Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Dagur leikskólans

Eins og fram kom á heimasíðunni fyrir nokkru var Dagur leikskólans í gær.  Af því tilefni fór starfsfólk leikskólans með sýnishorn af listaverkum nemenda upp í íþróttamiðstöð þar sem þau munu fá að hanga í nokkrar vikur.  Hvetjum við alla til að fara og skoða þessi fallegu verk.

Af sama tilefni afhenti Þórdís Sigurðardóttir, Andrési, oddvita, plakat, sem félag leikskólakennara lét útbúa í tilefni dagsins en árið 1950 bundust leikskólakennarar í samtök og er því félag leikskólakennara nú 62 ára.  Á Djúpavogi eru aðeins tveir starfsmenn Djúpavogshrepps sem eru í félagi leikskólakennara, en það eru þær Guðrún og Þórdís.  Nokkrar myndir af sýningunni eru hér.  HDH

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er á mánudaginn, þann 6. febrúar. Af því tilefni munu leikskólabörnin fara með sýnishorn af listaverkum sem þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur í íþróttamiðstöðina.  Þar verða verkin til sýnis í einhverjar vikur.  Við hvetjum alla til að gera sér ferð í íþróttahúsið til að skoða þessi fallegu verk.
Tilgangurinn með Degi leikskólans er að vekja athygli á því fjölbreytta og mikilvæga starfi sem fram fer í leikskólum landsins.  HDH

Foreldrafundur á Krummadeild

Opinn foreldrafundur var haldinn í leikskólanum þann 24. janúar sl.  Var hann haldinn á Krummadeild þar sem dvelja 16 börn.  Aðeins 3 foreldrar mættu, auk starfsfólksins þannig að 81% barnanna á deildinni hafði ekki sinn fulltrúa á fundinum.  Þrátt fyrir fámennið voru umræður góðar.  Þórdís, deildarstjóri, fór yfir starfið á deildinni, ræddi um daglegt skipulag, hópastarf og það sem framundan er.  Ræddum við breytingar á skóladagatali og nýjar reglur sem settar voru um sumarið o.m.fl.  HDH

03.02.2012