Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Jólakveðja

                                   Gleðileg Jól

Starfsfólk Bjarkatúns óskar öllum íbúum Djúpavogshrepps nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

ÞS

23.12.2010

Jólaball leikskólans

Í dag héldu leikskólabörnin upp á sitt jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréð og síðan kom Jólasveinn í heimsókn til okkar færandi hendi með gjafir handa öllum leikskólabörnunum. Það var nú ekki auðvelt fyrir jólasveinin að komast í leikskólann enda mjög hvasst á Djúpavogi en á leið sinni í leikskólann missti hann húfuna sína sem fauk út í veður og vind.  Börnin höfðu nú töluverðar áhyggjur af því og vildu endilega fara út að leita að húfunni en með hjálp starfsfólks leikskólans fannst húfan og varð mikil gleði bæði hjá sveininum sem börnunum við það.  Jólasveinninn Gluggagæir tók svo nokkra hringi í kringum jólatréð með börnunum og sungu allir hátt og snjallt hin ýmsu jólalög.  Áður en Gluggagæir fór gaf hann öllum jólapakka sem foreldrafélag leikskólans sá um að útvega.  Börnin þökkuðu fyrir sig og kvöddu jólasveinin með þeim ráðleggingum að hann skyldi nú passa húfuna sína vel í rokinu. Eftir jólaballið var farið inn á deildirnar og leikið sér fram að hádegismatnum en alltaf þennan dag fá börnin jólamáltíð með hangikjöti og uppstúf auk þess sem þau fá jólaís í eftirmat. 


Dansað í kringum jólatréð


Hver er þarna úti í myrkrinu?


Jólasveinninn og hann missti húfuna sína út í rokið þegar hann kom inn...


Hann varð því að fara aftur út að leita að húfunni sinni....


..og eftir mikla leit fann jólasveinninn ekki húfuna sína...


Jólasveinninn kom þá bara inn og heilsaði upp á börnin húfulaus


en síðan fannst húfan og þá var sko hægt að dansa í kringum jólatréð


Eftir nokkra hringi í kringum tréð settist jólasveinninn niður og gaf krökkunum öllum jólapakka


Síðan kvaddi jólasveinninn og lofaði að passa húfuna sína vel


Börnin horfðu á eftir jólasveininum, smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af jólaballinu

Bókasafnið á aðventunni

Í vetur hafa börnin á Kríudeild farið á bókasafnið einu sinni í mánuði en heimsóknin í desember var þó aðeins frábrugðin venjulegri bókasafnsferð þar sem jólabækurnar voru skoðaðar.  Einnig fengu eldri börnin á Krummadeild að kíkja á bókasafnið.  Á bókasafninu skoðuð börnin nýjar og gamlar bækur, kíktu í jólabækur og síðan var lesið upp úr jólabók, Kristrún bókavörður gaf okkur piparkökur sem voru mjög vinsælar enda fátt betra en að gleyma sér með góða bók og piparköku við höndina.  Við þökkum kærlega fyrir okkur.

 


Að hlusta á sögu


Með piparköku


Að skoða bækurnar


Sáum þessa jólagæs á leiðinni til baka í leikskólann.  Hún kom svo og heimsótti okkur í leikskólann og hefur nú fengið nafnið Salka.  Þannig að ef þið sjáið hana Sölku þá er hún vinur okkar !!


Smellið á myndina og þið sjáið fleiri myndir frá bókasafnsferðinni

ÞS

Gjöf til leikskólans

Í morgun komu þeir Guðlaugur Birgisson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson frá Eyfreyjunesi færandi  hendi í leikskólann Bjarkatún en þeir voru með tvær myndir sem þeir gáfu leikskólanum.  Önnur myndin var af fiskum og örðum dýrum við Íslandsmið og hin af hvölum við Íslandsstrendur.  Börnin tóku á móti gjöfinni og voru mjög áhugasöm um hvað fiskarnir heita og sáu líka mynd af Háfi en hann Pálmi kom með einn slíkan í vikunni og sýndi börnunum á leikskólanum.  Við þökkum kærlega fyrir þessa gjöf og hún á sko sannarlega eftir að vekja mikla lukku og auka þekkingu barnanna á fiskum og hvölum. 


Börnin sýndu myndunum strax mikinn áhuga

 

Fleiri myndir má sjá hér

ÞS

Slökkviliðið í heimsókn

Tveir elstu árgangar leikskólans tóku á móti tveimur slökkviliðsmönnum í gær en þeir komu í heimsókn hér í leikskólann og fræddu börnin um mikilvægi þess að reykskynjarar væru í lagi á öllum heimilum auk þess sem börnin fengu bækling til að fara með heim og bókamerki.  Börnin munu svo vinna áfram í leikskólanum með brunaeftirlit þar sem þau fara yfir neyðarljós við útigönguhurðar, skoða slökkutækin og margt fleira.  Börnin fengu að sjá hvernig reykköfunarmaður lítur út en Guðlaugur var í fullum skrúða með grímu og hjálm þannig að hann var mjög óhugnanlegur að sjá.  Síðan fengu þau að prófa að gefa honum súrefni með því að ýta á einn takka á grímunni hans og líka að prófa hjálminn hans Baldurs sem var mjög flottur með speglagleri. 

Reykköfunarmarður í fullum skrúða


Að prófa hjálminn

Fleiri myndir eru hér

ÞS

03.12.2010