Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Jólaballið í leikskólanum

Leikskólabörnin héldu lítið jólaball í leikskólanum þann 18. desember sl. þar sem þau dönsuðu í kringum jólatréð og fengu svo skemmtilegan gest til sín en það var hann Gluggagæir sem kom og vakti mikla lukku.  Hann dansaði með þeim í kringum jólatréð og síðan gaf hann öllum börnunum jólagjöf sem þau fóru með heim. 

Dansað í kringum jólatréð

Einhver að príla yfir grindverkið á pallinum

Það er jólasveinninn....

Gaf öllum svo pakka og spjallaði við börnin

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Jólatréð skreytt

Á hverju ári fá elstu nemendur leikskólans að skreyta jólatréð fyrir jólaball leikskólans. Skemmtu þau sér vel við verkið og skiluðu líka þessu fína jólatréi eins og sést á þessum myndum.

Verið að hengja kúlur og skraut á tréð

Svona lítur tréð út og þau stilltu sér upp að verki loknu

Á morgun verður svo dansað og sungið í kringum jólatréð.  

ÞS

Upprennandi söngstjörnur

Fyrir nokkru gaf kvenfélagið segulkubba í leikskólann.  Stelpurnar á Krummadeild voru ekki lengi að finna út úr því hvernig sniðugast væri að leika með kubbanna. Eins og sjá má hér vita þær alveg hvað á að gera við svona

Innlifunin leynir sér ekki

Síðan voru einsöngstónleikar

Fleiri myndir af börnunum á Krummadeild eru hér

ÞS

Brunavarnir í heimsókn

Í vikunni komu Brunavarnir Austurlands í heimsókn á Kríudeild.  Tilgangur heimsóknarinnar er fræða börnin um eldvarnir og að kynna fyrir leikskólabörnunum slökkviliðsmanninn og þá sérstaklega reykköfunarmanninum sem getur verið ansi ógnvekjandi fyrir litla krakka.  Hann er með mikinn útbúnað á sér auk þess sem það heyrast skringileg hljóð í honum.  Sum börnin voru nokkuð smeyk í fyrstu en svo lagaðist það og fengu þau hugrökkustu að prófa hjálm slökkviliðsmannsins. 

Skoða hjálminn

 

Talað við reykköfunarmennina

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Jólaíþróttasprelldagur í íþróttamiðstöðinni

Laugardaginn 7. desember verður jólaíþróttasprelldagur fyrir leikskólabörn í Íþróttamiðstöð Djúpavogs frá kl. 11:00 - 12:30.

Hlökkum til að sjá sem flesta;

Foreldrafélag Djúpavogsskóla

Piparkökubakstur og boð

Í dag var piparkökuboð leikskólabarna þar sem þau buðu foreldrum sínum að koma og smakka á piparkökunum sem þau höfðu bakað og skreytt í vikunni.  Flest allir foreldrar komu við og fengu að bragða á góðgætinu en einhverjir áttu þo ekki heimangengt en fengu þá kökurnar sendar heim með barninu í lok dagsins. 

Það er vandasamt að raða formunum á degið

Það þarf að vanda til verksins svo deigið verði slétt og fellt

Síðan er að skreyta þær

Mamma kom í heimsókn og fékk kaffi og piparkökur

Miklu fleiri myndir eru hér

ÞS

Starfsmann vantar í leikskólann

Í Leikskólann Bjarkatún vantar starfsmann frá 1. janúar 2013 í 50% starf.  Vinnutími frá 8:00 – 12:00.

Viðkomandi þarf einnig að geta leyst af matráð í morgunmat og hádegismat, þegar matráður er fjarverandi.   Tímabilið sem um ræðir er 1. janúar – 1. júní 2013.

Umsóknarfrestur er til 15:00 þann 14. desember 2012.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma:  478-8832, 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is

Jólaföndur foreldrafélagsins

Mikið var um dýrðir í grunnskólanum sl. fimmtudag.  Foreldrafélagið stóð fyrir árlegu jólaföndri auk þess sem nemendur 6.-8. bekkjar buðu uppá dýrindis kræsingar á kaffihúsinu. 
Mjög margir lögðu leið sína í skólann.  Mikið var föndrað, spjallað, hlegið og borðað.

Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.  Myndir eru hér
HDH og foreldrafélagið. 

Bókagjöf

Þann 16. nóvember sl. á degi íslenskrar tungu kom Kristrún færandi hendi með bækur frá bókasöfnum á Austurlandi og gaf öllum börnum fæddum 2008 en í þeim árgangi eru 9 börn.  Þetta verkefni var styrkt af Alcoa en bókin sem börnin fengu heitir Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson.

Börnin bíða spennt eftir að sjá hvað er í pokanum.

Strax byrjað að skoða bækurnar

ÞS

28.11.2012

Í gestaviku

Þessi vika sem nú er að líða er svokölluð gestavika en þá gefst fólki kostur á að koma í heimsókn í leikskólann og fylgjast með starfinu.  Afar, ömmur, frænkur, frændur, mömmur og pabbar hafa kíkt til okkar og tekið þátt í starfinu með sínu barni.  Á Kríudeild komu 29 gestir og á Krummadeild komu 24 gestir sem dreifðust nokkuð jafnt og þétt yfir vikuna.  Það er von okkar á leikskólanum að gestirnir hafi fengið smá innsýn inn í starf leikskólabarnsins en það er alltaf gaman að geta kynnt fyrir fólki þá mikilvægu vinnu sem unnin er hér í leikskólanum. 

Móðir og sonur saman í einingakubbum

Faðir og dóttir saman í einingakubbum

Móðir og sonur (sem er hér í horninu og sést lítið í) í holukubbum

 

ÞS

Glaðar og góðar !!

Enn voru kvenfélagskonur að gefa Djúpavogsskóla góðar gjafir.
Fyrir nokkru gáfu þær Íþróttamiðstöðinni / grunnskólanum sundblöðkur að andvirði 100.000.- Koma þær sér mjög vel í sundkennslu grunnskólabarnanna.
Í morgun fengum við síðan pakka í leikskólann, þroskaleikföng með seglum að andvirði 60.000.-  Þeir Fabian, Marjón, Gergö og Sævar Atli tóku við gjöfinni f.h. barnanna og kvenfélagskonurnar Ingibjörg og Bergþóra, sem starfa í leikskólanum afhentu þeim gjöfina formlega.

Enn og aftur vil ég þakka öllum þessum frábæru kvenfélagskonum fyrir velvilja í garð Djúpavogsskóla og barnanna á Djúpavogi.  Þær lengi lifi !!!   HDH

Foreldrahandbók og starfsáætlun

Nú er handbók vegna skólaársins 2012-2013 loksins tilbúin.  Handbókin gegnir einnig hlutverki starfsáætlunar leikskólans.  Hana má finna á síðunni hér til vinstri, undir "Skýrslur og áætlanir, 2012 - 2013".  HDH

22.11.2012

Gestavika í Djúpavogsskóla

Næsta vika, 19. - 23. nóvember er GESTAVIKA í Djúpavogsskóla.  Þá eru allir íbúar sérstaklega velkomnir í skólann.  Hægt er að heimsækja grunn- og tónskólann á þeim tímum sem skólarnir eru opnir en heimsóknartími í leikskólann er sem hér segir:
Krummadeild 9:00 - 11:30 og 14:00 - 16:00
Kríudeild 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Ýmis verkefni verða til sýnis í grunn- og leikskólanum sem gaman er að skoða.

Starfsfólk og nemendur Djúpavogsskóla

Dagur íslenskrar tungu

Nemendur á Kríudeild hafa verið að vinna verkefni sem tengjast Degi íslenskrar tungu.  Þeir unnu með þrjár gátuvísur eftir Jónas Hallgrímsson þar sem lausnirnar voru:  regnbogi, snjór og sandur.  Unnu þau mjög skemmtileg verkefni sem sjá má hér.  Einnig skal vakin athygli á því að myndirnar, ásamt fleiri verkefnum, verða til sýnis í gestavikunni, í næstu viku.  HDH

15.11.2012

Afleysingar í Bjarkatúni

Starfsmann vantar í afleysingar í Bjarkatúni, 22., 23., 26. og 27. nóvember.
Vinnutími frá 8:00 - 14:00
Umsóknarfrestur er til 16:00 þann 20. nóvember.  Áhugasamir hafi samband við Halldóru í síma:  478-8832, 899-6913 eða á netfangið:  skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri Djúpavogsskóla

Hjálmar og öryggisvesti á leikskóla Djúpavogs

Gréta Jónsdóttir, umboðsmaður Sjóvár á Djúpavogi, færði nýlega leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi um 30 öryggisvesti og tvo öryggishjálma vegna notkunar á tveimur hlaupahjólum í eigu leikskólans.

Frá vinstri eru þau Brynja og Óðinn komin með nýju hjálmana á höfuðið. Stepanie Tara klæddi sig í öryggisvesti, en þau lýsa vel í myrkri og geta því komið sér afar vel í vetur. Á leikskólanum á Djúpavogi setja börnin öryggið á oddinn!

ÓB

 

 

 

Fyrsti vetrardagur og bangsadagur

Þann 27 október var fyrsti vetrardagur og alþjóðlegi bangsadagurinn.  Leikskólabörnin héldu upp á það á föstudegunum fyrir og fengu að hafa með sér einn bangsa að heiman.  Í tilefni komu vetrarins var svo haldið diskótek þar sem börnin dönsuðu bæði hópdansa og síðan frjálst eins og þau gátu.  Eftir hádegismat fengu svo allir íspinna til að minna okkur á veturinn.  Við í leikskólanum höfum fagnað vetrinum í þó nokkuð mörg ár með mismunandi hætti og hefur það alltaf vakið mikla lukku meðal barnanna sem skilja stundum ekki af hverju það kemur ekki snjór víst nú sé kominn vetur.  En snjórinn kom nú fljótlega því í dag fögnuðu krakkarnir snjónum enda alhvít jörð þegar börnin vöknuðu í morgunsárið.  Það voru margir foreldrar sem töluðu um það að sjaldan hefðu börnin verið svona snögg á fætur eins og í morgun.  

 

Alþjóðlegi bangsadagurinn er hins vegar nýr á nálinni hjá okkur hér í leikskólanum en hann er þann 27. október ár hvert og fjölmargir leik- og grunnskólar eru farnir að taka upp þennan dag með því að bjóða börnum skólans að koma með sinn bangsa að heiman.  

Með bangsa í leikskólann

Diskótek til að fagna vetrinum og með bangsa

Ís í eftirrétt er algjört lostæti 

 

Fleiri myndir hér

ÞS

Ársskýrsla 2011-2012

Ársskýrsla leikskólans, vegna skólaársins 2011-2012 var samþykkt á fundi fræðslunefndar í gær, þann 17. október.  Hana má finna á síðunni hér til vinstri undir "Skýrslur og áætlanir, 2011 - 2012."  HDH

18.10.2012

Myndasafnið okkar

Búið er að setja inn myndir fyrir septembermánuð og má sjá bæði myndir frá Kríudeild og Krummadeild auk þess sem myndir eru úr afmælum barna sem fædd eru í ágúst og september.  

Á Kríudeild

Á Krummadeild

ÞS

17.10.2012

Laufblaðaleiðangur

Börnin á Kríudeild fóru í laufblaðaleiðangur þar sem þau leituðu að allskonar laufblöðum í öllum litum haustsins.  Gengið var frá leikskólanum og endaði hópurinn hjá Hvammi þar sem mikið af fallegum rauðum laufblöðum voru á trjánum en einnig skemmtileg brekka og klettar sem gaman var að leika sér í.  Laufblöðin voru síðan pressuð og þurrkuð og til stendur að nota þau í sérstakt verkefni sem börnin munu gera í listakrók.  

Haldið af stað í halarófu.  

Leitað af laufblöðum

Leikið í klettunum

Fleiri myndir má finna hér

ÞS

Dýr í heimsókn

Nú í september hafa leikskólabörnin fengið tvö dýr í heimsókn.  Fyrst kom hann Magnús með  litla mús í krukku og vakti hún mikla lukku meðal barnanna en svo fengum við hana Rönd í heimsókn en hún er naggrís sem eitt barnið í leikskólanum var að fá sem gæludýr.  Hún sagði okkur að hún væri búin að fá gæludýr sem héti Rönd og væri svona næstum því hrekkjusvín.  Kom svo í ljós að gæludýrið var naggrís.   Vakti Rönd líka mikla lukku.    

Lítil mús í heimsókn

Hún Rönd í heimsókn

Krummadeild að skoða Rönd

Fleiri myndir hér

Íþróttaálfurinn í heimsókn

Foreldrafélag Djúpavogs bauð leikskólabörnum og nemendum 1.-3. bekkjar uppá skemmtilega heimsókn í gær.  Íþróttaálfurinn sjálfur kom í íþróttahúsið og sprellaði og skemmti börnunum í góða stund.  Hann fékk alla krakkana til að hreyfa sig, hoppa og skoppa og gera alls konar æfingar.  Þau fóru í fjársjóðsleit eins og sjóræningjar, teygðu sig og toguðu, fóru í splitt, spörkuðu í ímyndaða bolta og margt fleira.


Það var greinilegt að flest börnin þekkja íþróttaálfinn og félaga hans í Latabæ vel og kunnu þau margar hreyfingar og takta sem íþróttaálfurinn er þekktur fyrir.  Einhverjir söknuðu Sollu stirðu og er aldrei að vita nema hægt verði að fá hana í heimsókn síðar meir.

Leikskólabörnin og nemendur 1.-3. bekkjar þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir frábæra skemmtun.  Myndir frá heimsókninni eru hér.  HDH

Haustgangan

Haustganga Djúpavogsskóla var farin þriðjudaginn 25. september í einmuna blíðu.

Yngstu nemendur gengu sem leið lá upp Klifið og inn að Olnboga. Þar settist hópurinn niður og borðað nesti og lék sér aðeins í klettunum. Frá Olnboga var gengið yfir að Hermannastekkum og inn í Hálsaskóg. Þar léku nemendur sé í frjálsum leik eða hvíldu sig í blíðunni. Hópurinn gekk svo alla leið heim aftur. Ferðin gekk vel enda frábært veður og góð stemming í hópnum.

 Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru saman í hóp. Ferðinni var heitið í Æðarsteinsvita. Á leiðinni var komið við íbátasmiðjunni Rán og var Villi á staðnum og leyfði hann nemendum að skoða bátinn þeirra og prófa að klifra upp í hann. Nesti var tekið við Bræðsluna í skjóli og svo var farið í fjörugöngu að Æðarsteinsvita. Sumir brögðuðu á skarfakáli en aðrir skoðuðu hella við sjávarminnið. Eftir klifur í vitann fór hópurinn í skemmtilegan flækjuleik og þaðan í gamla fjárrétt rétt hjá vitanum. Endastöðin var æfingahúsnæði Tónleikafélags Djúpavogs og snertu nokkrir nemendur lítillega á hljóðfærum.

Unglingarnir gengu sem leið lá suður eftir flugbrautinni og síðan yfir í Kiðhólma.  Margt var skoðað og rætt á leiðinni og þegar farið var tilbaka var gengið inn með ströndinni og síðan upp með Borgargarðsvatni.

Í öllum ferðalögum á vegum skólans er fjallað um örnefni og sögu eins og kennarar hafa vitneskju til.  

Haustgangan í ár var í alla staði mjög skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.   HDH (og starfsfólk)

Skólamjólkurdagurinn

Skólamjólkurdagurinn var þann 27. september sl.  Að því tilefni fengu krakkarnir á leikskólanum mjólk með hádegismatnum en vanalega fá þau vatn með matnum.  

Skálað í mjólk

 

Fleiri myndir af skólamjólkurdeginum eru hér

ÞS

Tilvonandi grunnskólakrakkar

Í þessari viku fóru 4 elstu nemendur leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla til að kynna sér starfið þar og líka til að hitta gömlu vinina sína sem nú eru byrjaðir í 1. bekk.  

 

Árgangur 2007

 

ÞS

Myndir frá leikskólastarfi í 30 ár

Búið er að setja inn myndir frá 30 ára leikskólastarfi á Djúpavogi.  Því miður fundust engar myndir frá fyrstu árum leikskólans en þó voru til nokkrar frá leikskólastarfinu í grunnskólanum seinni árin sem leikskólinn var þar.  

 

Myndirnar má finna hér

 

ÞS

Foreldrakynning

Árleg foreldrakynning, fyrir foreldra Djúpavogsskóla, verður haldin í grunnskólanum, miðvikudaginn 26. september klukkan 17:00.  Vinsamlegast athugið að kynningin er sameiginleg fyrir grunn-, leik- og tónskólann.  Á kynningunni verður farið yfir komandi skólaár og ýmislegt fleira.

Að kynningunni lokinni verður aðalfundur foreldrafélags Djúpavogsskóla.  Af núverandi stjórn ætlar eitt foreldri að gefa kost á sér aftur, búið er að kjósa fulltrúa starfsfólks grunnskólans, þannig að enn vantar þrjá í stjórn.

Vonast til að sjá ykkur sem flest. 
Skólastjóri