Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Litlu jólin í leikskólanum

Leikskólabörnin héldu jólaball í dag þar sem þau mættu prúðbúin í leikskólann og dönsuðu í kringum jólatréð.  Auðvitað kom jólasveinn í heimsókn og dansaði með okkur en svo færði hann öllum leikskólabörnunum jólapakka.  Eftir jólaballið var svo ýmist farið að leika eða horfa á jólamynd.  Veisla var í hádeginu þar sem boðið var upp á bláberjakryddað lambalæri með meðlæti og jólaís í eftirrétt.  Allir sælir og glaðir eftir þennan dag. 

Dansað með jólasveininum

Fá jólapakka frá jólasveininum

Sum voru svo hrædd við jólasveinin að þau fengu bara að lita inn á deild

Myndir af jólaballi

ÞS

18.12.2013

Jólaball

Opið jólaball verður haldið á Hótel Framtíð á morgun, frá 15:00 - 16:00.  Ballið er samstarfsverkefni grunnskólans, tónskólans og hótelsins. 
Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir.

HDH

Jólatréð skreytt

Fyrir hver jól sjá elstu nemendurnir um að skreyta jólatréð fyrir jólaballið og var það gert á mánudaginn 16. desember.

Skreytum tréð

Jólatréð skreytt 

ÞS

16.12.2013

Hreindýrin okkar

Sjáið þið flottu hreindýrin sem komu í heimsókn í leikskólann.  Þau vöktu mikla hrifningu meðal barnanna á Kríudeild en eins og sjá má þau voru þau  nánast kominn inn á lóðina.

Skoðum hreindýrin út um gluggann

ÞS

16.12.2013

Jólatónleikar tónskólans

Jólatónleikar tónskólans verða haldnir í dag og á morgun í Djúpavogskirkju. 

Nemendur 1.-4. bekkjar, ásamt nemendum forskólans flytja sína tónleika í dag klukkan 17:00 og nemendur 5.-10. bekkjar flytja sína tónleika á morgun klukkan 17:00. 

Tónleikarnir eru opnir öllum og hvetjum við alla áhugamenn um tónlist til að mæta. 


HDH og JBK

Grænfáni dreginn að húni í annað sinn.

Stór dagur var í Djúpavogsskóla þegar Gerður og Katrín, starfsmenn Landverndar, mættu í skólana til að taka út það starf sem fram hefur farið síðustu tvö ár. Þær byrjuðu á því að funda með umhverfisnefnd skólans og á eftir var þeim fylgt um skólann til að skoða þau verkefni sem nemendur eru að vinna að í dag og þau verk sem eru til sýnis á veggjum skólans. Þá sungu nemendur skólasönginn fyrir þær. Gerður afhenti Halldóru fánann og útskýrði fyrir okkur starfsmönnum og nemendum fyrir hvað hann stendur og þá óskrifuðu framtíð sem við tökum þátt í að móta.

Að því loknu fylgdu þær skólastjóranum niður í leikskóla þar sem sjá mátti fjölmörg skemmtileg verkefni tengd náttúru og endurvinnslu. Ræddu þær við nemendur um náttúruvernd og Grænfánann. Börnin sungu nokkur lög fyrir þær og starfsmenn og að því loknu afhenti Gerður grænfánann niður á leikskóla.

Þetta er í annað sinn sem Djúpavogsskóli fær Grænfánann afhentann. Sækja þarf um endurnýjun á fánanum á tveggja ára fresti og fáum við þá heimsókn frá Landvernd þar sem farið er yfir okkar störf. Það má segja að nemendur og starfsfólk hafi tileinkað sér vinnubrögð sem auka virðingu fyrir umhverfi og náttúru.

Myndir sem fylgja fréttinni eru hér.

LDB

Piparkökukaffi

Í dag buðu leikskólabörn foreldrum sínum í piparkökukaffi. 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

05.12.2013

Jólaföndur foreldrafélagsins

Foreldrafélag Djúpavogsskóla stendur fyrir jólaföndri í grunnskólanum á morgun, fimmtudaginn 5. desember.  Föndrað verður frá 17:00 - 19:00.  Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir eiga börn eða ekki í Djúpavogsskóla.
Föndrarar eru beðnir að hafa með sér liti, skæri, lím, heftara og pening til að versla föndurvörur af foreldrafélaginu.

Nemendur í 8. og 9. bekk verða með kaffihús þar sem margar girnilegar kökur verða í boði.

Engin skylda er að föndra.  Þeir sem vilja mega koma og rölta um húsið, spjalla við fólk og hlusta á jólalög og setjast síðan inn á kaffihúsið og fá sér eitthvað gott í gogginn.  Vonumst til að sjá sem flesta. 

HDH og foreldrafélagið

Í nóvember

Við höfum gert ýmislegt í nóvember hér í leikskólanum.  Við héldum upp á daga myrkurs þar sem við tókum fyrir himinngeiminn og veðrið.  Börnin á Kríudeild unnu verkefni með hnettina og norðurljósin en börnin á Krummadeild unnu verkefni með veðrið, rigningu og snjó.   Þessi verkefni voru svo til sýnis í gestavikunni. 

 

Hnettir í geimnum

Norðurljósin

Snjókornin

Rigningin

Áður höfðu börnin á Kríudeild unnið verkefni tengd hafinu og voru þau líka til sýnis á Kríudeild og kom einn afinn færandi hendi með hluti úr hafinu. 

 

Kórall og skeljar

Fiskar í hafinu

Dagur íslenskrar tungu var á laugardegi og héldum við upp á hann á föstudeginum.  Búið var að kjósa fallegasta orð íslenskrar tungu: Ljósmóðir og ákváðu börnin á Kríudeild að kynna sér það betur.  Þau teiknuðu svo myndir af ljósmóður. 

Myndir af ljósmæðrum og fingraþulan

 Ljósmóðir

Börnin á Krummadeild höfðu hins vegar verið að æfa fingraþuluna og elstu börnin teiknuðu myndir tengdar henni.

Fingraþulan

Síðan kom snjór og höfum við verið dugleg að fara út af renna í brekkunni hjá leikskólanum. 

út að renna

Kíkið í myndaalbúmið okkar sem er fullt af nýjum myndum úr starfi leikskólans

ÞS

 

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Í dag er hann haldinn hátíðlegur í þriðja sinn og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.
Við hvetjum alla til að nýta daginn til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.

Hægt er að undirrita þjóðarsáttmála gegn einelti á:  www.gegneinelti.is og hvet ég okkur öll til að sýna samhug í verki.

Munum svo að "öll dýrin í skóginum eiga alltaf að vera vinir."

HDH

Snjórinn

Loksins kom snjór á Djúpavog og voru mikil fagnaðarlæti hjá börnunum í Bjarkatúni þegar þau sáu að jörðin var orðin hvít en smá föl fór að leggjast yfir allt þegar leið á morguninn.  Auðvitað vildu allir fara út að leika í snjónum þrátt fyrir rokið sem fylgdi snjókomunni. 

Auðvitað var búinn til snjókarl

Út var farið með bros á vör sem breyttist í smá skelfingu þegar snjókornin fuku beint í andlitið á börnunum, sum létu það ekkert á sig fá á meðan önnur leituðu í skjólið. 

Betra að vera í skjólinu

Við vorum ekki lengi úti í þetta skiptið enda varð sumum fljótlega kalt enda snjórinn ansi blautur og breyttist fljótlega í slyddu. 


Búa til snjóbolta

Á fullu að leika sér í snjónum

Fleiri myndir hér

 

ÞS

Vetur konungur og alþjóðlegur bangsadagur

Í tilefni þess að fyrsti vetrardagur er á morgun og Alþjóðlegi bangsadagurinn er á sunnudaginn mættu börnin í leikskólanum á náttfötum og með bangsann sinn.  Öllum finnst gaman að koma á náttfötum í skólann og ekki verra að hafa með sér uppáhaldsbangsann sinn.  Byrjað var á deginum með því að borða morgunmat, þá var farið í samverustund.  Eftir samverustundina var val þar sem þrír elstu árgangarnir fóru saman í val en tveir yngri árgangarnir voru inn á deild í leik.  Börnin á Kjóadeild komu nefnilega í heimsókn á Krummadeildina.  Síðan var haldið heljarinnar ball í salnum  þar sem allir dönsuðu hókí pókí, superman og fleirri skemmtileg lög. 

 

Fleiri myndir hér af bangsadeginum

Fleiri myndir hér af náttfataballinu

ÞS

Myndasafnið

Hvetjum alla til að kíkja í myndaalbúmið okkar enda búið að bæta við þónokkuð af myndum eins og frá afmælisbörnum í júní, júlí og ágúst auk þess sem myndir úr starfi í september eru komnar inn. 

 

ÞS

17.10.2013

Skólamjólkurdagurinn

Skólamjólkurdagurinn var þann 25. september sl.  Þá fengu börnin skólamjólk með hádegismatnum og var hún vel þegin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Skólamjólkin góða

MUU mundu eftir mjólkinni!!!

Fleiri myndir hér

ÞS

03.10.2013

Í berjamó

Í síðastliðinni viku fóru nemendur leikskólans í berjamó þar sem þeir tíndu bæði bláber og krækiber.  Berin voru síðan notuð með hádegismatnum og fengu börnin sér því berjaskyr.  Ekki þurftu þau að fara langt til að finna berin en börnin á Krummadeild fóru rétt út fyrir leikskólagirðinguna og þar var lyngið svart af krækiberjum og inn á milli voru bláberin.  Börnin á Kríudeild fóru hins vegar aðeins lengra eða utan við Bóndavörðuna í svokallað Loftskjól og var sama sagan þar, lyngið svart af berjum.   Misjafnt var hversu sólgin börnin voru í berin en sum börnin tíndu beint upp í sig á meðan önnur létu nægja að setja í pokann og voru lítið fyrir að smakka berin.  Við vorum líka svo einstaklega heppin þennan dag með veður þar sem við fengum glampandi sól, logn og mjög hlýtt.

Að tína ber

Í berjamó

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Fundargerð foreldrafundar

Fundargerð

Almennur foreldrafundur var haldinn í Djúpavogsskóla þriðjudaginn 10. september 2013.  Á fundinn mættu 28 foreldrar og áttu 59% nemenda fulltrúa sinn á fundinum.

1.      Fjöldi nemenda og starfsfólks

Skólastjóri fór yfir fjölda nemenda og starfsfólks.  Í leikskólanum eru 43 nemendur, í grunnskólanum eru 64 nemendur og í tónskólanum eru 52 nemendur, þ.a. 5 í forskóla.

Starfsmenn eru 31 í rúmlega 28 stöðugildum.

2.      Skóladagatal

Skólastjóri fór yfir skóladagatalið sem er að mestu leyti hefðbundið.  Þó eru nokkrar breytingar fyrirhugaðar og eru foreldrar hvattir til að hafa skóladagatalið á góðum stað yfir skólaárið, t.d. á ísskápnum.

 3.      Kynning á starfi íþrótta – og æskulýðsfulltrúa

Skólastjóri kynnti stuttlega nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og fór yfir hlutverk hans.  Mikið fagnaðarefni er að fá hann og fjölskylduna hans hingað í sveitarfélagið og eru miklar væntingar varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf vetrarins.

 4.      Kosningar

 1. Í sundráð:  Í sundráði voru fyrir Claudia Gomez Vides og Dröfn Freysdóttir og þeim til viðbótar voru kosin Kristborg Ásta Reynisdóttir og Gunnar Sigurðsson
 2. Í yngriflokkaráð:  Í yngriflokkaráði voru fyrir Hafdís Reynisdóttir og Lilja Dögg Björgvinsdóttir og þeim til viðbótar voru kosnar Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Auður Ágústsdóttir
 3. Í skólaráði 2013 - 2015 eru:
  Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Berglind Einarsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Þórir Stefánsson, Ágústa Arnardóttir, Ólöf Rún Stefánsdóttir, G. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Klara Bjarnadóttir, Óliver Ás Kristjánsson, Ragnar Sigurður Kristjánsson
  1. Í umhverfisráði 2013 – 2015 eru.
   Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Elva Sigurðardóttir
   Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Helga Björk Arnardóttir, Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir
   Hugrúm M. Jónsdóttir, Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, nemendur grunn- og leikskólans
  2. Foreldrafélag

Dröfn Freysdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Freydís Ásta Friðriksdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

 5.      Önnur mál

Rætt um mögulegt húsnæði fyrir félagsstarfið.  Ýmsar hugmyndir komu fram og verður unnið úr þeim.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:55.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, fundarritari

Foreldrafundur

Fundarboð

Boðað er til almenns foreldrafundar í Djúpavogsskóla.  Fundurinn verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 10. september og hefst klukkan 18:00

Dagskrá

1.       Innlögn frá skólastjóra, farið yfir skóladagatal o.fl.

2.       Kosning í skólaráð.  Kosið var til tveggja ára haustið 2011.  Í skólaráði starfa nú:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Berglind Einarsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Þórir Stefánsson
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir
Óliver Ás Kristjánsson
Ragnar Sigurður Kristjánsson

Í skólaráði þurfa að vera fulltrúar stjórnenda og geri ég ráð fyrir því að Halldóra, skólastjóri, Berglind staðgengill í grunnskóla og Þórdís staðgengill í leikskóla starfi áfram.  Einnig verða formaður og varaformaður nemendaráðs í skólaráði.  Fyrsti fundur nemendaráðs verður miðvikudaginn 11. september og mun nemendaráð þá skipta með sér verkum.

Í skólaráð vantar því fjóra frambjóðendur.

3.       Kosning í umhverfisráð

Í umhverfisráði voru:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Lilja Dögg Björgvinsdóttir
Gunnlaug Fía Aradóttir
Svala Bryndís Hjaltadóttir
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Ágústa Arnardóttir
Hafdís Reynisdóttir / Sigurður Ágúst Jónsson
Kristborg Ásta Reynisdóttir / Stefán Kjartansson
Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir

Ásamt fjölmörgum nemendum grunnskólans og elsta árgangi leikskólans

Lilja Dögg, Halldóra, Elva og Júlía hafa gefið kost á sér í nýtt ráð.

4.       Kynning á starfi nýs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Framboð í sund- og frjálsíþróttaráð

Í því eru nú:  Claudia og Dröfn

Framboð í yngriflokkaráð

Í því eru nú Hafdís og Lilja

5.       Aðalfundur foreldrafélagsins

Í stjórn voru sl. skólaár: 

Dröfn Freysdóttir

Júlía Hrönn Rafnsdóttir

María Dögg Línberg

Helga Björk Arnardóttir

Rannveig Þórhallsdóttir

Bergþóra Valgeirsdóttir

6.       Önnur mál

 

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri

 

Skógardagurinn

Skógardagur leikskólans var haldinn í blíðskaparveðri í júní.  Mjög góð mæting var og áttum við góða stund saman.  Gengið var í gegnum Hálsaskóg og á leiðinni hengdu börnin upp listaverkin sín, sem hangið hafa uppi í allt sumar, gestum og gangandi til mikillar gleði.  Óskaboxið var sett á sinn stað og má gera ráð fyrir því að margar góðar óskir séu geymdar þar.  Hefð er orðin fyrir því að birta óskirnar í fyrsta tölublaði Bóndavörðunnar á hverju hausti.  Að sjálfsögðu áðum við í Aðalheiðarlundi og borðuðum nesti.  Börnin léku sér allt í kring í þessari dásamlegu ævintýraveröld sem Hálsaskógur er og fullorðna fólkið spallaði um heima og geima.
Um mánaðamótin þurfum við síðan að hittast aftur og taka niður verkin og skila skóginum hreinum og fínum, eins og við tókum við honum í vor.  Myndir eru hér.  HDH

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Djúpavogsskóli auglýsir

Vegna fæðingarorlofs vantar starfsmann í 100% starf við leikskólann frá 19. ágúst 2013 til og með 31. mars 2014.  Vinnutími frá 8:00 – 16:00.  Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2013.  Umsóknir sendist á netfangið skolastjori@djupivogur.is

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri

 

Heimsókn á eldri deild

Börnin sem fædd eru 2010 munu flytjast á eldri deildina í haust.  Þau hafa fengið að fara í heimsókn nokkrum sinnum og svo var einnig í gær.  Ágætt er að venja þau smám saman við nýtt umhverfi og nýtt starfsfólk og er ekki annað að sjá af þessum myndum en að allt hafi gengið vel.  HDH

11.07.2013

Kveðjugjafir

Elstu nemendur leikskólans kveðja skólann sinn nú hvert af öðru, þrjú þeirra eru nú komin í sumarfrí og hafa formlega kvatt skólann sinn, sem þau hafa dvalið í síðan þau voru lítil kríli.  Nú eru þau orðin ósköp stór og ætla að byrja í grunnskólanum í haust.  Þessi þrjú sem eru hætt voru svo falleg og góð að gefa leikskólanum sínum og börnunum sem þar eru góðar gjafir.  Myndir af þeim má finna hér.
Starfsfólkið og nemendurnir þakka þeim aftur kærlega fyrir samveruna og þakkar Óðni, Brynju og Sigurði Atla kærlega fyrir þessar fallegu og skemmtilegu gjafir.
HDH

01.07.2013

Áríðandi tilkynning frá leikskólanum

Nú stendur yfir skipulagning í leikskólanum, fyrir næsta skólaár.
Mjög mikilvægt er að láta vita í þessari viku ef þið hafið hugsað ykkur að skrá barn í leikskólann eða breyta vistun frá því sem nú er.  Vinsamlegast sendið þá tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is.
Ekki þarf að hafa samband ef vistunin á að vera sú sama og hún er nú (var þegar barn fór í gjaldfrjálst sumarfrí).
Bestu kveðjur,
Halldóra Dröfn

Náttfataball

Náttfataball var í leikskólanum þann 14. júní sl. þar sem leikskólabörnin mættu á náttfötunum í skólann.  Um kl. 10 leytið var svo náttfataball þar sem allir dönsuðu saman á náttfötunum. 

Dansað á náttfötunum

Þegar "ég á líf" var spilað fóru börnin öll að leiðast í hring og sungu með ...uppáhaldslagið

Fleirri myndir hér

ÞS

20.06.2013

Skógardagurinn 2013

Skógardagur leikskólans verður haldinn laugardaginn 22. júní nk.

Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 14:00.  Þaðan verður gengið áleiðis að Aðalheiðarlundi og munu leikskólabörnin, með aðstoð foreldra, hengja upp listaverkin sín á leiðinni.  Þegar við komum inn í Aðalheiðarlund ætlum við að eiga þar saman góða stund, borða nesti (sem við komum með sjálf) og spjalla og leika okkur.
Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.

Starfsfólk og nemendur Bjarkatúns.

Sumarblíðan

Veðrið lék aldeilis við okkur í síðastliðinni viku og nutu börnin á leikskólanum þess að leika úti bæði á pallinum og á leiksvæðinu. 

Úti á palli að leika

Í fótbolta...

....og parís

Síðan var hressingin borðuðu úti

Fleirri myndir hér

ÞS