Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Öskudagssprell 2010

Í leikskólanum er öskudagssprell þar sem börnin mega koma í grímubúningum, furðufötum eða á náttfötunum.  Kötturinn er sleginn úr tunnu sem elstu nemendur leikskólans hafa málað og skreytt.  Allir fá að slá í tunnuna og kemur ýmislegt góðgæti úr tunnunni.  Eftir að búið var að slá úr tunnunni var leikið sér og dansað.  Skemmtilegur dagur í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Um morguninn

Að slá köttinn úr tunnunni

Fleiri myndir af öskudeginum eru hér

ÞS

Í tónlist hjá Andreu

Eitt af því sem börnin læra í skipulögðu starfi í leikskólanum er tónlist sem hún Andrea tónlistarkennari sér um en hún kemur til okkar þrisvar í viku og tekur hvern hóp á Kríudeild í tónlistarstarf.  Hér má sjá brot af því sem hún var að gera með elsta hópnum í síðustu viku. 

Eins og sjá má er margt skemmtilegt gert og rosalega gaman alltaf í tónlistinni hjá Andreu

ÞS

Nóg um að vera

Það er sko nóg um að vera í leikskólanum okkar þó svo að það fari oft ekkert mjög hátt.  Þann 5. febrúar var sett upp listasýning með ljósmyndum úr starfi leikskólans og listaverkum eftir nemendur leikskólans í Samkaup/strax og átti hún að standa yfir helgina en vegna vinsælda hefur hún enn ekki verið tekin niður en nú fer samt hver að verða síðastur að skoða listaverkin. 

Á fimmtudaginn (11. febrúar) kom Ýmir í heimsókn til okkar vopnaður gítar.  Tekin voru nokkur lög á gítarinn og sungið við mikla ánægju leikskólabarna og vilja þau ólm fá hann aftur í heimsókn og nokkrir nemendur þegar búnir að ákveða að læra að spila á svona gítar eins og hann Ýmir. 

Ýmir að spila á gítarinn

og við sungum með...bahama..eyja...

Síðan bjuggum við til bolluvendi sem við fórum með heim á föstudeginum svo hægt væri að bolla mömmu og pabba á mánudeginum en þá er einmitt bolludagur

Verið að mála komandi bolluvönd

Á föstudaginn (12. febrúar) fengum við svo Séra Sjöfn til okkar og höfðu krakkarnir mjög gaman af því að fá hana.  En því miður var ekki hægt að taka neinar myndir af þeirra heimsókn þar sem myndavélin okkar var í gönguferð með Hugrúnu og hópnum hennar.  En leikskólinn á bara eina myndavél og eru nýjar myndavélar komnar á óskalistann okkar þar sem við gætum haft sitt hvora myndavélina á deildunum. 

Þessa vikuna verður ekki síður mikið um að vera, bolludagur þar sem börnin fá bollu í ávaxtatíma, hádegismat og hressingu.  Sprengidagur með saltkjöti og baunum og öskudagur með öskudagssprelli þar sem börnin slá köttinn úr tunnunni og dansa á eftir.  Þau mega koma í grímubúningum, furðufötum eða á náttfötunum. 

ÞS

Á Kríudeild

Á Kríudeild eru 14 börn og 3 starfsmenn, þær Inga, Hugrún og Ingibjörg.  Flest börnin mæta kl. 8:00 en sum byrja í leikskólanum kl. 9:00 og kl. 10:00.  Öll börnin eru í hádegismat og þá er borðað á þremur borðum.  Börnunum er skipt í hópa og skipt er eftir aldri þó svo að í ár urðu hóparnir ekki alveg aldurshreinir þar sem einungis þrjú börn eru í elsta árgangnum, fimm börn í yngsta árgangnum (fædd 2006) og í mið árgangnum eru þau sjö (fædd 2005).  Þess vegna var tveimur elstu úr árgangi 2005 færð í hóp með elstu börnunum þannig að í öllum hópunum eru fimm börn. 

Fyrir tveimur vikum síðan var tekið upp sérstakt hvatningarkerfi í hádegismatnum þar sem hvert borð átti að safna 10 límmiðum og þegar það tókst þá mátti hópurinn velja sér hvað hann vildi gera.  Til að fá límmiða urðu allir að vera duglegir að borða matinn sinn og klára af disknum en þess má geta að börnin skammta sér sjálf á diskana. 

Í síðustu viku tókst þetta svo hjá öllum hópunum.  Fyrst var það Inguhópur sem náði að safna 10 límmiðum (mið hópurinn) og ákváðu þau að fara í fjöruferð.  Við þetta elftust hinir hóparnir tveir og náði yngsti hópurinn, Ingibjargarhópur að safna 10 límmiðum tveim dögum seinna og vildu líka fara í fjöruferð.  Hugrúnar hópur náði að safna 10 límmiðum á fimmtudeginum og var ákveðið að fara í gönguferð á föstudeginum og kom Hugrún þeim á óvart með því að fara ekki í fjöruferð heldur á slökkvistöðina sem vakti gríðarlega lukku. 

Hér má sjá myndir af fjöruferðinni hjá Ingu

Hér má sjá myndir þegar hópurinn hjá Ingibjörgu koma úr fjöruferðinni

Hér má sjá myndir þegar Hugrúnarhópur fór á slökkvistöðina

 

Miðhópurinn hennar Ingu

Í fjörunni

Að koma úr fjöruferðinni

Á leið í leikskólann aftur

Á leið í óvissuferð

sem endaði í slökkvistöðinni

ÞS

15.02.2010

Öskudagssprell

 

Höldum upp á öskudaginn með því að slá köttinn úr tunnunni og halda diskótek

 

Börnin mega koma í grímubúningum, furðufötum eða náttfötum

 

Sprellið byrjar kl. 10:00

ÞS

10.02.2010

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er þann 6. febrúar nk. en haldið verður upp á hann í leikskólanum um land allt 5. febrúar.  Við í Bjarkatúni verðum með ljósmynda og listaverka sýningu í Samkaup/strax á morgun og á laugardaginn í tilefni þessa.  Félag íslenskra leikskólakennara stendur fyrir degi leikskólans en félagið er 60 ára um þessar mundir.  Tilgangur dagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fer inn á leikskólum landsins.  Við hvetjum ykkur til þess að staldra við og skoða myndirnar okkar og fá innsýn inn í starfið sem fer fram í Bjarkatúni. 

ÞS