Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Gjafir

Í júní komu tvö leikskólabörn færandi hendi og gáfu leikskólanum veglegar gjafir en þetta var þeirra síðasti vetur í leikskólanum. 

 

Fyrst kom Henrý Daði og færði leikskólanum háfa að gjöf.  Leikskólinn þakkar Henrý Daða kærlega fyrir háfana sem börnin geta ýmist notað til að veiða fiðrildi og flugur eða hornsíli. 

Síðan gaf Hekla leikskólanum Kanínu handbrúðu.  Leikskólinn þakkar Heklu líka kærlega fyrir brúðuna sem gaman verður að leika sér með, bæði með því að setja upp leiksýningu með brúðunni eða nota hana í leiknum. 

26.07.2011

Leikhópurinn Lotta á Djúpavogi

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö í Hálsaskógi á Djúpavogi föstudaginn 15. júlí klukkan 18. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi.

Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö gerði Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fyrsta leikritið sem hún skrifar en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið en auk Önnu koma þar að verki Rósa Ásgeirsdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Baldur, Helga og Snæbjörn Ragnarsbörn.

Alls leika fimm leikarar í sýningunni auk tónlistarmanns sem er inni á sviðinu allan tímann. Þessir fimm leikarar skipta á milli sín öllum 12 hlutverkunum og stundum þurfa meðal annars að vera 7 dvergar inni á sviðinu í einu. Sjón er sögu ríkari. Herlegheitunum er síðan leikstýrt af dúettinum Oddi Bjarna Þorkelssyni og Margréti Sverrisdóttur, en þau eru einmitt nýir umsjónarmenn Stundarinnar okkar.

Miðaverð á sýninguna er einungis 1.500 krónur og ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur er alveg nóg að mæta bara á staðinn. Sýningin er um klukkustund að lengd, gott er að klæða sig eftir veðri þar sem sýnt er utandyra og um að gera að taka með sér teppi til að sitja á. Þá mælir Lotta með því að foreldrar taki myndavélina með þar sem áhorfendur fá að hitta persónurnar úr leikritinu eftir sýningu.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.leikhopurinnlotta.is og í síma 770-0403.

ÓB

 

 

 

Gæsluvöllur á leikskólanum

Gæsluvöllur fyrir börn á leikskólaaldri verður opinn á lóð leikskólans frá 18. júlí-16. ágúst.

Opið verður frá kl. 13:00 - 17:00 virka daga.  

Gjald er 200 kr. pr. klst og verður innheimt með greiðsluseðli að tímabilinu loknu.

Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri

Matseðill í júlí og ágúst

Matseðill júlí og ágústmánaðar má finna hér á heimasíðu leikskólans undir matseðill. 

01.07.2011

Leikskólinn auglýsir

LEIKSKÓLINN / Leikskólakennari

 Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara frá og með 16. ágúst 2011.  Auglýst er 75 % stöðu inn á deild leikskólans. 

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832/860-7277 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknarfrestir er t.o.m. 14. Júlí 2011.  Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.