Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Krabbi og krossfiskur

Í síðustu viku kom Sóley Dögg með krabba, krossfisk og ýmisleg önnur sjávardýr og sýndi krökkunum í Bjarkatúni.  Mörg börnin voru farin heim þegar hún kom með hann þannig að við fengum að hafa hann hjá okkur til að sýna börnunum daginn eftir.  Við þökkum Sóleyju kærlega fyrir að hafa sýnt okkur þetta.  Fleiri myndir hér.

 

 

30.11.2009

1. bekkur kom í heimsókn

Í síðustu viku kom fyrsti bekkur í heimsókn í leikskólann með bekkjarkennara sínum.  Tóku tilvonandi nemendur fyrsta bekkjar á móti þeim en í ár eru tveir nemendur í leikskólanum sem fara í grunnskóla næsta vetur.  Spjölluðum við saman um hvernig væri að vera í skóla og leikskóla og síðan fengu nemendurnir að byggja úr einingakubbum.  Urðu til margar flottar byggingar eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja en fleiri myndir eru hér.

 

ÞS

Starfsmannafundur

Minnum á starfsmannafundinn sem verður 27. nóvember kl. 13:00.  Leikskólinn lokar þá.  Næsti fundur verður svo 4. janúar

Leikskólastjóri

25.11.2009

Dagatal Desembermánaðar

Dagatal desember mánaðar er komið inn á heimasíðuna og geta foreldrar einnig nálgast það hér eða valið dagatal hér til hliðar og smellt á desember. 

25.11.2009

Starfsmannafundur

Leikskólinn verður lokaður frá kl. 13:00 á föstudaginn 27. nóvember vegna starfsmannafunds. 

ÞS

20.11.2009

Brunavarnir í heimsókn

Þann 19. nóvember sl. kom slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands í leikskólann til að hitta elstu nemendurna.  En leikskólinn er í samstarfi við Brunavarnir um fræðslu meðal elstu barna í leikskólanum.  Sýndu þeir krökkunum myndband sem hægt er að skoða á netinu á slóðinni www.brunabot.is um þau Loga og Glóð.  Þau fengu afhenta verkefnamöppu og sáu ýmis tæki sem notuð eru í brunavörnum. 

Leikskólinn fékk síðan fræðslubækling til að setja í hólf allra barnanna um brunavarnir á heimilum, auk þess sem sett var í hólfin bréf um tannvernd barna. 

Hér er verið að sýna okkur reykskynjara

Hér er verkefnabókin sem við fáum

ÞS

Horfðum á myndband með Loga og Glóð

Á dögum myrkurs í Bjarkatúni

Það var nóg um að vera í leikskólanum á dögum myrkurs eins og sjá má á myndum sem birst hafa á síðu leikskólans og þó svo að engar myndir birtust fyrir síðustu daga myrkurs í síðustu viku var það ekki vegna þess að ekkert væri um að vera en nú bætum við úr því og sýnum ykkur myndir frá fimmtudeginum og föstudeginum.  Á fimmtudeginum bjuggum við til þrautabraut úr holukubbum og fleiru sem börnin síðan skriðu í gegnum með vasaljós við hönd. 

svona litu göngin út

Síðan á föstudaginn héldum við myrkraball þar sem börnin fengu ljósaprik og sett var upp sérstakt blikkljós til að skapa stemmingu í myrkrinu.  Börnin á Kríudeild bjuggu sér til grímur og mættu í dökkum fötum og síðan var dansað.

Fleiri myndir er hægt að sjá hér

ÞS

20.11.2009

Leikið í myrkrinu

Í dag fengu börnin í leikskólanum Bjarkatúni að skoða rafmagn með sérstöku rafljósi.  Ljósið vakti mikla hrifningu enda virkar það þannig að glóhnöttur er í miðjunni og stór glerkúpull yfir.  Þegar börnin snerta glerkúpulinn kemur ljós úr glóhnettinum yfir í fingurinn án þess þó að barnið fái straum.  En myndirnar segja meira en mörg orð en hægt er að sjá fleiri myndir hér eða í myndaalbúmi leikskólans, myndir 2009, Nóvember og velja svo dagar myrkurs í leikskólanum.

ÞS

Boðskaffi í leikskólanum

Í morgun buðu leikskólabörnin Djúpavogsbúum og vinum í kaffi enda dagar myrkurs í fullum gangi.  Búið var að setja upp hin ýmsu listaverk eins og neon-myndir í fataklefanum, Skrímsli og prinsessur teiknaðar með kolum í salnum, köngulóarvefur með litlum köngulóum sem börnin bjuggu til sjálf og settu mynd af sér á með ógnvekjandi svipnum sínum.  Börnin á Kríudeild skrímslaskuggaverk þar sem lagið "skrímslin í skápnum" af Gilligill disknum var spilað undir.  Síðan sungu báðar deildirnar þrjú lög saman, Kalli litli könguló, Draugalagið og Afi minn og amma mín.  Vel var mætt og var það samróma álit allra að þarna væri flott sýning á ferð og stóðu börnin sig með prýði.  

Kolamyndir og köngulóarvefur

Hér má sjá köngulóarvefinn með köngulóm

Sjáiði draugana sem hanga niður úr loftinu

ÞS

Boðskaffi í leikskólanum

Við bjóðum Djúpavogsbúum og vinum í heimsókn í leikskólann okkar á morgun.  Boðið verður upp á kaffi og sýningu á verkum daga myrkurs í leikskólanum.  Börnin munu taka lagið kl. 9:40. 

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Baujunámskeið

BAUJUNÁMSKEIÐ

Solveig Friðriksdóttir hefur áhuga á að vera með „Baujunámskeið“ fyrir foreldra á Djúpavogi, fimmtudaginn 12. nóvember, ef næg þátttaka fæst.

Baujunámskeiðið er sjálfsstyrkinganámskeið þar sem frætt er um tilfinningar okkar og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og líðan. Kenndar verða einfaldar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar í dagsins önn svo og slökunaröndun.

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, engin einstaklings- eða hópverkefni og enginn þarf að óttast að þurfa að standa upp fyrir framan hóp og tala. Námskeiðið tekur um tvo tíma.

Hægt er að fræðast nánar um Baujuna á
www.baujan.is


Solveig er með B.A. próf í sálfræði, jógakennari og hefur unnið við kennslu sl. 11 ár. Hún hefur kennt Baujuna fyrir nemendur í Grunnskólanum á Stöðvarfirði (sex námskeið). Þá hefur hún haldið tvö námskeið fyrir nemendur á Fáskrúðsfirði, eitt námskeið fyrir foreldra Grunnskólans á Stöðvarfirði, tvö námskeið fyrir starfshópa og eitt fyrir kennara á Kennaraþingi ásamt því að hafa haldið eigin fræðslufyrirlestra til persónuuppbyggingar.  (Síðasti fyrirlestur sem hún hélt var fyrir rúmlega 100 manns).

Foreldri greiðir 1.000.- kr. fyrir námskeiðið en ef báðir foreldrar koma saman kostar það 1.500.- kr.-  Grunnskólinn / leikskólinn og foreldrafélögin greiða það sem upp á vantar.  Lágmarksþátttaka eru 8 manns.

Áhugasamir hafi samband við Halldóru (dora @djupivogur.is) – 478-8246 eða Guðrúnu (gudrun@djupivogur.is) – 478-8832 fyrir 6. nóvember nk.