Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Jólaballið í leikskólanum

Leikskólabörnin héldu lítið jólaball í leikskólanum þann 18. desember sl. þar sem þau dönsuðu í kringum jólatréð og fengu svo skemmtilegan gest til sín en það var hann Gluggagæir sem kom og vakti mikla lukku.  Hann dansaði með þeim í kringum jólatréð og síðan gaf hann öllum börnunum jólagjöf sem þau fóru með heim. 

Dansað í kringum jólatréð

Einhver að príla yfir grindverkið á pallinum

Það er jólasveinninn....

Gaf öllum svo pakka og spjallaði við börnin

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Jólatréð skreytt

Á hverju ári fá elstu nemendur leikskólans að skreyta jólatréð fyrir jólaball leikskólans. Skemmtu þau sér vel við verkið og skiluðu líka þessu fína jólatréi eins og sést á þessum myndum.

Verið að hengja kúlur og skraut á tréð

Svona lítur tréð út og þau stilltu sér upp að verki loknu

Á morgun verður svo dansað og sungið í kringum jólatréð.  

ÞS

Upprennandi söngstjörnur

Fyrir nokkru gaf kvenfélagið segulkubba í leikskólann.  Stelpurnar á Krummadeild voru ekki lengi að finna út úr því hvernig sniðugast væri að leika með kubbanna. Eins og sjá má hér vita þær alveg hvað á að gera við svona

Innlifunin leynir sér ekki

Síðan voru einsöngstónleikar

Fleiri myndir af börnunum á Krummadeild eru hér

ÞS

Brunavarnir í heimsókn

Í vikunni komu Brunavarnir Austurlands í heimsókn á Kríudeild.  Tilgangur heimsóknarinnar er fræða börnin um eldvarnir og að kynna fyrir leikskólabörnunum slökkviliðsmanninn og þá sérstaklega reykköfunarmanninum sem getur verið ansi ógnvekjandi fyrir litla krakka.  Hann er með mikinn útbúnað á sér auk þess sem það heyrast skringileg hljóð í honum.  Sum börnin voru nokkuð smeyk í fyrstu en svo lagaðist það og fengu þau hugrökkustu að prófa hjálm slökkviliðsmannsins. 

Skoða hjálminn

 

Talað við reykköfunarmennina

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Jólaíþróttasprelldagur í íþróttamiðstöðinni

Laugardaginn 7. desember verður jólaíþróttasprelldagur fyrir leikskólabörn í Íþróttamiðstöð Djúpavogs frá kl. 11:00 - 12:30.

Hlökkum til að sjá sem flesta;

Foreldrafélag Djúpavogsskóla

Piparkökubakstur og boð

Í dag var piparkökuboð leikskólabarna þar sem þau buðu foreldrum sínum að koma og smakka á piparkökunum sem þau höfðu bakað og skreytt í vikunni.  Flest allir foreldrar komu við og fengu að bragða á góðgætinu en einhverjir áttu þo ekki heimangengt en fengu þá kökurnar sendar heim með barninu í lok dagsins. 

Það er vandasamt að raða formunum á degið

Það þarf að vanda til verksins svo deigið verði slétt og fellt

Síðan er að skreyta þær

Mamma kom í heimsókn og fékk kaffi og piparkökur

Miklu fleiri myndir eru hér

ÞS

Starfsmann vantar í leikskólann

Í Leikskólann Bjarkatún vantar starfsmann frá 1. janúar 2013 í 50% starf.  Vinnutími frá 8:00 – 12:00.

Viðkomandi þarf einnig að geta leyst af matráð í morgunmat og hádegismat, þegar matráður er fjarverandi.   Tímabilið sem um ræðir er 1. janúar – 1. júní 2013.

Umsóknarfrestur er til 15:00 þann 14. desember 2012.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma:  478-8832, 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is

Jólaföndur foreldrafélagsins

Mikið var um dýrðir í grunnskólanum sl. fimmtudag.  Foreldrafélagið stóð fyrir árlegu jólaföndri auk þess sem nemendur 6.-8. bekkjar buðu uppá dýrindis kræsingar á kaffihúsinu. 
Mjög margir lögðu leið sína í skólann.  Mikið var föndrað, spjallað, hlegið og borðað.

Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.  Myndir eru hér
HDH og foreldrafélagið.