Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Baujunámskeiðið!!

Ég vil minna á að Baujunámskeiðið verður á morgun, miðvikudag í grunnskólanum og hefst klukkan 19:30.  Solveig Friðriksdóttir mun spjalla við okkur í um tvær klukkustundir. 
Enn eru nokkur pláss laus.  Verðið er 1.000.- fyrir manninn, en hjón borga 1.500.-
Halldóra Dröfn

Þorrablót

Þá er þorrinn genginn í garð og að venju er haldið þorrablót í leikskólanum. Byrjað var á því að dansa en þar var farið í hókí pókí, superman og fleiri skemmtilegir dansar dansaðir.  Síðan var borðhaldið sem var í sal leikskólans og fengu börnin að smakka kræsingarnar.   Allt var smakkað þó sumt hafi farið mis vel ofan í börnin.  Hægt er að sjá myndir hér. 

 

Hókí pókí

Verið að læra nýjan dans?

Fjör á balli

Það var sko smakkað á öllu

Þeim þótti þetta allt rosalega gott

ÞS

Könnun vegna sumarlokunar

Könnun á sumarlokun Bjarkatúns

 

Í haust var send út könnun til allra foreldar leikskólabarna í Bjarkatúni.  Ástæðan var sú að fyrirspurn hafði borist um tímasetningu sumarlokunar leikskólans og hvort möguleiki væri á að breyta henni.  Á foreldrafundi var sumarlokunin rædd og í framhaldi ákveðið að gera könnun á því hvenær foreldrar myndu vilja að lokunin yrði.  12 foreldrar skiluðu inn könnuninn og var niðurstaðan sú að 9 foreldrar vildu halda óbreyttri sumarlokun þ.e. frá 16. júlí til 15. ágúst.  Tveir vildu að sumarlokunin væri frá 15. júní til 15. júlí og einn vildi að lokunin væri frá 1. júlí til 28. júlí.  Enn fremur kom sum hugmynd upp að láta sumarlokunina rúlla þ.e. að loka eitt sumarið 15. júní til 15. júlí en það næsta 15. júlí til 15. ágúst.  Einnig kom upp fyrirspurn um hvort væri möguleiki á að reka róló á meðan á lokunartíma stendur t.d. í 4 tíma á dag og þá bara útivera og nesti.  Þessi fyrirspurn verður send til sveitarstjórnar til umfjöllunar. 

 

ÞS

20.01.2010

Nú reynum við aftur við Baujunámskeið.

BAUJUNÁMSKEIÐ

Solveig Friðriksdóttir verður með„Baujunámskeið“ fyrir foreldra á Djúpavogi, miðvikudaginn 27. janúar.

Baujunámskeiðið er sjálfsstyrkinganámskeið þar sem þátttakendur fræðast um tilfinningar okkar og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og líðan. Kenndar verða einfaldar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar í dagsins önn svo og slökunaröndun.

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, engin einstaklings- eða hópverkefni og enginn þarf að óttast að þurfa að standa upp fyrir framan hóp og tala. Námskeiðið tekur um tvo tíma.

Hægt er að fræðast nánar um Baujuna á
www.baujan.is


Solveig er með B.A. próf í sálfræði, jógakennari og hefur unnið við kennslu sl. 11 ár. Hún hefur kennt Baujuna fyrir nemendur í Grunnskólanum á Stöðvarfirði (sex námskeið). Þá hefur hún haldið tvö námskeið fyrir nemendur á Fáskrúðsfirði, eitt námskeið fyrir foreldra Grunnskólans á Stöðvarfirði, tvö námskeið fyrir starfshópa og eitt fyrir kennara á Kennaraþingi ásamt því að hafa haldið eigin fræðslufyrirlestra til persónuuppbyggingar.  (Síðasti fyrirlestur sem hún hélt var fyrir rúmlega 100 manns).

Foreldri greiðir 1.000.- kr. fyrir námskeiðið en ef báðir foreldrar koma saman kostar það 1.500.- kr.-  Grunnskólinn / leikskólinn og foreldrafélögin greiða það sem upp á vantar. 

Áhugasamir hafi samband við Halldóru (dora @djupivogur.is) – 478-8246, í síðasta lagi 25. janúar nk.

Ath!  Þeir foreldrar sem voru búnir að staðfesta þátttöku síðast eru beðnir um að gera það aftur, ælti þeir að vera með!!

 

 

 

 

 

Umsóknir um leikskólavist

Þeim sem hyggjast sækja um leikskólavist fyrir barn/börn sín er bent á að hægt er að nálgast eyðublöð á heimasíðu leikskólans undir umsókn um leikskólavist eða á skrifstofu leikskólastjóra.  Skila þarf umsóknum til leikskólastjóra.  Umsóknum sem skilað er rafrænt hafa ekki borist til okkar og því er þeim bent á sem hafa þegar sótt um rafrænt að ganga frá umsókn á þartil gert eyðublað. 

ÞS