum til boða að sækja um gjaldfrjálst sumarfrí í leikskólanum fyrir börnin sín.

Eyðublöðin má nálgast hjá Halldóru, Þórdísi eða Guðrúnu, í leikskólanum.

Síðasti frestur til að sækja um er 15. maí og verða engar undanþágur gerðar frá því.  HDH

10.04.2013

Djúpavogsskóli auglýsir

Menntaða grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Heimilisfræði, um 6 kst., textílmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tungumál um 16 kst., íþróttir og sund um 12 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 7 kst., stærðfræði á mið- og unglingastigi um 12 kst.

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 6. bekk, u.þ.b. 70% starf.

Þá vantar menntaða leikskólakennara við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Sérkennsla 75% starf
Leiðbeinendur á yngri og eldri deildum, samtals 1x 100% staða og 3 x 75 stöður

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 90-100% starf

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 899-6913.  Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2013.

Kríudeild í útiveru

Börnin á Kríudeild fara í útiveru á hverjum degi og þá er sko margt brallað.  Þar sem mikil vætutíð hefur verið undanfarna mánuði þá hefur verið einstaklega vinsælt að baka kökur og móta sandinn. 

Verið að elda matinn

Fleirri myndir úr útiveru eru hér

ÞS

21.03.2013

Í leikskóla er gaman...

Við höfum heldur betur brasað og leikið okkur sl. mánuð.  Héldum upp á öskudaginn með glaum og gleði, fengum krossfisk og krabba til að skoða, fengum harmonikuleikara til okkar sem spilaði á harmoniku fyrir okkur.  Fengum snjó í einn dag sem var nýttur til þess að renna á snjóþotum.  Við höfum líka bara leikið okkur og sprellað. 

í einingakubbum

Bóklestur

Búð er að setja inn söngtexta fyrir Krummadeild og hægt er að sjá þá hér

ÞS

08.03.2013

Harmonikuspil

Harmonikan í leikskólum landsins er átak sem samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er með í gangi nú um þessar mundir.  Þar sem boðið er upp á heimsókn harmonikuleikara sem mun spila fjögur lög fyrir leikskólabörnin.  Við á Bjarkatúni fengum svo harmonikuleikara til okkar sl. fimmtudag og spilaði hann fyrir okkur þessi fjögur lög, skósmiðadansinn, Óli skans, Karl gekk út um morguntíma og Kátir voru karlar.  Síðan fengu börnin að skoða hljóðfærið og prófa að ýta á takkanna.   Þeim fannst öllum þetta mjög framandi hljóðfæri og sungu og dönsuðu með. 

 

 

 

 

 

Tilbúin að hlusta á harmonikuspil

Að prófa hljóðfærið

 

Tekið upp hald og dansað undir harmonikuspili

Fleirri myndir hér

ÞS

 

 

Í íþróttum með 1. bekk

Elstu nemendurnir byrjuðu nú eftir áramót að fara í íþróttatíma með 1. bekkingum.  Íþróttatíminn hjá þeim er aðra hverja viku og fá börnin að taka þátt í íþróttunum með krökkunum, fara í búningsklefann og læra hvað á að gera þar.  Til að byrja með fara þau ekki í sturtu eftir íþróttatímann en þegar líður að vori munu þau einnig fara í sturtuna og þá verður þetta bara alveg eins og í grunnskólanum og tilvonandi 1. bekkur búinn að læra inn á íþróttatímanna og þekkir allt sem þar fer fram.

 


Á leið í íþróttahúsið

Tilbúin að fara niður í salinn

Hlaupið af stað

Fleirri myndir hér

ÞS

21.02.2013

Músik Festival 2013 !!!

Opið bréf til fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi

Þann 19. apríl nk. ætla nemendur tónskólans að efna til tónlistarveislu á Hótel Framtíð.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að safna fyrir hljóðfærum í tónskólann, en einnig að skemmta áhorfendum með gleði og hljóðfæraleik.

Töluverður kostnaður er því samfara að halda slíka tónleika og til þess að aðgangseyririnn geti runnið óskiptur til hljóðfærakaupa þá langar okkur að óska eftir styrk frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Djúpavogi, ýmist 5.000.- eða 10.000.- krónur, frá hverju fyrir sig.  Stærri styrkir eru að sjálfsögðu vel þegnir, ef fyrirtæki vilja t.d. styrkja tónskólann fyrir ákveðnu hljóðfæri.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu góða málefni lið eru beðnir um að hafa samband við Halldóru í síma 899-6913 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og fyrirkomulag hátíðarinnar verður auglýst síðar.

Halldóra Dröfn, József og nemendur tónskólans

Auglýsingu má sjá hér

 

 

Söngtextar

Nú hefur deildarstjóri Krummadeildar tekið saman söngtexta yfir helstu lögin sem sungin eru á deildinni.  Þau má finna hér til vinstri á síðunni, undir "Söngtextar"  HDH / ÞS

14.02.2013

Öskudagssprell í leikskólanum

Öskudagssprellið í leikskólanum byrjaði með því að börnini slógu köttinn úr tunnunni og hlutu að launum poka með ýmsu góðgæti í.  Daginn áður höfðu elstu nemendurnir málað og skreytt tunnuna.  Síðan var dansað við lögin úr söngvakeppni sjónvarpsins en leikskólanum fékk þann disk að gjöf við mikinn fögnuð barnanna.  Þegar ballið var búið var horft á DVD mynd um Brúðubílinn en elstu nemendurnir fengu að fara upp í grunnskóla og horfa á hæfileikakeppninna þar. 

Elstu nemendurnir að mála tunnuna

Að slá í tunnuna

Tjúttað á ballinu

Fullt af myndum hér

ÞS

Numicon

Í nokkur ár hefur leikskólinn unnið með Numicon kubba ásamt grunnskólanum en þeir eru notaðir af eldri börnunum í leikskólanum og 1. bekk í grunnskólanum.  Numicon eru stærðfræði námsgögn sem auðvelda börnum að læra um tölur og stærðir í leik með áþreifanlegum viðfangsefnum og með sjónrænum hætt.  Eins og sjá má á myndum hafa börnin einstaklega gaman af því að leika með numicon kubbanna. 

Hér er verið að raða formum á plötu, einingus má hafa tvo liti eins og fylla þarf plötuna án þess að neitt standi út fyrir.  Þetta er erfitt því allt þarf að ganga upp og passa saman. 

Hér er verið að raða kubbum á talnalínuna

Hér er verið að stafla formunum upp í tugi og er hægt að telja hversu marga tugi þau eru komin með. 

Fleiri myndir hér

ÞS

07.02.2013

Þorrablót 2013

Þorrablót leikskólans var haldið 25. janúar sl.  Byrjað var á balli kl. 10:00 þar sem farið var í hókí pókí, superman, fugladansinn og fleiri hreyfidansa.  Að því loknu fóru börnin á Kríudeild í jóga áður en maturinn byrjaði.  Krummadeild borðaði á sinni deild en Kríudeild borðaði saman með því að opna á milli deilda og salar.  Allur venjulegur þorramatur var í boði,súrt og ósúrt, hangikjöt, hákarl, hrútspungar, sviðasulta, svínasulta, súr hvalur, harðfiskur og margt fleira.  Börnin voru dugleg að smakka og voru nokkur sem fannst maturinn agalega góður á meðan önnur létu næga að smakka.  Ís var svo í eftirrétt. 

Allir að dansa

Verið að dansa makarena

Að smakka þorramatinn

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir frá þorrablótinu eru hér

ÞS

Heimsókn í grunnskólann

Elstu nemendur leikskólans eru búin að fara í eina heimsókn til 1.bekkjar á þessu ári.  Þau fóru í ensku og grennd þar sem þau fengu að skoða og snerta dýr.  Einnig fara elstu nemendurnir aðra hverja viku í íþróttatíma með 1. bekk og byrjaði það líka eftir áramót.  Þetta er liður í því að brúa bilið milli þessarar tveggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. 

Í skólastofunni

Að læra um dýrin í Grennd

Að strjúka dýrunum

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS