Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skógardagur leikskólans

Skógardagur leikskólans var haldinn í 9. skiptið þann 26. júní sl.  Dagurinn var vel sóttur en einstaklega gott veður var þennan dag og var það alveg sérstaklega gott inn í skógræktinni.   Byrjað var á því að mála steina en síðan var gengið um skógræktina og listaverk barnanna skoðuð.  Sú nýbreytni var gerð í ár að setja upp gestabók á sama stað og óskaboxið er en það er von okkar að þeir sem heimsækja skóginn okkar og skoða listverkin skrifi í gestabókina.  Viljum við hvetja alla sem eiga leið um Djúpavog að kíkja í skógræktina með nesti og eiga þar góða stund. 

 

Verið að mála steina

Margir lögðu leið sína fótgangandi inn í skógræktina

Nestið borðað í Aðalheiðarlundi

Margir lögðu leið sína í skógræktina með vagnanna og er vel vagnfært um skóginn

Hægt er að sjá fleiri myndir frá skógardeginum hér

ÞS

Skógardagur leikskólans

Laugardaginn 26. júní kl: 14:00 mun leikskólinn vera með sinn árlega skógardag í Hálsaskógi Málað verður á steina og þeim komið fyrir við göngustíginn, síðan gengið um skógræktina og listaverk nemenda Bjarkatúns skoðuð en listaverkin samanstanda af endurnýtanlegum efnivið og efnivið úr Hálsaskógi.  Svo er um að gera að taka með sér smá nesti og snæða í Aðalheiðarlundi.

Allir hjartanlega velkomnir.

Börn og starfsfólk Bjarkatúns

 

Í skóginum má meðal annars sjá þetta

ÞS

Útskriftarferð-myndband

Það er til siðs þegar skólaáfanga lýkur hjá einum hóp þá sé haldið í útskriftarferðalags og það gerðu nemendur leikskólans Bjarkatúns í lok maí.  Þau fóru í sína fyrstu útskriftarferð enda voru þau að ljúka sínu fyrsta skólastigi, leikskólanum.  Ferðin var nú ekkert löng en farið var inn í skógrækt og þar var gengið um, skoðað og skemmt sér. 

Við sáum ýmsa fugla, kíktum inn í gatklettinn og tókum lagið saman.  Eftir skógræktarferðina kíktum við á álfakirkjuna, Rakkaberg, enda var mikil umræða um álfa og huldufólk í skógræktinni og hvernig þeir myndu búa og ferðast um á milli staða  því ekki eiga þeir bíl.  Þau voru öll sammála um það að það væri nú frekar langt fyrir álfanna að fara til kirkju alla leið úr skógræktinni en það væri nú líklegast líka langt fyrir suma á Djúpavogi að fara í kirkjuna þar en við ættum þó alla vega bíl. 

Eftir þessar umræður og skoðunarferð var farið í Við voginn og borðaður ís.  Skemmtileg útskriftarferð og ætlar hópurinn að stefna á enn fleiri útskriftarferðir þegar fleiri skólastigum verði náð. 

 

Hér má sjá myndband af útskriftarhópnum að taka lagið

Gatkletturinn flotti

Söngsteinn..hér er sko gott að taka lagið

Síðan þurftu allir að taka lagið

Setið á svölunum hjá álfum og huldufólki

Í ísveislunni

Fleiri myndir hægt að sjá hér

ÞS

Skógardagur leikskólans

Skógardagur leikskólans verður haldinn á laugardaginn, 26. júní kl. 14:00.  Boðið verður upp á að mála steina ef veður leyfir en síðan verður gengið um skógræktina og listaverk barnanna skoðuð. 

Allir velkomnir

ÞS

Sumarblíða

Sumarblíðan sem hefur leikið við Djúpavogsbúa undanfarna daga er sko heldur betur vel nýtt af leikskólabörnunum.  Það er leikið sér á pallinum við leikskólann og síðan þegar sólin færir sig þá er farið út í garð og notið veðurblíðunnar. 

Í leik á pallinum með allskonar dót

Verið að leita að köngulóm sem leita skjóls inn í dekkjunum

Svo er alltaf gaman að fljúga flugdreka

Sjáið fleiri myndir hér

ÞS

Hlutverkaföt

Fyrir nokkru síðan kom Ásmundur og Ester í leikskólann og færðu honum alls konar hlutverkaföt (grímubúninga).  Þessi föt voru sko vel þegin en leikskólinn átti mjög lítið af hlutverkafötum.  Við þökkum þeim Ásmundi og Ester kærlega fyrir þessa gjöf og vitum að börnin eiga eftir að njóta þess mikið að leika sér í hlutverkaleiknum. En sjá má myndir af hlutverkaleiknum hér og sýna myndirnar glöggt hve börnin skemmtu sér vel í því að klæða sig upp.

 

 

 

 

 

 

Skemmtilegt hvernig skikkjan sveiflast til

Gaman gaman

Síðan voru líka settir upp hattar

ÞS

03.06.2010