Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Gleðilegt sumar

Börn og starfsfólk Bjarkatúns óska Djúpavogsbúum og öðrum gleðilegs sumar og þökkum fyrir veturinn.  Í tilefni af sumardeginum fyrsta fengu öll leikskólabörnin sumargjöf frá foreldrafélaginu sem að þessu sinni var svokallaður sunduggi.  Gleðilegt sumar !!!

ÞS

21.04.2010

Krummadeildaræðið

Á Krummadeild þessa dagana eru börnin með algjört æði fyrir Latabæ og fá alltaf að hlusta á geisladisk með lögum Latabæjar eftir morgunmat.  Þá taka börnin snúning á dansgólfinu, hoppa og skoppa eins og Latabæjar siður er.  Enda jafnast ekkert á við það að hreyfa sig duglega eftir morgunmatinn og áður en farið er í hópastarfið.  Látum myndirnar tala en fleiri myndir eru hér

Verið að gera armbeygjur og syngja og dansa

Systkinin að dansa saman

Vinkonur að dansa saman

Við hoppum saman

ÞS

19.04.2010

Líf og fjör í leikskólanum

Það er sko aldeilis oft líf og fjör í leikskólanum Bjarkatúni.  Í þessum mánuði hafa krakkarnir fengið Séra Sjöfn í heimsókn til hennar og þá er spjallað um heima og geima auk þess sem Sjöfn segir þeim sögur og svo er auðvitað sungið. 

Eins og sjá má eru allir mjög áhugasamir um söguna af Örkinni hans Nóa

Kveðjustund og allir knúsast

Síðan kom hann Ýmir til okkar með gítarinn sinn og spilaði undir enda voru krakkarnir búnir að æfa sig á þónokkrum lögum. Hægt er að sjá söngbókina okkar með gítargripum hér þannig að foreldrar geti gripið gítarinn og spilað fyrir börnin sín og þannig slegið í gegn eins og Ýmir er búinn að gera hér í leikskólanum.

Við syngjum "Bahama eyja...Bahama eyja"

" Ég langömmu á sem að létt er í lund"...og Sigurður Atli hjálpaði Ými við undirspilið

Þegar Ýmir kom og spilaði er hér

Þegar Séra Sjöfn kom í heimsókn í leikskólann er hér

 

ÞS

19.04.2010

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

LEIKSKÓLINN / Leikskólakennari

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa. Einnig er auglýst er eftir afleysingu í 50% stöðu tímabundið vegna fæðingarorlofs frá 1. september 2010

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra.
    Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:
    1.    meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
    2.    öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknarfrestir er t.o.m. 15. maí 2010.  Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.    Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Könnunarleikur á Krummadeild

Á Krummadeild fara börnin í hverri  vikur í könnunarleik þar sem þau leika sér með hversdagslega hluti.  Könnunarleikur þjálfar skynfærin með því að setja upp í sig og handleika hluti.  Mikil uppgötvun fer fram hjá barninu þar sem það notar skilningarvitin fimm til hins ýtrasta, það snertir, lyktar, bragðar, heyrir og sér auk hreyfingar bæði fínhreyfingar og grófhreyfingar. 

Með stórt rör

Hlutirnir sem börnin fá í könnunarleik eru ekki venjuleg plastleikföng út úr búð heldur hversdagslegir hlutir og ílát.  Við notum mismunandi tegundir af ílátum eins og stórar dósir með ávölum börmum, kökubox, öskjur úr pappa eða tré, öskjur með loki, eggjabakka og plastflöskur, óbrjótanlegar krukkur með eða án loks.  Við notum hluti sem rúlla eins og ullardúska, borðtenniskúlur, rör (plast, pappi, málmur), tvinnakefli, pappahólkar af ýmsum stærðum, hárrúllur.  Aðra hluti sem við notum eru þvottaklemmur úr tré, keðjur af ýmsum stærðum og gerðum, hurðarhúnar úr tré, hurðastopp úr gúmmí, stórir hnappar, krukkulok (málm eða plast), Plastarmbönd og gardínuhringi, alls konar borða, köngla, stórar kastaníuhnetur, tunguspaða úr tré, gamla lykla. 

Að byrja í könnunarleik, í upphafi könnunarleikjarstundar sitja öll börnin saman við vegginn, pokar með könnunarleikjar- efninu eru settir í hornin á herberginu

Síðan fara krakkarnir og kíkja í könnunarleikjarpokana, hér fóru nokkrir af stað og kíktu í einn pokann en hinir pokarnir eru óhreyfðir ennþá

Upp úr pokunum kemur ýmsilegt sem gaman er að skoða og finna út hvað hægt er að gera við

Allir eru mjög uppteknir að setja hluti saman, finna út hvernig hlutur virkar eða uppgötva nýjan hlut

Þetta getur verið þolinmæðisvinna og einbeitingin skín af honum

og sumir hella sér í glas og fá sér að drekka

Þessa hluti nota börnin til að fylla, tæma, setja saman, velja og hafna, finna hvað er líkt og ólíkt, stafla hlutum og láta þá halda jafnvægi.  Við þurfum að hafa nóg af hlutum og nóg pláss en einmitt þess vegna rífast börnin sjaldan um þá. 

Skrúa tappa á flöskuna getur verið mjög erfitt en góð æfing

Stóri spegilinn okkar hefur mikið aðdráttarafl og merkilegur

Börnunum finnst mjög gaman í könnunarleik og eru alltaf niðursokkin í því að uppgötva og prófa hlutina.  En eins og gerist þá ganga hlutirnir úr sér og eyðileggjast og því mega allir hafa okkur í huga þegar þeir eru að henda krukkum, keflum, armböndum og keðjum.  Við getum notað þetta allt saman.

ÞS

09.04.2010

Starfsdagur leikskólans

Starfsdagur er í leikskólanum og því er hann lokaður.   Í dag mun starfsfólk undirbúa foreldraviðtöl sem hefjast í næstu viku

ÞS

06.04.2010