Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Páskafrí

Skv. skóladagatali Djúpavogsskóla, sem samþykkt var af foreldrafélagi, fræðslunefnd og sveitarstjórn hefst páskafrí í Djúpavogsskóla eftir kennslu föstudaginn 30. mars.

Grunnskólinn hefst að nýju 12. apríl, en foreldraviðtöl verða 11. apríl.  Fundarboð fara í póst til foreldra á morgun.
Leikskólinn hefst að nýju 11. apríl, foreldraviðtöl verða 11., 12., 16. og 17. apríl.  Fundarboð verða send í tölvupósti til foreldar, auk þess sem fundartíminn er auglýstur í forstofu leikskólans.
Tónskólinn hefst 12. apríl.

Starfsdagur hjá starfsfólki Djúpavogsskóla er 10. apríl.

Skóladagatalið má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.  Þar má finna allar upplýsingar um skipulag Djúpavogsskóla.  HDH

Á óskalista

Í flóknu starfi grunn- og leikskóla er oft gott að breyta til og bregða á leik. 

Í leikskólanum fara börnin oft í hlutverkaleiki og klæða sig í "búninga" sem eru til þar.  Alltaf vantar föt í þennan leik og auglýsum við hér með eftir gefins hlutverkafötum.  Þetta geta t.d. verið hattar, slæður, gamlir kjólar, jakkar, búningar o.fl. sem ekki eru lengur not fyrir heima.

Í grunnskólann vantar okkur Legó-kubba.  Gott er að breyta til, t.d. í viðveru og í yngstu bekkjum og eru Legó-kubbar mjög þroskandi leikföng, sem börnin hafa mjög gaman af því að vinna með.

Ef einhverjir eiga Legó-kubba (sem þeir vilja lána, eða gefa) eða hlutverkaföt / búninga má hafa samband við:  Halldóru, Berglind, Kristrúnu, Þórdísi eða Guðrúnu.  HDH

Gestavika

Jæja, þá er komið að seinni Gestaviku þessa skólaárs.  Hún verður í grunn-, leik- og tónskólanum alla næstu viku, þ.e. frá 5.-9. mars.  Allir íbúar eru sérstaklega boðnir velkomnir í heimsókn þessa daga.

Í leikskólanum er opið sem hér segir:
Krummadeild frá 9:00 - 11:00 og 13:30 - 16:00
Kríudeild frá 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Best er ef börnin í leikskólanum eru heimsótt þegar verið er að koma með þau, eða fara.  Það veldur minnsta raskinu hjá þeim.

HDH

Kökubasar

Kökubasar verður í Samkaup-strax á morgun föstudag, kl. 16:00.

Foreldrarfélag Djúpavogsskóla