Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Dagatal í nóvember

Dagatal nóvembermánaðar er komið á vefinn.  HDH

28.10.2011

Samstarf leik- og grunnskóla

Samstarf milli leik- og grunnskólans hefur alltaf verið gott.  Elstu nemendur leikskólans komu í fyrstu heimsóknina í grunnskólann fyrir nokkru.  Nemendur 1. og 2. bekkjar gengu um skólann og fræddu þau um starfsemina sem fer fram í grunnskólanum.  M.a. lentu börnin inn í tónmenntatíma hjá 3. og 4. bekk og tóku þau lagið þar með Andreu og börnunum.  Síðan lá leiðin á bókasafnið þar sem margt var að skoða. 
Fljótlega mun 1. bekkur heimsækja gamla leikskólann sinn og rifja upp góðar minningar þar.  Myndir frá heimsókninni eru hér.  HDH

Vetri fagnað

Nemendur og starfsfólk leikskólans fögnuðu vetri þann 21. október sl., en fyrsti vetrardagur var laugardaginn 22. október.  Hefð er fyrir því að halda uppá komu vetrarins með ýmsum hætti.  Ákveðið var að hafa þenna dag búningadag og mættu allir skemmtilegum búningum.  Starfsfólkið lét sitt ekki eftir liggja og blés til samkeppni um fallegasta búninginn.  Að öðrum ólöstuðum áttu Guðrún og Þórdís skemmtilegustu hugmyndina, en Guðrún var prinsessa sumarsins og Þórdís vetur konungur.  Léku þær leikrit fyrir börnin þar sem sumarið kvaddi og veturinn heilsaði.  Þannig fór svo að Þórdís sigraði keppnina um flottasta búninginn.  Börnin fengu síðan vetrarís í tilefni dagsins.  Myndir eru hér.  HDH

Starf í Kríudeild

Starfið í Kríudeild í september og október hefur verið með ýmsu móti.  Börnin eru nú komin fasta "rútínu" yfir daginn.  Þau hafa mörg verkefni sem þarf að sinna.  Á myndunum sem finna má hér má sjá börnin að störfum, halda uppá afmæli, halda bleikan dag hátíðlegan og margt fleira.  HDH

25.10.2011

Starf í Krummadeild

Í októbermánuði hófst vetrarstarfið formlega í leikskólanum.  Börnin fara i gegnum ákveðna dagskrá yfir daginn þar sem unnið er með alla þætti leikskólastarfsins.  Á Krummadeild hafa þau farið í könnunarleik, unnið með gróf- og fínhreyfingar, sungið o.m.fl.  Haldið var uppá eitt afmæli.  Myndir eru hér.  HDH

24.10.2011

Vetri fagnað / búningadagur

Kæru foreldrar
Við minnum á að á föstudaginn verður vetri fagnað í leikskólanum.  Þá hvetjum við alla til að mæta í búningi.  Ætlum að hafa diskótek og gera margt skemmtilegt í tilefni dagsins.  HDH

19.10.2011

September í leikskólanum

Ýmislegt hefur á daga okkar drifið í leikskólanum nú í september.  Börnin byrjuðu í vetrarstarfinu, héldu uppá afmælin sín, höfðu bangsadag, borðuðu nesti úti í góða veðrinu og fengu umferðafræðslu (Kríudeild) í heila viku.  Þá var "Bangsadagur" þar sem börnin máttu koma með eitt tuskudýr að heiman.  Vakti það mikla lukku. 
Búið er að taka margar myndir en þær hafa ekki ratað á heimasíðuna fyrr en nú.  Hér fyrir neðan getið þið skoðað það sem búið er að setja inn og verða fleiri myndir vonandi settar inn næstu daga.  HDH

Í starfi

Afmæli í september

Bangsadagur

 

18.10.2011

Bleikur dagur á föstudaginn

Föstudagurinn 7. október er bleikur dagur í grunnskólanum og leikskólanum.  Þann dag hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt í skólana.
Í októbermánuði vill Krabbameinsfélag Íslands vekja athygli á brjóstakrabbameini og mikilvægi þess að konur fari reglulega í skoðun.  Viljum við með bleika deginum sína hug okkar í verki.  Við hvetjum aðra íbúa í sveitarfélaginu til að gera slíkt hið sama.  HDH