Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Blátt áfram námskeið

Kvenfélagið Vaka býður starfsfólki leikskólans á námskeið frá Blátt áfram og verður það haldið þann 28. mars nk.  Námskeiðið mun byrja kl. 14:00 og verður leikskólanum lokað þá.  Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín (sem eru með vistun eftir þennan tíma fyrir kl. 14:00. 

Blátt áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.  Á þessum síðum getur þú lært hvernig Blátt áfram kom til árið 2004.

Hægt er að nálgast upplýsingar um Blátt áfram á heimasíðu þeirra  www.blattafram.is

 

Starfsdagur verður í leikskólanum 8. apríl og þann dag er leikskólinn lokaður.  Foreldraviðtöl hefjast í vikunni á eftir. 

 

ÞS

15.03.2011

Öskudagur í leikskólanum

Leikskólinn hélt upp á öskudaginn með árlegu öskudagssprelli sínu.  Börn og starfsfólk mættu í grímubúningum, furðufötum eða náttfötum.  Elstu nemendur leikskólans sjá um að mála og skreyta tunnuna og síðan var mikil umræða um það hjá krökkunum um hvað færi í tunnuna og hvaða kött þau myndu slá úr tunnunni.  Það mátti nefnilega ekki setja hann Brand í tunnuna en allt í lagi ef það væri bara einhver villiköttur.  Við byrjuðum svo Öskudagssprellið rétt eftir 9 eða þegar öll börnin voru mætt í húsið.  Byrjða var á því að slá köttinn úr tunnunni.  Allir fengu að slá í tunnuna og að lokum hrundi gottið úr henni.  Í tunnuna fór svo Weetos, Cherios og rúsínur í poka og voru krakkarnir mjög hissa þegar þau sáu það detta úr tunnunni og spurðu strax hvar kötturinn væri.  Þau gæddu sér á því og síðan var dansað og tjúttað.  Þar sem öskudagssprellið okkar var búið þegar sýning keppnisdaganna hófst var ákveðið mjög skyndilega að fara með elstu nemendurna upp í skóla til að þeir fengju smá innsýn inn í það sem koma skal hjá þeim þegar þau byrja í fyrsta bekk.  Fannst þeim mjög gaman að sjá það.  Eftir sýninguna var haldið aftur upp í leikskóla þar sem þau fengu hádegismat og síðan var horft á DVD myndina Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. 

Íþróttaálfarnir á Krummadeild


Prinsessurnar á Kríudeild


Slá köttinn úr tunnunni


Og svo gaf tunnan sig og fullt af "einhverju" kom úr henni


Systkinin stilltu sér upp í myndatöku en teknar voru myndir af systkinapörum og systkinatríóum

 

Miklu fleiri myndir hér

ÞS

Myndir í janúar

Búið er að setja inn myndir fyrir janúarmánuð.  Má bæði sjá börn á Kríudeild og Krummadeild í leik sem og frá Þorrablóti leikskólans.  Má sjá myndir úr starfi á Kríudeild þar sem þau fóru í málörvun, listakrók og holukubba en líka þegar þau gerðu sér þrettándagrímur. 

ÞS

10.03.2011

Matseðill mars

Búið er að setja inn matseðil fyrir mars mánuð og leiðrétta daginn í dag en börnin fá auðvitað fiskibollur í hádeginu á Bolludaginn :)

ÞS

07.03.2011