Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Heimsókn frá Möguleikhúsinu

Þriðjudaginn 29. maí fengum við góða gesti í heimsókn í leikskólann.  Foreldrafélagið keypti sýninguna "Gýpugarnagaul" og var öllum börnum leikskólans, ásamt 1.-4. bekk úr grunnskólanum boðið á sýninguna.

Var hún mjög skemmtilega og skemmtu börnin og fullorðna fólkið sér hið besta.  Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða okkur á þessa skemmtilegu sýningu.  Myndir eru hér.  HDH

Skólaslit og útskrift

Laugardaginn 26. maí, klukkan 11:00 verða skólaslit grunn- og tónskólans og útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju.  Að athöfn lokinni verður opið hús í grunnskólanum þar sem verk nemenda verða til sýnis.
Allir velunnarar Djúpavogsskóla eru velkomnir.  HDH

Útskriftarferð

Elstu nemendur á Kríudeild fóru í útskriftarferðina, í gær, miðvikudag.  Með þeim í för voru Guðrún og Heiða, starfsmenn á Kríudeild.  Leiðin lá inn í Geitadal þar sem nemendur léku sér, fundu fjársjóði, sulluðu í vatni, sögðu álfa- og tröllasögur og margt fleira.  Eftir góða stund þar endaði ferðalagið í sjoppunni þar sem allir fengu ís.  Myndir eru hér.  HDH

24.05.2012

Opið hús í leikskólanum

Þriðjudaginn 15. maí var opið hús í leikskólanum.  Hefð er fyrir því að bjóða gestum og gangandi í heimsókn til að líta afrakstur vetrarstarfsins.  Margir kíktu í kaffi, aðallega foreldrar og nemendur, en einnig ömmur og afar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af þeim fjölbreyttu verkefnum sem börnin hafa unnið í vetur.  Myndir eru hér.  HDH

22.05.2012

Sveitaferð

Foreldrafélag Djúpavogsskóla stóð fyrir hinni árlegu sveitaferð leikskólans þann 11. maí.

Að þessu sinni var farið inn að Hvannabrekku og var sérstaklega vel tekið á móti börnunum og foreldrum þeirra.  Á bænum eru mörg dýr, kýr, kindur, kanínur, hænur, hundar og hestar og höfðu ungir sem aldnir mjög gaman af heimsókninni.  Dráttarvélarnar höfðu líka mikið aðdráttarafl og í lok ferðarinnar settust allir niður og fengu sér hressingu í boði foreldrafélagsins.

Við þökkum bændum á Hvannabrekku sérstaklega vel fyrir frábærar móttökur.  Myndir eru hér.  HDH

21.05.2012

Myndir af brandönd

Hér má sjá myndir af brandandarpari sem var við leik í gær á vatninu við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi. AS 

Opið hús í leikskólanum

Opið hús verður í leikskólanum, þriðjudaginn 15. maí frá 17:00 - 19:00.  Verk úr vetrarstarfi verða til sýnis.  Allir velkomnir.  Smellið hér til að sjá auglýsinguna stóra.  HDH

Sumarlokanir

Nokkrar umræður hafa verið milli foreldra og starfsfólks leikskólans varðandi sumarlokanir leikskólans.  Skólastjóri tók að sér að kanna hvernig þessu væri háttað í leikskólum á Austurlandi.  Í þeirri vinnu fengum við upplýsingar frá fleiri stöðum og einnig frá Reykjavíkurborg.
Þar kemur í ljós að Leikskólinn Bjarkatún er að loka í fjórar vikur að sumri, eins og nánast allir þeir leikskólar sem svöruðu fyrirspurnum.  Einhverjir leikskólar loka í fimm vikur, aðrir í tvær eða þrjár, en langflestir loka í fjórar vikur, seinnipart sumars.  Aðeins einn leikskóli í Reykjavík er opinn allt árið.

Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta skoðað upplýsingar um leikskóla í Reykjavík hér og leikskóla á Austurlandi og öðrum stöðum en Reykjavík, hér.  HDH