Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Sundnámskeiði frestað

Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
 
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.

Fyrsta grunnskólaheimsóknin 2010

Þann 23. september fóru 8 leikskólabörn úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla í þeim tilgangi að hitta gamla leikskólanemendur sem nú eru byrjaðir í fyrsta bekk, hitta gamla kennarann úr leikskólanum, hana Ingu en einnig til að kynnast grunnskólanum og starfinu þar.  Í þessari fyrstu heimsókn var byrjað á að fara í samsöng þar sem nemendur 1-6 bekkjar voru að æfa nokkur lög á gangi skólans.  Eftir samsönginn var skólinn skoðaður með leiðsögn Ingu og nemenda 1. bekkjar þar sem við kíktum í allar stofur og hittum kennara og nemendur grunnskólans.  Við hittum líka skólastjóra grunnskólans hana Berglindi.  Eftir skoðunarferðina fórum við inn í stofuna sem 1.,2. og 3. bekkur hafa og unnum verkefni sem Inga hafði útbúið handa okkur.  Eftir verkefnavinnuna var nestistími þar sem allir fengu samloku og svala sem leikskólinn hafði útbúið.  Eftir nestistímann var farið út í frímínútur og þar var farið í leiki, leikið í leiktækjunum og farið á sparkvöllinn.  Þegar frímínúturnar voru búnar kvöddu leikskólabörnin grunnskólann og héldu af stað út í leikskóla með verkefnablöðin sín.  Næst ætla leikskólabörnin að bjóða 1. bekk í heimsókn út í leikskóla. 


Í samsöng


Að fá verkefni hjá Ingu


Að borða nestið í nestistímanum


í leikjum


Að prófa leiktækin


Á sparkvellinum

Fleiri myndir eru hér

ÞS

07.10.2010

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans þakkar góðar móttökur vegna sölu okkar á margnota bökunarpappírnum.  Þeir sem misstu af okkur þegar við gengum í hús á föstudagskvöldið geta nálgast pappírinn hjá Hafdísi Reynisdóttur fram að helgi.  Pappírinn kostar 2000 kr. og á að endast í 6 ár.  Auðvelt að þrífa og það má setja hann í uppþvottavélina.  Eina sem þarf að varast er að skera ekki í pappírinn.

Foreldrafélag leikskólans/ÞS

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans ætlar að ganga í hús í kvöld og selja Teflet margnota bökunarpappír.  Þessi margnota bökunarpappír er tilvalin í jólabaksturinn en hægt er nota hann í ofnskúffuna, kökuformin, í eldföstu fötin og fleira.  Þú notar hann aftur og aftur .  Bökunarpappírinn er með 100%  “non-stick” yfirborði og því er óþarfi að smyrja hann.

Þú þrífur bökunarpappírinn með rökum klút en hann má einnig fara í uppþvottavél.  Pappírinn þolir allt að 260°C og það eru tvö blöð í pakkanum og á að duga í allt að sex ár.  Þessi margnota bökunarpappír kostar 2000 kr. Allur ágóði sölunnar rennur til leikskólabarna á Djúpavogi.  

Stjórn Foreldrafélagsins