Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún var opinn milli jóla og nýárs og voru nokkur börn sem nýttu sér opnunina þó svo að meirihluti barnanna hafi verið í jólafríi.  Þó svo að börnin hafi ekki verið mörg var tíminn nýttur vel.  Starfsmenn gátu sinnt ýmsum verkefnum sem hafa setið á hakanum í vetur, búnar voru til áramótagrímur og leikið sér í snjónum. 

Starfsfólk og börn Bjarkatúns óska ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir það liðna.  Megi árið 2010 verða okkur öllum gott. 

Fleiri myndir er hægt að sjá hér

ÞS

Jólakveðja

Starfsfólk og börn leikskólans Bjarkatúns senda ykkur jólakveðju...

 

ÞS

23.12.2009

V.Í.S. gefur umferðaröryggisvesti

Leikskólanum barst góð gjöf frá VÍS fyrir stuttu þegar Guðný Helga færði okkur 10 umferðaröryggisvesti frá VÍS.  Þessi vesti eru nauðsynleg í gönguferðir með börnin.  Við þökkum VÍS kærlega fyrir. 

Litla jólaball leikskólans

Litla jólaball leikskólans var miðvikudaginn 16. desember.  Byrjað var kl. 10:45 að dansa í kringum jólatréð en börnin mættu prúðbúin í leikskólann.  Þegar búið var að syngja og dansa birtist rauðklæddur maður sem sagðist heita Gluggagægir í leikskólann með staf og poka fullan af pökkum.  Börnin (flest) tóku fagnandi á móti honum þó sum hver urðu ansi skelkuð við manninn.  Auðvitað voru teknir nokkrir hringir með jólasveininum og á meðan sum kepptust um að fá að leiða jólasveinin voru aðrir sem vildu frekar draga sig til hlés og fannst öruggast að vera í fangi fullorðna.  Þegar búið var að dansa fór jólasveinninn að skima eftir pokanum sínum sem fannst nú fljótt enda vissu krakkarnir alveg hvað nú var í vændum.  Jólasveinninn gaf hverju og einu barni jólagjöf sem þau fóru með heim, eftir útdeilingu jólagjafa kvaddi sveinki og hélt af stað enda fleiri jólaböll í vændum um allt Ísland. En veislunni á leikskólanum var ekki lokið því komið var að hádegismat á yngri deildinni sem er hálftíma á undan eldri deildinni.  Í hádegismat var hangikjöt, kartölfur og meðlæti og í eftirrétt var jólaís og blandaðir ávextir.  Börnin létu vel af matnum og hlakka til að bragða á jólamatunum heima fyrir þegar jólin ganga í garð. Sjá myndir hér.

 

ÞS

Grunnskólaheimsókn

Í morgun fóru elstu börnin í leikskólanum í heimsókn upp í grunnskóla en tilgangur ferðarinnar var að hitta 1. og 2. bekkinga og gera með þeim jólaföndur.  sjá má myndir frá heimsókninni hér.

ÞS

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélags leikskólans var haldið í leikskólanum 12. desember sl.  Leikskólabörn og foreldrar áttu saman góða stund og föndruðu saman jólasokk og tvo snjókarla.  Boðið var upp á kaffi, jólablönduna malt og appelsín, smákökur og mandarínur.  Þau börn sem ekki áttu heimangengt fengu svo efniviðinn í hólfið sitt og gert heima með mömmu og pabba.  Fleiri myndir hér.

 

 

 

 

 

ÞS

Jólaföndur foreldrafélagsins

Leikskólastjóri minnir á jólaföndur foreldrafélagsins sem verður á morgun, laugardag 12. desember milli kl. 10:00-12:00.  Foreldrar velkomnir með leikskólabörnum sínum og og eiga góða stund saman við að gera jólaföndur.

ÞS

Foreldrakaffi

Hefð er fyrir því að börnin í leikskólanum baki piparkökur og skreyti í byrjun desember og bjóði síðan foreldrum sínum upp á kaffi og piparkökur.  Í ár var engin breyting á og útbjuggu börnin boðskort til foreldra sinna á þennan viðburð sem var þann 10. desember.  Eins og sjá má á myndunum var atburðurinn vel sóttur og voru börnin hæst ánægð að fá mömmu og pabba og sum ömmu og afa í heimsókn til sín þó ekki hafi allir verið eins sáttir þegar þau fóru og skildu ekkert í þessu. 

ÞS

Foreldrakaffi

Foreldrakaffi verður í leikskólanum þann 10. desember.  Foreldrar eru boðnir velkomnir hvenær sem er dagsins en börnin bjóða upp á nýbakaðar piparkökur og kaffi.  Vakin skal athygli á dagskipulaginu sem hægt er að finna hér.  Til dæms er  hádegismatur á Krummadeild (yngri) er kl. 11:30 og eftir hann fara börnin í hvíld sem er mislöng eftir aldri barnanna.  Hádegismatur á Kríudeild (eldri) er kl. 12:00 og eftir hann fara börnin í hvíld og um kl. 13:00 fara þau í útiveru. 

ÞS

08.12.2009

Veist þú hvaða dagur er í dag?

Þau vita það:

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þau á yngri deildinni vissu það líka þó þeim hafi nú ekki alveg líkað eins vel við það eins og þau á eldri deildinni:

Eru þið búin að fatta hvaða dagur er í dag? 

Hugmyndin að baki Degi rauða nefsins er að gleðjast og gleðja aðra, og þá sérstaklega að gleðja börn sem búa við sára neyð.

ÞS

Aðventa í kirkjunni

Aðventan er gengin í garð og í tilefni hennar fóru leikskólabörnin í kirkjuna.  Séra Sjöfn tók á móti okkur og síðan var sungið saman, hlustað á loðtöflusögu um fæðingu frelsarans og hittu líka ýmsar persónur úr kirkjuskólanum eina og Fróða, Músapésa og Mýslu og marga aðra.  Kíkt var í fjársjóðskistuna en hún geymir marga skemmtilega hluti.  Síðan var farið upp á loft og þar fengu allir djús og piparkökur.  Allir skemmtu sér vel og voru hæstánægðir með ferðina eins og sjá má á myndunum hér.