Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Göngu-fjöruferð Kríudeildar

Kríudeild fór á dögunum í göngu/fjöruferð.  Í fjörunni var árabátur sem krakkarnir prófuðu og úr varð heljarinar leikur þar sem farið var út á hafið og siglt alla leið til Kína og auðvitað líka til baka svo þau gætu nú farið aftur í leikskólann.  Allir skemmtu sér vel eins og sjá má á myndunum

Lagt af stað í gönguferð

Allir út á sjó

Síðan var haldið af stað og endað út í leikskóla

ÞS

Sumargrill foreldrafélagsins

Foreldrafélag leikskólans stóð fyrir foreldragrilli síðustu opnunarviku
leikskólans fyrir sumarfríið.  Þetta grill hefur verið árvisst í þó nokkuð
mörg ár en var þetta í síðasta skipti sem það verður með þessu sniði.
Grillið var haldið í hádeginu þannig að flestir foreldrar og systkini
leikskólabarnanna hefðu tök á að mæta en grillaðar voru pylsur og fengu
leikskólabörnin svala. Blásin var upp hoppukastali sem allir gátu prófað og
leikið sér í.  Veðrið lék við okkur og allir voru í sumarskapi.   

Hótel Framtíð gaf pylsur í grillið.  Fellabakarí gaf pylsubrauðin.
Securitas styrkti félagið um 10.000 kr. og Vísir ehf styrkti okkur líka um
20.000 þannig að hægt væri að leigja hoppukastalann.  

Í hoppukastalanum

Í grillveislunni

Fleiri myndir eru hér

 

ÞS

Sumarstarf

Það hefur ýmislegt verið brasað í leikskólanum í sumar enda hefur veðrið leikið við okkur þó svo að hitastigið hafi kannski ekki alltaf farið hátt.  

Við æfðum okkur að dansa

Við borðuðum úti 

Fengum unga í heimsókn sem flæktist um á pallinum okkar og komst ekki í burtu

Lékum okkur í sandinum

og sulluðum í sullukarinu okkar

Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og nú erum við komin aftur til starfa í leikskólanum eftir sumarfríið og eigum eftir að gera fullt fullt af skemmtilegum hlutum það sem eftir er af þessu sumri og allan næsta vetur.  Hægt er að sjá miklu fleirri myndir af sumarstarfinu hér

ÞS