Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Grunnskóla Djúpavogs og útskrift elstu nemenda úr leikskólanum Bjarkatúni fer fram í Djúpavogskirkju, laugardaginn 28. maí, klukkan 11:00.  Allir velkomnir.
Að athöfn lokinni býður foreldrafélag grunnskólans upp á pylsur, við skólann og sýning verður á vinnu nemenda.
Skólastjóri

Sveitaferð leikskólabarna

Nemendur leikskólans fóru í sveitaferð inn á Fossárdal í síðastliðinni viku.  Frekar kalt var í veðri þennan dag þó að ekki hafi rignt eins og gerði út á Djúpavogi þennan dag.  Ekki var það látið stoppa sig og klæddum við okkur bara eftir veðri.  Foreldrafélag leikskólans sér um þessa ferð og sjá foreldrar um að sameinast um bíla og keyra börnin í sveitina.  Lagt var af stað frá leikskólanum um kl. 12:30.  Þegar komið var inn í Fossárdal var byrjað á því að kíkja inn í fjárhúsin enda sauðburður í fullum gangi.  Engin var að bera þegar við komum en nokkrar nýlega búnar og fengu börnin að sjá litlu lömbin og prófuðu sum hver að halda á lambi þó voru sumir sem vildu það ekki.  Síðan var farið inn í hlöðuna þar sem allir fengu nesti sem foreldrar höfðu komið með.  Á meðan á því stóð vildi svo vel til að ein kindin fór að bera og fengu þau börn sem höfðu áhuga á að sjá hvernig lamb fæddist.   Það var mikil upplifun hjá börnunum þó svo að sum börnin hafi nú ekki verið neitt svakalega hrifin af því.  Við þökkum bændunum á Fossárdal kærlega fyrir að taka á móti okkur. 


Að skoða kindurnar

Allt í röð og reglu í fjárhúsinu hjá kindunum

Þessi fengu að klappa svörtu lambi hjá Hafdísi

Borðuðum nesti í hlöðunni

Sáum eina kind vera að bera

Fleiri og ennfleiri myndir úr sveitaferðinni eru hér

ÞS

Opið hús í Bjarkatúni

Opið hús verður í Bjarkatúni á morgun, miðvikudag 18. maí milli kl. 17:00-19:00.  Til sýnis verða verkefni úr vetrarstarfi Bjarkatúns. Í vetur hafa börnin unnið mörg fjölbreytt verkefni sem bæði eru tengd þemastarfi og líka skapað ný verkefni úr fjölbreyttum efnivið. 

Allir velkomnir

Starfsmannafundur

Starfsmannafundur verður í leikskólanum þann 13. maí nk.  Leikskólinn lokar kl. 13:00 þennan dag. 

ÞS

10.05.2011

Leiksýningin Prumpuhóllinn

Foreldrafélag leikskólans og Foreldrafélag grunnskólans tóku sig saman og buðu nemendum leikskólans og nemendum 1-6 bekkjar á leikritið Prumpuhóllinn eftir Þorvald Þorseinsson.  Sýningin var í höndum Möguleikhússins sem mætti í leikskólann Bjarkatún þann 3. Maí sl.

Leikritið fjallar um hana Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit.  Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!

Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan..maður lifandi!

 

Það var ekki á öðru að sjá en nemendur skemmtu sér mjög vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Fleiri myndir má sjá á myndasvæði leikskólans, hér

 

ÞS