Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Vorið er komið

Langt er síðan við höfum sett inn myndir frá starfi leikskólans.  Margt hefur gerst sl. vikur.  Börnin hafa verið úti að leika sér í góða veðrinu, þau hafa verið að prófa ný föt sem Ríkey og Sóley, mamma hennar, voru svo elskulegar að gefa leikskólanum, einhverjir eru búnir að eiga afmæli og fengu því að skreyta köku og koma með girnilega ávexti í ávaxtatíma.  Foreldrafélagið gaf leikskólanum skemmtilegt þroskaleikfang sem eldri deildin hefur verið að prófa og margt fleira.  Myndir eru hér.  HDH

21.06.2012

Skógardagurinn 2012

Skógardagur leikskólans, sem vera átti 23. júní hefur verið færður til föstudagsins 15. júní. 
Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 17:00 og ganga saman inn í Aðalheiðarllund.  Á leiðinni munu börnin sjálf, með aðstoð foreldra eða annarra fylgdarmanna hengja upp verkin sín.  Verk þeirra barna, sem ekki komast þennan dag, verða hengd upp fyrir þau.  Þeir sem vilja geta tekið með sér nesti til að snæða í Aðalheiðarlundinum.

Sýningin verður því tilbúin fyrir laugardaginn 16. júní þegar Skógræktarfélag Djúpavogs heldur uppá afmælið sitt.

Allir hjartanlega velkomnir.  HDH