Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Nýjar myndir

Búið er að setja inn nýjar myndir á myndasíðu leikskólans.  Einnig vil ég benda á nýtt dagatal fyrir desember mánuð en þar má sjá það sem verður á döfunni í leikskólanum þann mánuðinn.  Í nóvember var ýmislegt brallað, við tókum þátt í dögum myrkurs og voru unnin verkefni tengd dögunum sem og að matseðill vikunnar var í anda daga myrkurs.  Síðan kom snjórinn og þá var sko heldur betur gaman að fara út og renna sér á snjósleðum. 


Rosalega gaman að renna í brekkunni hjá Helgafelli

Við fórum á bókasafnið og hlustuðum á sögur og tókum bækur á safninu. 


Eldri bókasafnshópurinn hér á ferð


Yngri bókasafnshópurinn var aðeins rólegri og skoðaði bækur

Hér eru fleiri myndir frá bókasafninu en síðan fóru elstu nemendurnir í heimsókn í grunnskólann á degi íslenskrar tungu.  Þau unnu verkefni með 1. bekk í tilefni þess og síðan var farið í íþróttatíma með 1,2 og 3 bekk. 

Þar var búið að setja upp Tarzan braut sem vakti mikla lukku.  Hér eru fleiri myndir frá þessu. 

Fyrir nokkru voru teknar myndir af þremur elstu árgöngum í leikskólanum.  Gaman að sjá hverjir eru jafngamlir og spurning hvort árgangarnir munu halda sér svona út skólagönguna. 


Árgangur 2005, tilvonandi grunnskólabörn næsta vetrar í aldursröð.


Árgangur 2006  í aldursröð


Árgangur 2007 er fámennasti árgangurinn í leikskólanum, í aldursröð

ÞS

Foreldrar athugið

Hefðbundinn leikjatími í Íþróttamiðstöðinni milli kl. 11:00 – 12:00 á laugardaginn 27. nóvember fellur niður vegna sérstakrar íþróttahátíðar leikskólabarna á Bjarkatúni sem verður haldin sama dag í sal Íþróttamiðstöðvarinnar.

ÍÞMD

Hópurinn hennar Júlíu

Í október fór Júlía með sinn hóp í gönguferð í fjöruna þar sem þau fundu dáinn krabba sem var sko rosalega merkilegt, þau hentu seinum í sjóinn og fengu smá að vaða síðan var farið hjá útilistaverkinu. 


Sko litli krabbinn


Flotti hópurinn, það vanntar þó eitt barn í þennan hóp

Allir hópar fara í tónlist til hennar Andreu í tónskólann en við tókum upp á því núna í haust að fara með börnin í tónskólann í stað þess að fá Andreu til okkar.  Þetta hefur gefist mjög vel og hafa þau gaman af þessar tilbreytingu.  Í starfinu hjá Andreu eru börnin að læra um nótur, þau syngja og vinna ýmis verkefni sem tengjast þjálfun fínhreyfinga eins og að nota alla fingurna en ekki bara þumal og vísifingur, þau æfa öndun með því að blása á hluti eins og borðtenniskúlur, fjaðrir og fleira.  Júlía tók myndir af því þegar hún fór með sinn hóp í tónlistina.


Að spila á píanó hjá Andreu


Að spila á trommurnar var heldur betur spennandi


Að klappa taktinn


Síðan spiluðu allir saman lag með hristum

Fleiri myndir úr tónlistinni eru hér og úr gönguferðinni hér

ÞS

 

16.11.2010

Fréttir af Krummadeild

Börnin á Krummadeild hafa líka brasað heilmikið sl. mánuð þar sem þau eyða deiginum á leikskólanum með því að púsla, leika sér, dansa og gera hina ýmsu íþróttaæfingar. 


Að púsla er mjög góð þjálfun þar sem þau þurfa að finna réttan stað fyrir kubbinn


Hér er árgangur 2008 í hreyfingu að fara yfir slá


Hér fengu börnin að leika með bílanna.  Þau keyra þá í hrísgrjónum


Að leika með dúkkur og eldhúsið


Könnunarleikur í fullum gangi


Nákvæmisverk að láta allt passa


Síðan er líka bara dansað


og þó maður sé nú ekki stór þá kann maður nú að dansa

Fleiri myndir eru í myndasafni leikskólans undir Krummadeild í október

ÞS

16.11.2010

Kríudeild

Þá er komið að því að segja frá starfi leikskólans í október og ætlum við að byrja á að segja frá því hvað börnin á Kríudeild gerðu þennan mánuð.  í upphafi mánaðarins var farið á sniglaveiðar en hún Hugrún deildarstjóri þurfti í náminu sínu að sjá um skordýr í þrjár vikur þar sem hún fylgdist með því og skráði hegðun þess.  Hún var búin að finna það út að best væri að veiða snigla með kartöflum og AB mjólk.  Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu verkefni með henni og veiddum nokkra snigla af leikskólalóðinni.  Síðan bjuggum við til okkar eigin snigla sem við hengdum upp í listakróknum. 

 


Verið að útbúa sniglagildrur með kartöflum og AB mjólk


Verið að koma gildrunum fyrir

Alltaf þegar laufin fara að falla þá er farið í laufblaðaleiðangur og að þessu sinni fengu öll börnin sérstakan vasa til að setja laufblöðin sín í og síðan ar haldið af stað í leit af laufblöðum.  Eftir að búið er að týna laufblöðin eru þau pressuð og notuð í verkefni sem börnin gera í listakróknum. 

Farið í leiki á tjaldstæðinu

Við tjaldstæðið

ÞS

12.11.2010

Kíktu í heimsókn

Leikskólabörnin bjóða gestum og gangandi, öfum og ömmum, frændum og frænkum og öllum hinum líka að koma og kíkja í heimsókn í leikskólann á morgun milli kl. 9:30-10:30 og 14:00-15:00 og skoða verk barnanna á dögum myrkurs.  Þema leikskólans í ár var friður, vinátta og kærleikur. Í fyrra vöktu verk barnanna mikla lukku og þau eru ekki síðri í ár.  Við hlökkum til að sjá ykkur. 

 

P.S. Meðfylgjandi mynd er af köngulóarvefnum okkar sem var unnin á dögum myrkurs í fyrra

ÞS

Fréttir frá leikskólanum

Þið eruð kannski orðin langeygð eftir því að fá engar fréttir frá leikskólanum en auðvitað er ástæða fyrir því eins og öllu öðru.  Þannig er að leikskólastjóri sér um heimasíðuna fyrir leikskólann og síðast liðnar vikur hefur hann starfað inn á deild þar sem deildarstjórinn okkar er í sínu fjarnámi.  Því hefur enginn tími verið til þess að setja inn nýjar fréttir en nú er hins vegar búið að setja inn fullt af myndum úr starfi leikskólans í október.  Þannig að endilega kíkið á myndirnar sem eru bæði frá Kríudeild og Krummadeild.   Vonandi verður svo tími til að setja inn frétt þar sem við útskýrum frekar hvað er í gangi í leikskólanum.  Eigið góða helgi og skemmtið ykkur vel á árshátíðinni. 

ÞS

05.11.2010