Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Boðskaffi í leikskólanum

Í dag var svokallað boðskaffi í leikskólanum þar sem starfsfólk og nemendur buðum gestum og gangandi í heimsókn til okkar.  Áður fyrr var þetta kaffi kallað ömmu og afa kaffi en þar sem sum leikskólabörn höfðu ekki aðgengi að ömmu eða afa á staðnum langaði okkur að opna á þann möguleika að fleiri gætu komið og kynnt sér starf leikskólans, eins og frænka, frændi, vinkona eða vinur leikskólabarnsins.   Það hefur tekist mjög vel og var mætingin mjög góð og mátti sjá mömmur, pabba, systkini, afa og ömmur auk annarra góðra gesta.

ÞS

 

Mamma og pabbi komu í heimsókn

Afi og amma komu í heimsókn

Fullt af fólki

Frænkan kom líka við og hún er sko frænka margra hér í leikskólanum

Alltaf gaman þar sem ömmur eru saman komnar

Þessi tvö kíktu á stóru systkinin sín á leikskólanum og voru líka að kynna sér aðstæður og prófa dótið

Fleiri myndir hér

ÞS

Boðskaffi í leikskólanum kl.9:30-10:30

Við í leikskólanum ætlum að bjóða þeim sem vilja kynna sér leikskólann og hitta nemendur hans og starfsfólk í heimsókn til okkar á fimmtudaginn, 25. mars milli kl. 9:30-10:30.  Heitt verður á könnunni. 

Allir velkomnir

Starfsfólk og nemendur Bjarkatúns

Í skólanum er skemmtilegt að vera

Í morgun fóru þrír gallvaskir nemendur leikskólans upp í grunnskóla til að taka þátt í og kynnast starfi því hvernig það sé nú að vera í 1. bekk.  Lagt var af stað kl. 8:00 þar sem stefnt var að því að mæta í samsöng með 1-7 bekk.  Leikskólabörnin lögðu af stað á móti vindi og fannst hann heldur sterkur svona beint í fangið en á áfangastað komust við að lokum og flýttum okkur að klæða okkur úr útifötunum og taka þátt í samsögnum þar sem allir nemendurnir voru þegar komnir á svæðið og biðu eftir okkur.  Byrjað var á upphitunaræfingum og síðan var tekið lagið og sungum við mörg lög bæði sem við þekktum en líka lög sem við lærðum bara á staðnum. 

 

Eftir samsöng var farið í röð þar sem við gengum prúð og stillt inn í 1. og 2. bekkjar stofuna.  Við fengum okkur sæti en búið var að koma fyrir þremur nýju borðum í stofuna fyrir okkur leikskólabörnin.  Þórunnborg lét okkur fá verkefnabók til að vinna í og nemendurnir í 1. bekk og 2. bekk tóku upp sínar verkefnabækur.  Við unnum í bókunum fram að nestistíma þá gengum við frá og tókum upp nestið okkar og borðuðum það.  Eftir nestið komu frímínútur og auðvitað drifum við okkur með í þær og fengum að taka þátt í leikjum og líka að prófa leiktækin við grunnskólann. 

Mark Anthony að vega salt við hverja..

við Kira Lauru sem er ekki eins hrifin þar sem hún er uppi..

En hún Elísa Rán kemur og hjálpar henni og þá er Mark uppi.

Þegar bjallan hringdi og frímínúturnar voru búnar þustu allir krakkarnir í röð við sinn inngang en við fylgdum 1. og 2. bekk sem áttu að fara í tjáningu í íþróttahúsinu.  Þar þurfum við að klæða okkur úr útifötunum og fara niður í salinn.  Í tjáningu er krakkarnir að dansa.  Byrjað var á upphitun sem voru nokkrir hreyfileikir, síðan tókum við okkur stöðu tvö og tvö saman og dönsuðum klappdansinn.  Eftir hann æfðum við bíladansinn og í lokinn fórum við í leikinn um eyjurnar.  Þá var tíminn búinn og við fórum í röð og gengum svo fallega upp til að klæða okkur í útifötin.  Við þökkuðum fyrir okkur því nú átti að halda af stað út í leikskóla aftur. 

Í upphitun

Í bíladansinum

Í eyjaleiknum

Grunnskólakrakkar og kennarar takk kærlega fyrir okkur þetta var rosalega skemmtilegur tími og við hlökkum til að koma til ykkar í haust og byrja í fyrsta bekk.

Fleiri myndir hér

ERB;MARG;KLK;

ÞS

Föstudagar eru skemmtilegir dagar

Leikskólinn hefur notað föstudagana til að brjóta upp  hefðbundið starf í leikskólanum.  Börnin  á Kríudeild fara í val þar sem þau fá að velja sér hvað þeim langar til að leika sér með og oft er þá tekið fram leikefni sem ekki er dags daglega í notkun eins og tölvan, hljóðfæri, fara í búðaleik með reiknivélum, hlutverkaleik með alls konar fötum og slæðum, dúkkuhús og innanstoksmuni í dúkkuhúsið.  Einnig er alltaf farið fyrsta föstudag í mánuði í heimsókn á bókasafnið, annan föstudag kemur Séra Sjöfn í heimsókn til okkar, þriðja föstudag hefur Ýmir komið með gítarinn sinn og við höfum sungið fyrir hann með hans undirspili og fjórða föstudaginn í mánuði hafa krakkarnir á Kríudeild öðruvísi dag þar sem þau hafa fengið að koma með bangsa, eitt leikfang eða annað að heima til að sýna og leika með í leikskólanum. 

Ýmir að spila á gítarinn sinn

Hey!!við syngjum saman

ÞS

23.03.2010

Í þessari viku

Eins og foreldrar hafa tekið eftir þá vantar þó nokkuð af starfsfólki í leikskólann en ástæðan er sú að nú eru nemarnir/starfsmennirnir  í staðlotu í háskólanum.  En þrátt fyrir þessa manneklu sem er leyst innan húss þá gleðjumst við yfir því að þetta er síðasta staðlota nemanna á þessari önn.  Við erum samt sem áður undirmannaðar á leikskólanum en látum það ekki á okkur fá og reynum alltaf að gera okkar besta með von um að foreldrar taki tillit til aðstæðna sem er ekki æskileg en óhjákvæmanleg vegna náms þeirra sem eru að mennta sig á þessu sviði.  Horfum því til framtíðar því þegar námi þeirra lýkur stöndum við sem sterkari skóli í litla samfélaginu okkar með vonandi þrjá leikskólakennara og einn grunnskólakennara yngri barna sviðs.  En á meðan nemarnir/starfsmennirnir okkar eru frá þá er sko ýmislegt skemmtilegt brallað og þó svo að daglega starfið sé alltaf líka skemmtilegt eins og sjá má á þessum myndum.

ÞS

16.03.2010

Gestavika í Neistatímunum

Þessa vikuna (15.-19.mars) er gestavika í grunnskólanum okkar, þar sem öllum er frjálst að kíkja í heimsókn og kynna sér hvað er börnin eru að gera í skólanum.

Neistatímar eru beint í framhaldi af skóladegi barnanna og því fannst okkur tilvalið að hafa líka gestaviku hjá okkur.

Því bjóðum við hér með alla sérstaklega velkomna að kíkja í heimsókn í íþróttahúsið að fylgjast með æfingum barnanna þessa viku.

Sjáumst, þjálfarar og stjórn Neista

íþróttir með 1. og 2. bekk

Í síðustu viku fengu elstu nemendur leikskólans að fara í íþróttatíma með 1.og 2. bekk grunnskólans.  Byrjað var á því að fara í leiki til upphitunar.  Síðan var dansað og þegar tónlistin stoppaði áttu allir að hlaupa í ákveðið horn sem Ester var nefndi sá var síðastur varð úr og átti að setjast niður að lokum var farið í fótbolta með risa stórum bolta.  Þegar því var lokið var smá slökun áður en farið var upp í búningsklefa þar sem krakkarnir fóru í sturtu eftir íþróttatímann.  Ótrúlega gaman að kynnast íþróttatíma í grunnskólanum áður en grunnskólagangan sjálf hefst næsta haust.  Takk fyrir okkur.  Fleiri myndir eru hér og í myndaalbúminu hér til hliðar.

ÞS

04.03.2010