Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Jólakveðja

                                   Gleðileg Jól

Starfsfólk Bjarkatúns óskar öllum íbúum Djúpavogshrepps nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

ÞS

23.12.2010

Jólaball leikskólans

Í dag héldu leikskólabörnin upp á sitt jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréð og síðan kom Jólasveinn í heimsókn til okkar færandi hendi með gjafir handa öllum leikskólabörnunum. Það var nú ekki auðvelt fyrir jólasveinin að komast í leikskólann enda mjög hvasst á Djúpavogi en á leið sinni í leikskólann missti hann húfuna sína sem fauk út í veður og vind.  Börnin höfðu nú töluverðar áhyggjur af því og vildu endilega fara út að leita að húfunni en með hjálp starfsfólks leikskólans fannst húfan og varð mikil gleði bæði hjá sveininum sem börnunum við það.  Jólasveinninn Gluggagæir tók svo nokkra hringi í kringum jólatréð með börnunum og sungu allir hátt og snjallt hin ýmsu jólalög.  Áður en Gluggagæir fór gaf hann öllum jólapakka sem foreldrafélag leikskólans sá um að útvega.  Börnin þökkuðu fyrir sig og kvöddu jólasveinin með þeim ráðleggingum að hann skyldi nú passa húfuna sína vel í rokinu. Eftir jólaballið var farið inn á deildirnar og leikið sér fram að hádegismatnum en alltaf þennan dag fá börnin jólamáltíð með hangikjöti og uppstúf auk þess sem þau fá jólaís í eftirmat. 


Dansað í kringum jólatréð


Hver er þarna úti í myrkrinu?


Jólasveinninn og hann missti húfuna sína út í rokið þegar hann kom inn...


Hann varð því að fara aftur út að leita að húfunni sinni....


..og eftir mikla leit fann jólasveinninn ekki húfuna sína...


Jólasveinninn kom þá bara inn og heilsaði upp á börnin húfulaus


en síðan fannst húfan og þá var sko hægt að dansa í kringum jólatréð


Eftir nokkra hringi í kringum tréð settist jólasveinninn niður og gaf krökkunum öllum jólapakka


Síðan kvaddi jólasveinninn og lofaði að passa húfuna sína vel


Börnin horfðu á eftir jólasveininum, smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af jólaballinu

Bókasafnið á aðventunni

Í vetur hafa börnin á Kríudeild farið á bókasafnið einu sinni í mánuði en heimsóknin í desember var þó aðeins frábrugðin venjulegri bókasafnsferð þar sem jólabækurnar voru skoðaðar.  Einnig fengu eldri börnin á Krummadeild að kíkja á bókasafnið.  Á bókasafninu skoðuð börnin nýjar og gamlar bækur, kíktu í jólabækur og síðan var lesið upp úr jólabók, Kristrún bókavörður gaf okkur piparkökur sem voru mjög vinsælar enda fátt betra en að gleyma sér með góða bók og piparköku við höndina.  Við þökkum kærlega fyrir okkur.

 


Að hlusta á sögu


Með piparköku


Að skoða bækurnar


Sáum þessa jólagæs á leiðinni til baka í leikskólann.  Hún kom svo og heimsótti okkur í leikskólann og hefur nú fengið nafnið Salka.  Þannig að ef þið sjáið hana Sölku þá er hún vinur okkar !!


Smellið á myndina og þið sjáið fleiri myndir frá bókasafnsferðinni

ÞS

Gjöf til leikskólans

Í morgun komu þeir Guðlaugur Birgisson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson frá Eyfreyjunesi færandi  hendi í leikskólann Bjarkatún en þeir voru með tvær myndir sem þeir gáfu leikskólanum.  Önnur myndin var af fiskum og örðum dýrum við Íslandsmið og hin af hvölum við Íslandsstrendur.  Börnin tóku á móti gjöfinni og voru mjög áhugasöm um hvað fiskarnir heita og sáu líka mynd af Háfi en hann Pálmi kom með einn slíkan í vikunni og sýndi börnunum á leikskólanum.  Við þökkum kærlega fyrir þessa gjöf og hún á sko sannarlega eftir að vekja mikla lukku og auka þekkingu barnanna á fiskum og hvölum. 


Börnin sýndu myndunum strax mikinn áhuga

 

Fleiri myndir má sjá hér

ÞS

Slökkviliðið í heimsókn

Tveir elstu árgangar leikskólans tóku á móti tveimur slökkviliðsmönnum í gær en þeir komu í heimsókn hér í leikskólann og fræddu börnin um mikilvægi þess að reykskynjarar væru í lagi á öllum heimilum auk þess sem börnin fengu bækling til að fara með heim og bókamerki.  Börnin munu svo vinna áfram í leikskólanum með brunaeftirlit þar sem þau fara yfir neyðarljós við útigönguhurðar, skoða slökkutækin og margt fleira.  Börnin fengu að sjá hvernig reykköfunarmaður lítur út en Guðlaugur var í fullum skrúða með grímu og hjálm þannig að hann var mjög óhugnanlegur að sjá.  Síðan fengu þau að prófa að gefa honum súrefni með því að ýta á einn takka á grímunni hans og líka að prófa hjálminn hans Baldurs sem var mjög flottur með speglagleri. 

Reykköfunarmarður í fullum skrúða


Að prófa hjálminn

Fleiri myndir eru hér

ÞS

03.12.2010

Nýjar myndir

Búið er að setja inn nýjar myndir á myndasíðu leikskólans.  Einnig vil ég benda á nýtt dagatal fyrir desember mánuð en þar má sjá það sem verður á döfunni í leikskólanum þann mánuðinn.  Í nóvember var ýmislegt brallað, við tókum þátt í dögum myrkurs og voru unnin verkefni tengd dögunum sem og að matseðill vikunnar var í anda daga myrkurs.  Síðan kom snjórinn og þá var sko heldur betur gaman að fara út og renna sér á snjósleðum. 


Rosalega gaman að renna í brekkunni hjá Helgafelli

Við fórum á bókasafnið og hlustuðum á sögur og tókum bækur á safninu. 


Eldri bókasafnshópurinn hér á ferð


Yngri bókasafnshópurinn var aðeins rólegri og skoðaði bækur

Hér eru fleiri myndir frá bókasafninu en síðan fóru elstu nemendurnir í heimsókn í grunnskólann á degi íslenskrar tungu.  Þau unnu verkefni með 1. bekk í tilefni þess og síðan var farið í íþróttatíma með 1,2 og 3 bekk. 

Þar var búið að setja upp Tarzan braut sem vakti mikla lukku.  Hér eru fleiri myndir frá þessu. 

Fyrir nokkru voru teknar myndir af þremur elstu árgöngum í leikskólanum.  Gaman að sjá hverjir eru jafngamlir og spurning hvort árgangarnir munu halda sér svona út skólagönguna. 


Árgangur 2005, tilvonandi grunnskólabörn næsta vetrar í aldursröð.


Árgangur 2006  í aldursröð


Árgangur 2007 er fámennasti árgangurinn í leikskólanum, í aldursröð

ÞS

Foreldrar athugið

Hefðbundinn leikjatími í Íþróttamiðstöðinni milli kl. 11:00 – 12:00 á laugardaginn 27. nóvember fellur niður vegna sérstakrar íþróttahátíðar leikskólabarna á Bjarkatúni sem verður haldin sama dag í sal Íþróttamiðstöðvarinnar.

ÍÞMD

Hópurinn hennar Júlíu

Í október fór Júlía með sinn hóp í gönguferð í fjöruna þar sem þau fundu dáinn krabba sem var sko rosalega merkilegt, þau hentu seinum í sjóinn og fengu smá að vaða síðan var farið hjá útilistaverkinu. 


Sko litli krabbinn


Flotti hópurinn, það vanntar þó eitt barn í þennan hóp

Allir hópar fara í tónlist til hennar Andreu í tónskólann en við tókum upp á því núna í haust að fara með börnin í tónskólann í stað þess að fá Andreu til okkar.  Þetta hefur gefist mjög vel og hafa þau gaman af þessar tilbreytingu.  Í starfinu hjá Andreu eru börnin að læra um nótur, þau syngja og vinna ýmis verkefni sem tengjast þjálfun fínhreyfinga eins og að nota alla fingurna en ekki bara þumal og vísifingur, þau æfa öndun með því að blása á hluti eins og borðtenniskúlur, fjaðrir og fleira.  Júlía tók myndir af því þegar hún fór með sinn hóp í tónlistina.


Að spila á píanó hjá Andreu


Að spila á trommurnar var heldur betur spennandi


Að klappa taktinn


Síðan spiluðu allir saman lag með hristum

Fleiri myndir úr tónlistinni eru hér og úr gönguferðinni hér

ÞS

 

16.11.2010

Fréttir af Krummadeild

Börnin á Krummadeild hafa líka brasað heilmikið sl. mánuð þar sem þau eyða deiginum á leikskólanum með því að púsla, leika sér, dansa og gera hina ýmsu íþróttaæfingar. 


Að púsla er mjög góð þjálfun þar sem þau þurfa að finna réttan stað fyrir kubbinn


Hér er árgangur 2008 í hreyfingu að fara yfir slá


Hér fengu börnin að leika með bílanna.  Þau keyra þá í hrísgrjónum


Að leika með dúkkur og eldhúsið


Könnunarleikur í fullum gangi


Nákvæmisverk að láta allt passa


Síðan er líka bara dansað


og þó maður sé nú ekki stór þá kann maður nú að dansa

Fleiri myndir eru í myndasafni leikskólans undir Krummadeild í október

ÞS

16.11.2010

Kríudeild

Þá er komið að því að segja frá starfi leikskólans í október og ætlum við að byrja á að segja frá því hvað börnin á Kríudeild gerðu þennan mánuð.  í upphafi mánaðarins var farið á sniglaveiðar en hún Hugrún deildarstjóri þurfti í náminu sínu að sjá um skordýr í þrjár vikur þar sem hún fylgdist með því og skráði hegðun þess.  Hún var búin að finna það út að best væri að veiða snigla með kartöflum og AB mjólk.  Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu verkefni með henni og veiddum nokkra snigla af leikskólalóðinni.  Síðan bjuggum við til okkar eigin snigla sem við hengdum upp í listakróknum. 

 


Verið að útbúa sniglagildrur með kartöflum og AB mjólk


Verið að koma gildrunum fyrir

Alltaf þegar laufin fara að falla þá er farið í laufblaðaleiðangur og að þessu sinni fengu öll börnin sérstakan vasa til að setja laufblöðin sín í og síðan ar haldið af stað í leit af laufblöðum.  Eftir að búið er að týna laufblöðin eru þau pressuð og notuð í verkefni sem börnin gera í listakróknum. 

Farið í leiki á tjaldstæðinu

Við tjaldstæðið

ÞS

12.11.2010

Kíktu í heimsókn

Leikskólabörnin bjóða gestum og gangandi, öfum og ömmum, frændum og frænkum og öllum hinum líka að koma og kíkja í heimsókn í leikskólann á morgun milli kl. 9:30-10:30 og 14:00-15:00 og skoða verk barnanna á dögum myrkurs.  Þema leikskólans í ár var friður, vinátta og kærleikur. Í fyrra vöktu verk barnanna mikla lukku og þau eru ekki síðri í ár.  Við hlökkum til að sjá ykkur. 

 

P.S. Meðfylgjandi mynd er af köngulóarvefnum okkar sem var unnin á dögum myrkurs í fyrra

ÞS

Fréttir frá leikskólanum

Þið eruð kannski orðin langeygð eftir því að fá engar fréttir frá leikskólanum en auðvitað er ástæða fyrir því eins og öllu öðru.  Þannig er að leikskólastjóri sér um heimasíðuna fyrir leikskólann og síðast liðnar vikur hefur hann starfað inn á deild þar sem deildarstjórinn okkar er í sínu fjarnámi.  Því hefur enginn tími verið til þess að setja inn nýjar fréttir en nú er hins vegar búið að setja inn fullt af myndum úr starfi leikskólans í október.  Þannig að endilega kíkið á myndirnar sem eru bæði frá Kríudeild og Krummadeild.   Vonandi verður svo tími til að setja inn frétt þar sem við útskýrum frekar hvað er í gangi í leikskólanum.  Eigið góða helgi og skemmtið ykkur vel á árshátíðinni. 

ÞS

05.11.2010

Sundnámskeiði frestað

Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
 
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.

Fyrsta grunnskólaheimsóknin 2010

Þann 23. september fóru 8 leikskólabörn úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla í þeim tilgangi að hitta gamla leikskólanemendur sem nú eru byrjaðir í fyrsta bekk, hitta gamla kennarann úr leikskólanum, hana Ingu en einnig til að kynnast grunnskólanum og starfinu þar.  Í þessari fyrstu heimsókn var byrjað á að fara í samsöng þar sem nemendur 1-6 bekkjar voru að æfa nokkur lög á gangi skólans.  Eftir samsönginn var skólinn skoðaður með leiðsögn Ingu og nemenda 1. bekkjar þar sem við kíktum í allar stofur og hittum kennara og nemendur grunnskólans.  Við hittum líka skólastjóra grunnskólans hana Berglindi.  Eftir skoðunarferðina fórum við inn í stofuna sem 1.,2. og 3. bekkur hafa og unnum verkefni sem Inga hafði útbúið handa okkur.  Eftir verkefnavinnuna var nestistími þar sem allir fengu samloku og svala sem leikskólinn hafði útbúið.  Eftir nestistímann var farið út í frímínútur og þar var farið í leiki, leikið í leiktækjunum og farið á sparkvöllinn.  Þegar frímínúturnar voru búnar kvöddu leikskólabörnin grunnskólann og héldu af stað út í leikskóla með verkefnablöðin sín.  Næst ætla leikskólabörnin að bjóða 1. bekk í heimsókn út í leikskóla. 


Í samsöng


Að fá verkefni hjá Ingu


Að borða nestið í nestistímanum


í leikjum


Að prófa leiktækin


Á sparkvellinum

Fleiri myndir eru hér

ÞS

07.10.2010

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans þakkar góðar móttökur vegna sölu okkar á margnota bökunarpappírnum.  Þeir sem misstu af okkur þegar við gengum í hús á föstudagskvöldið geta nálgast pappírinn hjá Hafdísi Reynisdóttur fram að helgi.  Pappírinn kostar 2000 kr. og á að endast í 6 ár.  Auðvelt að þrífa og það má setja hann í uppþvottavélina.  Eina sem þarf að varast er að skera ekki í pappírinn.

Foreldrafélag leikskólans/ÞS

Margnota bökunarpappír

Foreldrafélag leikskólans ætlar að ganga í hús í kvöld og selja Teflet margnota bökunarpappír.  Þessi margnota bökunarpappír er tilvalin í jólabaksturinn en hægt er nota hann í ofnskúffuna, kökuformin, í eldföstu fötin og fleira.  Þú notar hann aftur og aftur .  Bökunarpappírinn er með 100%  “non-stick” yfirborði og því er óþarfi að smyrja hann.

Þú þrífur bökunarpappírinn með rökum klút en hann má einnig fara í uppþvottavél.  Pappírinn þolir allt að 260°C og það eru tvö blöð í pakkanum og á að duga í allt að sex ár.  Þessi margnota bökunarpappír kostar 2000 kr. Allur ágóði sölunnar rennur til leikskólabarna á Djúpavogi.  

Stjórn Foreldrafélagsins

 

Afmælisbörn ágústmánaðar

Eftir sumarfrí leikskólans tókum við upp á því að halda upp á afmæli barnanna í leikskólanum síðasta föstudag í hverjum mánuði.  Börnin fá þó áfram kórónu á afmælisdaginn, það er sungið fyrir það og síðan ætlum við að Flagga þeagr flaggstöngin verður komin í lag.  Barnið má koma með ávexti á afmælisdaginn sinn og bjóða í ávaxtatímanum sem er kl. 10:00.  Fyrsti afmælisföstudagurinn sem var haldinn með þessu breytta sniði var þann 27. ágúst en þá voru það þrjár stúlkur sem héldu upp á afmælið sitt á Kríudeild.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum tókst þetta mjög vel. 

Hér fengu þær að skreyta kökuna sína saman

Síðan var farið með vagnin inn á deild

Afmælisbörnin sátu saman og blésu á kertin, 4, 5 og 5 en þær voru allar með sín afmæliskerti

Auðvitað fengu börnin á deildinni að taka þátt í afmælisföstudeginum með afmælisbörnum ágústmánaðar

Fleiri myndir eru hér en vonandi gefur þetta ykkur innsýn inní það hvernig leikskólinn heldur upp á afmælisdag barnanna í leikskólanum.

ÞS

Foreldrafundur í leikskólanum

Síðastliðinn fimmtudag, 16. september, var haldinn opinn foreldrafundur í leikskólanum.  Fundurinn var vel sóttur bæði af mömmum og pöbbum þó aðalega mömmum.  September hefur verið nýttur til þess að aðlaga inn ný börn og fínisera starfið á deildunum.  Það verða 36 börn í leikskólanum í vetur og hefur fjölgað um 11 börn frá því í fyrra.  Við þurfum því að prófa ýmislegt og þróa annað áður en við sjáum hvort það virkar eða virkar ekki.  Báðar deildirnar eru fullsetnar en 20 börn eru á eldri deildinni og 16 börn á þeirri yngri.  Við munum því nota öll þau rými sem eru í húsinu, listakrók, salinn sem er skipt í tvennt fyrir sitthvora deildina, viðtalsherbergið og ganginn.  Fataklefinn verður jafnvel líka nýttur sem leiksvæði í vetur.  

Í allt sumar auglýstum við eftir leikskólakennara og ekki var mikið um fyrirspurnir né umsóknir en rétt fyrir opnun rættist úr málunum en það stóð þó yfir í stuttan tíma.  Við auglýstum aftur og nú hafa fyrirspurnum rignt inn, bæði heimafólk og aðkomufólk, þó svo að umsóknarfresturinn sé löngu liðinn.  Vanessa byrjaði á Krummadeild í síðustu viku en hún verður í ca. 50% starfi og síðan mun Júlía Hrönn byrja þann 1. október í 100% starfi inn á Kríudeild.  Hafdís ætlar að hætta þá og um leið og við þökkum henni kærlega fyrir þann tíma sem hún var með okkur, óskum við henni alls hins besta.  Hugrún er áfram í sínu námi til leikskólakennara og verður hún eitthvað frá vegna þess en Þórdís mun leysa hana af.  

Vetrarstarfið var kynnt en foreldrar fengu send heim hefti þar sem farið var yfir skipulag vetrarins.  Helstu breytingarnar eru að nú opnum við á báðum deildum kl. 7:45 og það fer að verða mikilvægt að börnin hafi klæðnað við hæfi með sér í leikskólann.  Kuldagalli, regngalli, ullasokkar og 2 pör af vettlingum geta verið nauðsynleg en einnig aukaföt ef þau blotna.  Við erum ekki með neinn fatnað til að lána börnunum og þurfu því að hringja eftir slíku ef þetta vantar hjá barni.  Útivera verður á hverjum degi ef veður leyfir en börnin á Kríudeild fara út eftirhádegi eins og síðastliðin ár og börnin á Krummadeild fara út fyrir hádegi.  Við getum ekki látið báðar deildir út á leiksvæðið á sama tíma vegna fjölda systkina milli deilda og vegna skipulagsins á hópastarfinu á Kríudeild.  Afmæli barna á leikskólanum verða framvegis þannig að barnið fær afmæliskórónu á afmælisdaginn og sungið verður fyrir barnið í samverustundinni kl. 10:00.  Ef barnið vill koma með eitthvað má það koma með ávexti til að bjóða í ávaxtatímanum.  Síðasta föstudag í mánuði verður svo haldið upp á afmæli mánaðarins þar sem afmælisbörn hvers mánaðar fá að blása á kertin og boðið verður upp á eina afmælisköku fyrir afmælisbörnin.  Hægt er að sjá hvenær verður haldið upp á afmælin í skóladagatali leikskólans.  Vegna mistaka þá lenti september-afmælin á fimmtudegi en ekki föstudegi og ætlum við að halda afmælisdögunum eins og þeir eru á skóladagatalinu.  Í október verður Bóndavarðan með nýju sniði og ætlar leikskólinn að senda inn fréttir og upplýsingar í hana eins og hádegismatseðilinn fyrir mánuðinn.

Deildarstjórar sögðu frá því að farið verði í bókasafnið á föstudögum í vetur með börnin á Kríudeild, eldri börnin á Krummadeild og börnin á Kríudeild fara annan hvern miðvikudag í íþróttahúsið en hinn miðvikudaginn fer Kríudeildin í vettvangsferðir um nágrennið.  Haldið verður áfram með öðruvísi föstudaga þar sem börnin mega koma í, með eða gert verður eitthvað sérstakt þann föstudaginn.  Deildarnar ætla að taka upp þemastarf þar sem ákveðið þema mun fara í gegnum allt starfið á báðum deildum.   

Fyrirspurnir frá foreldrum komu um verkefnin í listakrók, þar sem mætti vera fjölbreytni og tók starfsfólkið vel í þá hugmynd og ætlar að leggja sig fram um að finna nýjar og fleiri hugmyndir fyrir listakrókinn.  Einnig var útivera barna á Kríudeild rædd en bæði Neistatímar og forskólatímar fyrir elsta árganginn eru eftir hádegi þegar útivera leikskólans er.  Börnin á Kríudeild munu hins vegar fara út fyrirhádegi þó ekki verði farið á leiksvæðið þar sem bæði verður farið í tónlist upp í tónskóla og í íþróttahúsið.  Síðan eru það vettvangsferðirnar aðra hverja viku.  Neistatímar og forskóli Tónskólans er val foreldranna og er því miður á sama tíma og útiveran er hjá deildinni en útiveran er til kl. 14:30 þannig að flest börnin í elsta árgangnum sem eru allan daginn í leikskólanum ættu að fá einhverja útiveru á hverjum degi.  

Foreldrafélagið gaf út lítinn bækling þar sem stiklað var á stóru yfir það sem var gert í vetur.  Síðast verk fráfarandi stjórnar var svo að gefa leikskólanum nýja digital myndavél og þökkum við þeim kærlega fyrir en hún mun koma að góðum notum í vetur.  Ný stjórn var kosin og í henni starfa Íris Dögg og Kristján, Inga og Óli, Hafdís og Baddi og Vanessa og Gunnar.  

ÞS

20.09.2010

Laus staða í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda.  Auglýst er eftir kennara/leiðbeinanda í 100% stöðu með vinnutíma 8:00-16:00.  Umsækjandinn þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgð, frumkvæði og metnað í starfi.   Þarf að geta hafið störf sem fyrst og er umsóknarfresturinn til 10. september 2010.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamála-ráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is, eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

Starfsdagur í leikskólanum

Starfsdagur verður í leikskólanum á morgun og verður því leikskólinn lokaður.

ÞS

09.09.2010

Starwars röðin

Á eldri deildinni fara krakkarnir oft á dag í röð eins og þegar farið er í fataklefann, áður en farið er út og þegar komið er inn eftir útiverunni.  Það er misjafnt hversu auðvelt börn eiga með að standa í röð og hefur það til dæmis sýnt sig að strákar eiga mun erfiðara með þetta heldur en stelpur.  En æfingin skapar meistarann og til þess að allt fari nú ekki í vitleysu þá notum við kennararnir ýmsa leiki til að dreifa huganum og láta börnunum finnast það auðvelt að standa í röð.  Við förum með vísur þar sem við teljum börnin eins og "einn og tveir, inn komu þeir" þrír og fjórir, furðu stórir og svo framvegis.  Síðan höfum við raðað þeim upp í aldursröð þar sem elsti er fyrstur og yngsti síðastur en þá þarf maður að vera með á hreinu hvað allir eru gamlir og í hvaða mánuði þeir eru fæddir í.  Síðan snýr maður röðinni við og hefur þann yngsta fyrst og elsta síðast en það er alltaf mikil keppni hjá þeim eldri að komast fremst í röðina.  Ein röð er þó skemmtilegust og það er "star wars röðin" eins og krakkarnir kalla hana en heitir reyndar stafrófsröðin en vegna þessa nafnabrengls hefur hún orðið agalega vinsæl.  En eins og nafnið gefur til kynna er börnunum raðað eftir stafrófsröð ýmist frá byrjun eða öfuga röð. 

ÞS

Gönguferð upp á Bóndavörðu

Eftir að hafa fylgst með uppsetningu nýs masturs á Bóndavörðunni ákváðu nemendur Kríudeildar að fara í gönguferð upp á Bóndavörðu og skoða nýja mastrið.  Börnin höfðu séð bláan vörubíl koma með farm sem hann hífði með krana af pallinum.  Daginn eftir kom stærðarinnar kranabíll sem fór að hífa upp nýja mastrið. Þegar mastrið var risið ákváðum við að fara og skoða þetta nánar.  

Það er sko fallegt að sjá ofan af Bóndavörðu og hringsjáin er alltaf spennandi

Það voru menn að vinna í mastrinu


mastrið er mjög hátt

Hér má sjá myndir af ferðinni

ÞS

Eftir sumarfrí

Nú eru tvær vikur liðnar síðan leikskólinn opnaði aftur eftir sumarfrí og allt að komast í sinn vanagang.  Grunnskólinn byrjaður og flest öll börnin komin úr sumarfríi.  Verið er að aðlaga inn ný börn á yngri deild leikskólans en það eru fimm börn að hefja sína leikskólagöngu þetta haustið auk þess sem tvö börn byrjuðu á eldri deildinni.  Leikskólinn er fullsetin með 36 börnum en á sama tíma í fyrra voru börnin 29 talsins.  Það hefur því aldeilis fjölgað í leikskólanum en húsnæði hans verður einmitt fimm ára nú í október og óraði engum fyrir því að þessi bygging yrði orðin fullsetin á svona skömmum tíma.   Í september verður nóg um að vera, við höldum áfram að aðlaga ný börn inn í leikskólann, förum í berjamó og leikum okkur. 


Verið í hlutverkaleik þar sem börnin klæða sig upp og leika sér


Þessir tveir eru að byrja í leikskólanum og voru í aðlögun


Í hlutverkaleik


Krakkarnir á Krummadeild í leik


Kríudeild fór í gönguferð upp á Bóndavörðu til að skoða nýja mastrið en þau fylgdust með uppsetningu þess frá leikskólalóðinni


Hvíld hjá börnunum á Krummadeild...hvað er nú fallegra en sofandi börn? 

Kíkið í myndasafn leikskólans en fleiri myndir úr starfi ágústmánaðar má finna í safninu 

ÞS

Sumarfríi lýkur

Leikskólinn Bjarkatún opnar aftur eftir sumarfrí á mánudaginn þann 16. ágúst kl. 7:45.  Við hlökkum til að sjá ykkur.

ÞS

14.08.2010

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

LEIKSKÓLINN / Leikskólakennari

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara frá og með 16. ágúst 2010. Auglýst er eftir kennara í 100% stöðu með vinnutíma 8:00-16:00.  Möguleiki er á lægra starfshlutfall, 50% - 75%  eða 87,5%.  Þarf að geta hafið störf 16. ágúst.  Umsækjandinn þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgð, frumkvæði og metnað í starfi. 

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamála-ráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832/860-7277 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknarfrestir er t.o.m. 30. júlí 2010.  Leikskólinn er í sumarfríi og því á að skila umsóknum í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is, í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps eða í pósti á Leikskólinn Bjarkatún, Hammersminni 15b, Djúpavogi.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sumargrill foreldrafélagsins

Foreldrafélag leikskólans hélt sitt árlega sumargrill þann 13. júlí sl. Margt var um manninn en foreldrar log systkini eikskólabarna mættu og gæddu sér á pylsum og svala í dásamlegu veðri.  Eins og sjá má á meðfylgjandi, fleiri myndir er hægt að sjá hér 

 

Sumarfrí leikskólans og dagatal júlí og ágúst

Leikskólinn fer í sumarfrí þann 15. júlí nk. og opnar aftur eftir sumarfrí þann 16. ágúst (mánudagur).  Leikskólinn verður lokaður í 21. virkan dag eða í um fjórar vikur og verður lokunin nýtt til ýmissa viðhaldsverkefna í leikskólanum. 

Athygli skal vakin á því að nú eru dagatal júlí og ágúst komið á heimasíðu leikskólans en hægt er að sjá það og prenta út með því að velja dagatal hér til hliðar. 

ÞS

12.07.2010