Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skógardagur leikskólans

Skógardagur leikskólans verður haldinn 10. árið í röð nú á laugardaginn 25. júní kl. 14:00 í Hálsaskógi.  Við munum að venju mála steina og raða þeim síðan við upphaf göngustígsins síðan verður gengið saman um skóginn og listaverk barnanna þetta árið skoðuð.  Síðan geta  þeir sem vilja sest niður í Aðalheiðarlundi og þeir sem vilja geta borðað nestið sitt.  Njótum dagsins og samverunnar.

 

Listaverkin fá síðan að hanga í skóginum fram eftir sumri.

 

ÞS

Litadagur í leikskólanum

Í tilefni 17. júní og hverfakeppninnar sem er að byrja þá mættu börnin í sínum hverfislit í leikskólann.  Voru því börn og starfsfólk í gulum, rauðum, bláum og appelsínugulum fötum sem mættu í leikskólann í dag.  En hvaða hverfi ætli eigi flest leikskólabörnin. 

Úr Appelsínugula hverfinu mættu 10 börn en enginn starfsmaður í leikskólanum er úr þessu hverfi.  En ef öll börnin hefðu mætt þá væru 11 börn talsins úr þessu hverfi.

Úr bláa hverfinu mættu 6 börn og 2 starfsmenn.  En það eru öll leikskólabörn hverfisins. 

Úr gula hverfinu mættu 10 börn og 3 starfsmenn leikskólans.  (Rétt eftir að þessi mynd var tekin mætti 10unda barnið og því eru þau 9 á myndinni).  Ef öll börnin hefðu mætt væru þau 13 talsins og því er gula hverfið með flest börn á leikskólaaldri. 

Úr rauða hverfinu mættu 6 börn og 2 starfsmenn.  Hér mættu öll börnin í hverfinu í leikskólann. 

ÞS

Gjöf frá foreldrafélögunum

Foreldrafélögin á leik- og grunnskólanum gáfu skólunum sínum góða gjöf.  Um er að ræða lestrarkennslu- og málörvunarverkefni sem heitir Sögugrunnur.  Verkefnið á eftir að nýtast mjög vel í báðum skólunum bæði til að kenna lestur og hugtök í eldri árgöngum leikskólans og yngstu árgöngum grunnskólans, en einnig til að auka orðaforða nýbúa.  Starfsfólk skólanna þakkar foreldrafélögunum kærlega fyrir.  HDH