Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Tilvonandi grunnskólakrakkar

Í þessari viku fóru 4 elstu nemendur leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla til að kynna sér starfið þar og líka til að hitta gömlu vinina sína sem nú eru byrjaðir í 1. bekk.  

 

Árgangur 2007

 

ÞS

Myndir frá leikskólastarfi í 30 ár

Búið er að setja inn myndir frá 30 ára leikskólastarfi á Djúpavogi.  Því miður fundust engar myndir frá fyrstu árum leikskólans en þó voru til nokkrar frá leikskólastarfinu í grunnskólanum seinni árin sem leikskólinn var þar.  

 

Myndirnar má finna hér

 

ÞS

Foreldrakynning

Árleg foreldrakynning, fyrir foreldra Djúpavogsskóla, verður haldin í grunnskólanum, miðvikudaginn 26. september klukkan 17:00.  Vinsamlegast athugið að kynningin er sameiginleg fyrir grunn-, leik- og tónskólann.  Á kynningunni verður farið yfir komandi skólaár og ýmislegt fleira.

Að kynningunni lokinni verður aðalfundur foreldrafélags Djúpavogsskóla.  Af núverandi stjórn ætlar eitt foreldri að gefa kost á sér aftur, búið er að kjósa fulltrúa starfsfólks grunnskólans, þannig að enn vantar þrjá í stjórn.

Vonast til að sjá ykkur sem flest. 
Skólastjóri

Rjúpurnar okkar

Eins og sjá mátti í frétt frá leikskólanum héldu rjúpur sig til á lóð leikskólans á meðan mikið hvassviðri gekk yfir Djúpavog.  Þetta var  þann 4. september sl.    Enn má sjá rjúpum bregða fyrir á lóðinni og hafa krakkarnir vel getið fylgst með því þegar rjúpurnar færa sig í vetrarbúninginn eins og sjá má á þessum myndum.  

ÞS

 

 

 

 

Eins og sjá má eru þær orðnar töluvert hvítari frá því fyrir rúmum tveim vikum síðan.

Ber og aftur ber

Í byrjun september héldu börnin á Kríudeild auk elstu barna á Krummadeild í berjamó.  Gengið var frá leikskólanum í átt að Loftskjól en þangað hafa börnin farið í berjamó undanfarin ár og alltaf tínt helling af krækiberjum og einhver bláber fundið líka.  Í ár var hins vegar annað upp á tengingnum og ekki mikið um ber þar en þó eitthvað þannig að börnin gátu bæði tínt smá upp í sig og líka í pokana sem þau höfðu meðferðis.  Veðrið var mjög gott þennan dag, glampandi sól og blíða.   Tilgangur þessarar ferðar er að börnin fái að kynnast berjamó og þau tíni ber sem eru svo nýtt í matargerð þ.e. þau fá berin sem þau tína út á skyr í hádeginu.  Dagur náttúrunnar var þann 16. september og tengdum við þessa ferð þeim degi auk þess ætlum við í leikskólanum að mæta í náttúrulega lituðum fötum þ.e. brúnum, gráum, grænum.  

Á leið í berjamó

Að týna berin

Að borða skyr með krækiberum...nammi namm!

Fleiri myndir eru hér

 

ÞS

Afleysingar í Bjarkatúni

Á Leikskólann Bjarkatún vantar starfskraft í afleysingar í eldhús þegar matráður er ekki við.

Vinnutími er þá frá 10:00 – 14:00 og eru laun skv. kjarasamningi Afls stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 16:00, fimmtudaginn 20. september og þarf viðkomandi að geta leyst af í fyrsta sinn, föstudaginn 21. september.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Djúpavogsskóla í síma 478-8832, 478-8246, 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri

Afmælisveisla

Haldið var uppá 30 ára afmæli leikskólastarfs á Djúpavogi í leikskólanum Bjarkatúni í gær, 12. september

Upphaf leikskólastarfs má rekja til kvenfélagskvenna á staðnum en þær áttu leiktæki sem þær vildu koma fyrir einhversstaðar í þorpinu.  Var þeim komið fyrir á grasfleti, fyrir aftan Miðhús þar sem tjaldstæðið er nú. 

Sumarið 1982 vantaði fólk til starfa hjá Búlandstindi og var ákveðið, í samráði við Búlandshrepp að stofna leikskóla.  Leitað var til Lindu Heiðrúnar Þórðardóttur, til þess að sjá um leikskólan,n en hún var á sínu fyrsta ári í Fóstruskólanum.  Fékk hún eina stúlku sér til aðstoðar.  Mikið lá á að koma leikskólanum í gang og hafði Linda u.þ.b. fimm daga til að ákveða sig hvort hún vildi starfið eða ekki. 

Árið 1982 var svo stofnsettur leikskóli sem hafði aðsetur í grunnskólanum og var hann eingöngu opinn á sumrin frá júní til ágúst, bæði fyrir hádegi og eftir hádegi.  Aðstaðan var ekki góð.  Tvær skólastofur og sameiginleg salernisaðstaða.  Auk þess nýtti Hótelið hinn hluta skólans undir svefnpokagistingu og tannlæknirinn hafði einnig aðsetur í þeim hluta.  Lítil girðing var sett upp á bak við skólann og leiktækin sem voru fyrir aftan Miðhús flutt þangað.  Þar sem þessi leikskóli var nýr var ekki til mikið af dóti og því notaði Linda Heiðrún umhverfið mikið.  Hún fór  mikið í gönguferðir í nágrenninu og borðaði oft nestið úti.  Einnig bjó hún til hús úr stórum pappakössum sem hún fékk á tannlæknastofunni.  Hún fékk að nota allt það sem skólinn átti, blöð, liti, málningu, leir og fleira og var mikill velvilji í garð leikskólans. 

Leikskólinn var starfræktur í grunnskólanum í fjögur sumur og starfaði Linda Heiðrún tvö fyrstu árin.  Guðbjörg Ólafsdóttir fóstra tók við af henni og starfaði þangað til leikskólinn var lagður niður í grunnskólanum.  Þegar hún hætti gat hún pakkað öllu dóti leikskólans niður í einn pappakassa. 

Árið 1986 var það eitt af kosningaloforðum nýs meirihluta að leikskóli skyldi verða stofnsettur og starfræktur allt árið.  Það gekk eftir og fékk leikskólinn húsnæði í Höfn.  Þar var opnað 15. september 1986 og voru starfsmenn tveir til að byrja með.  Opnunartími leikskólans var mjög breytilegur á þessum árum.  Sum árin var opið fyrir hádegi og eftir hádegi en önnur ár var lokað fyrir hádegi.   Þar var leikskólinn starfræktur í tæp 20 ár en var fyrir löngu orðinn allt of lítill.

Þann 22. október 2005 var formleg opnun nýs leikskóla.  Byggingin markaði tímamót í leikskólastarfi á Djúpavogi.  Gert er ráð fyrir allt að 40 börnum (37 barngildum) og í dag eru 33 börn í leikskólanum og 9 starfsmenn en um áramót og fram á vorið bætast við a.m.k. 5 börn.

Leikskólinn var síðan sameinaður grunn- og tónskólanum 1. ágúst 2011 og tilheyrir nú Djúpavogsskóla, þó nafnið hans Bjarkatún sé enn í fullu gildi.

Mjög góð mæting var í afmælið.  Um 130 manns komu til að fá sér köku og kaffi og hlustuðu á fagran söng leikskólabarnanna. 

Skólanum bárust góðar gjafir:  Sveitarstjórn gaf 100.000.- krónur til tækjakaupa, Ágústa í Arfleifð og börnin hennar gáfu efni til að föndra úr og nemendur í grunn- og tónskóla teiknuðu myndir í tilefni dagsins.

Skólastjóri þakkar öllum, sem þátt tóku, fyrir að gera þennan dag eins eftirminnilegan og raun bar vitni.

Myndir eru hér.

Áfram Bjarkatún

HDH

 

 

 

Fundur í umhverfisnefnd

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd Djúpavogsskóla 10. sept. 2012.  Fundargerðin má finna undir Grænfáni hér til vinstri á síðunni.  HDH

Djúpavogsskóli lokaður

Vegna haustþings starfsfólks í grunn-, leik- og tónskóla verður Djúpavogsskóli lokaður á morgun, föstudaginn 14. september.

Skólastjóri

Fyrir rúmum 30 árum síðan

Man einhver eftir þessu?

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur í leikskólanum sem var starfræktur að sumartíma í grunnskólanum

Leikskólabörn fyrir tæpum 30 árum síðan 

 

Opið hús í leikskólanum Bjarkatúni á morgun milli kl. 15-17 í tilefni 30 ára afmælis leikskólastarfs á Djúpavogi.

Allir velkomnir

ÞS

Haustæfingar Neista

 

Hér að neðan má sjá æfingatöflu Neista á vorönn.Tími 

Mán 

Þri 

Mið 

Fim 

Fös 

 

13:00 – 13:40

 

 

 

Íþróttir

0. og 1.

 Fótbolti

0. og 1.

 

13:00 – 13:40

 

 

 

 

Sund 2. og 3.

 

13:40-14:20 

Frjálsar

1. til  3.

Fótbolti

1. til 3.

Fótbolti 

1. til 3.

Íþróttir

2. og 3. 

Stelpur fótbolti

 

14:20-15:00

Frjálsar

 4. til 10. b.

Fótbolti 

4. til 6.

Fótbolti 

4. til 6.

Íþróttir

4. til 10. 

4. til 10.  fótbolti strákar

 

14:20-15:00

 

 

 

 

Sund 4. til 6.

 

15:00-15:40

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

 

 

15:00-15:40

Sund

4. – 6.

 

 

 

 

XX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og sjá má á fundargerð hér á vefnum hefur verið skipulagt samstarf Neista og leikskóla með þeim hætti að þjálfari sækir börnin á leikskólann þar sem starfsmenn hafa þau tilbúin 10 mínútum fyrir æfingu. Foreldrar sjá svo um að sækja börn sín.

Stjórn Neista.

Gangbraut og "Göngum í skólann"

Eins og flestir íbúar hafa séð er búið að mála þessar fínu gangbrautir og bílastæði við grunnskólann og íþróttamiðstöðina.  Í gegnum tíðina hafa borist ábendingar til skólastjóra varðandi það að börnin séu að hlaupa yfir göturnar - hér og þar og allstaðar - og oft hafi legið við slysi.
Á kennarafundi í síðustu viku var ákveðið að við tækjum okkur góðan tíma í að kenna börnunum að fara yfir gangbrautirnar þegar þau fara í matinn og teljum við að það eigi eftir að ganga vel.

Viljum við því biðja þá foreldrar, sem sækja börnin sín í mat og alla þá sem leið eiga um þetta svæði á skólatíma að sýna tillitssemi, stoppa fyrir börnunum og hjálpa þeim að nýta gangbrautirnar eins og til er ætlast.

Þá viljum við einnig vekja athygli á því að næsta mánuðinn stendur yfir verkefnið "Göngum í skólann" og því margir á ferðinni - gangandi og hjólandi, bæði börn og fullorðnir.

HDH

Rjúpur í vari

Í morgun var heldur betur hvasst á Djúpavogi og voru hviðurnar sem komu reglulega ansi öflugar. Þessar fallegu rjúpur urðu að leita skjóls við girðinguna og var gaman að fylgjast með þeim hvernig þær færðu sig til við girðinguna eftir því hvar skjólið var mest.  Þær voru þarna í ca. 4-5 klst. en hvar þær eru núna veit enginn.  

Myndirnar eru teknar í gegnum gluggann í leikskólanum.

ÞS

 

 

 

 

 

 

Getraun dagsins:  Hvað eru rjúpurnar margar?

 

Dagatal septembermánaðar

Búið er að setja inn dagatal fyrir septembermánuð einnig er hægt að sjá dagatalið í andyri leikskólans og inn á báðum deildum.  Það helsta sem er á dagatalinu er að við ætlum í berjamó fyrstu vikuna eða þegar veður leyfir.  Það eiga sex börn afmæli í september og við höldum upp á afmælin þeirra í lok mánaðarins.  Dagur náttúrunnar er um miðjan mánuðin og ætlum við að mæta í fötum í náttúrulegum litum og síðast en ekki síst þá ætlum við að vera með opið hús vegna þess að það eru 30 ár liðin síðan leikskóli var stofnaður á Djúpavogi.  

ÞS

03.09.2012

Fundargerð

Fundargerð

Fundur var haldinn í grunnskólanum  20. ágúst 2012.  Á fundinn voru boðaðir fulltrúar frá Umf. Neista, foreldrafélagi grunnskólans og fræðslunefnd grunnskólans.  Fundurinn hófst klukkan 14:05.

Ástæðan fyrir fundarboðinu var niðurstaða úr sjálfsmati leikskólans en þar kom fram óánægja hjá nokkrum foreldrum með fyrirkomulag Neistatíma - á starfstíma leikskólans.

Á fundinn mættu:  Halldóra Dröfn, Lilja Dögg, Kristborg Ásta og Ester Sigurásta.

1.       Rætt um samstarf Neista og leikskólans .

Halldóra gerði grein fyrir niðurstöðum sjálfsmatsins á leikskólanum.  Fundarmenn ræddu ýmsar útfærslur á þessu og m.a. hvort það ætti yfirhöfuð að bjóða leikskólabörnum uppá að mæta í Neistatímana.

Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir foreldra og börnin að hafa þennan möguleika því oft er kominn ákveðinn þreyta í börn á síðast ári leikskólans og hreyfing því mikilvæg fyrir fjöruga krakka.

Halldóra sagði frá því að hreyfing væri stór hluti af starfinu á leikskólanum og væri mjög vel að því staðið.  Þá sagði hún einnig frá því að stefnt væri að því að bjóða elsta árganginum í leikfimi með 1. bekk annan hvorn mánudag, eins og verið hefði að hluta sl. vetur. 

Fundarmenn samþykktu einróma að mikilvægt væri að foreldrar og börn hefðu þennan möguleika - að mæta í Neistatímana en að gera þyrfti ákveðnar breytingar þannig að um samstarf yrði að ræða.  Fyrirkomulagið í vetur verði þannig:

a)      Starfsmenn leikskólans sjá til þess að börnin séu tilbúin í fataklefanum 10 mín. áður en tíminn hefst.

b)      Starfsmaður / þjálfari Neista, sækir börnin og fylgir þeim upp í íþróttahús

c)       Foreldrar sækja börnin og skila þeim í leikskólann eða taka þau heim (fer eftir vistunartíma barnsins).

2.       Rætt um samstarf Neista og grunnskólans

Fundarmenn gerðu drög að stundatöflu fyrir grunnskólann og Neista.  Erfitt er að pússla þessu öllu saman þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta.

Einnig er ekki búið að ráða þjálfara í allar stöður og er eins víst að einhverjar breytingar þurfi að gera þegar þjálfaramálin eru komin á hreint.

Neistakonur ætla að hittast aftur og fara yfir málið J

3.       Önnur mál

Önnur mál engin.  Fundi slitið 15:50.

Halldóra Dröfn, fundarritari