Leikskóli
Bangsadagur
Á föstudaginn er bangsadagur í leikskólanum. Hvert barn má taka með sér 1 bangsa. HDH
Grunn- og leikskóli lokaðir á föstudaginn
Foreldrar / forráðamenn vinsamlegast athugið
Vegna haustsþings leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra starfsmanna í grunnskólanum föstudaginn 16. september verða leikskólinn og grunnskólinn lokaðir þennan dag.
Skólastjóri
Ferð í berjamó
Nemendur Kríudeildar, fóru ásamt starfsfólki í berjamó, sl. miðvikudag. Lögðu þau land undir litla fætur og gengu yfir í Loftskjólin. Þar fundu þau krækiber og borðuðu á sig gat, eins og sjá má á myndunum hér. Þegar þau komu heim, með misfulla poka af berjum, lögðu þau í púkk og buðu nemendum Krummadeildar og öllu starfsfólkinu uppá berjaskyr. HDH
Völundarsmíð
Eins og foreldrar grunn- og leikskólabarna hafa tekið eftir er búið að festa upp skilti við grunn- og leikskólann sem á stendur: Vinsamlegast drepið á bílnum. Skiltin voru smíðuð af þeim Axel, André og Adam og var vinnan unnin í tengslum við Grænfánann. Í morgun komu þeir Bjarni Tristan og Guðjón Rafn, ásamt smíðakennara, í heimsókn á leikskólann til að festa skiltið upp. Gekk það mjög vel, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Viljum við því hvetja alla foreldra og aðra sem stöðva bíla sína framan við grunn- og leikskólann að drepa á þeim!!! HDH
Dagatal og matseðill í september
Dagatal september er komið inn, ásamt matseðli mánaðarins.
HDH