Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Kubbastarf í leikskólanum

Þá er vetrarstarf leikskólans komið á fullt skrið en eitt af því sem börnin gera í hópastarfi er að fara í einingakubba.  Einingakubbar eru trékubbar sem eru hannaðir út frá hugmyndum Caroline Pratt um leikefni sem væri sveigjanlegt og börn gætu notað það án stýringar frá kennara.  Kubbarnir byggjast á rétthyrndum grunnkubbi og miðast allir kubbarnir út frá honum.  Grunnkubburinn er þannig að breidd hans er jöfn og tvöföld þykkt hans og lengdin jöfn tvöfaldri breidd hasn.  Síðan eru fleiri rétthyrndir kubbar, helmingi minni, tvöfaldt eða þrefalt stærri.  Þríhyrningar eru en þeir geta verið helmingur eða fjórðungur af grunnkubbi og ýmist á lengdina eða breiddina.  Síðan eru sívalingar, bogar og beygjur auk flóknari forma sem öll eru byggð út frá grunnkubbnum.  

Í starfi í einingukubbum öðlast barn mikla þekkingu auk þess sem hlutverkaleikur barnanna blómstrar.  Líkamsþroskinn æfist með samhæfingu augna og handa, sjónskyn þroskast sem og æfa þau fín- og grófhreyfingar, Þau æfast í samvinnu, að deila með öðrum, sjálfstraust, virðingu fyrir vinnu annarra og frumkvæði.  Hugtakaskilningur eykst og þau segja frá byggingunum sínum og sögu í kringum bygginguna.  Þau læra ýmis stærðfræðihugtök, samlagningu, frádrátt, deilingu, rými, tölur, flokkun, lögun og skipulag.  Auk þess sem þau læra að hanna og skapa byggingar og mynstur.  Þyngdarlögmál, jafnvægi, samhverfa, uppgötvun og stöðugleiki hluta eru þau að læra í kubbunum sem og margt fleira.  

Í kubbavinnu má sjá stigskipta þróun hjá börnunum rétt eins og þegar þau teikna kall.  Á fyrsta stiginu eru þau að kynnast kubbunum, handfjatla þá og færa þá á milli staða sem og þau stafla kubbunum óreglulega.  Á öðru stigi byrja þau að byggja úr kubbunum, þau raða kubbunum hlið við hlið eða búa til turna.  Á þriðja stiginu glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja.  Á fjórða stiginu fara börnin að raða fjórum kubbum saman þannig að þeir afmarki svæði.  Á fimmta stiginu einkennast byggingarnar af jafnvægi og samvhverfu, eru eins og spegilmynd.  Á sjötta stiginu gefa þau byggingunum sínum nöfn sem tengjast hlutverki þeirra og starfsemi.  Á sjöunda stiginu byggja börnin eitthvað sem þau þekkja af eigin reynslu eða úr nágrenninu.  Þau gera kröfur um viðbótarefnivið til að þróa hlutverkaleikinn.  Viðbótarefniviður getur verið litlir litaðir tréteningar, viðarfólk og dýr, málningarlímband, blö og skriffæri, teppaafgangar, garn og bönd, skeljar og litlir steinar.

Á fyrsta stiginu eru börnin að handfjatla kubbana, færa þá milli staða og stafla óreglulega

Samkvæmt stigi 2 þá byrja þau að búa til turna

Eða raða kubbunum hlið við hlið

Á 3 stigi glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja

og hér má sjá aðra útfærslu af að brúa tvo kubba saman

Á fjórða stiginu byrja börnin að raða saman kubbum þannig að þeir afmarki svæði

Þessir byggðu sér hús og afmörkuð þannig sitt svæði með kubbunum, stig 4

Hér má glöggt sjá fimmta stigið þar sem byggingar einkennast af jafnvæi og samhverfu

Hér má sjá Latabæjargeimskip sem er einmitt einkennandi fyrir 6 stig þegar börnin fara að gefa byggingunum sínum nöfn sem tengist hlutverki og starfsemi þeirra

Hér má sjá ólík form búin til úr kubbunum og svo hafa þau fengið litaða tréteninga til að skreyta en á 7. stiginu eru börnin farin að gera aukna kröfu um slíkt viðbótarefni. 

 

Hægt er að sjá fleiri myndir úr hópastarfi Krummadeildar hér og Kríudeildar hér

ÞS

 

Gestir í heimsókn

Rétt fyrir hádegið birtust sorphirðumenn Djúpavogs í heimsókn í leikskólann.  Þeir voru að hirða sorpið en auk þess komu þeir með góðan gest sem hafði villst af leið börnunum til mikillar gleði.  Þetta var lítil mús sem heitir Dindill.  Vildu sumir fá að eiga hana og líka að klappa henni en hún var í glerkrukku.  Ákveðið var að þeir myndu geyma hana í sorpstöðinni og gætu krakkarnir komið með flokkanlegt efni til að skila og kíkt á vin sinn Dindil í leiðinni. 

 

Músin Dindill í heimsókn í leikskólann

Allir fengu að sjá

Dindill er mjög merkilegur

ÞS

 

Dagatal Nóvembermánaðar

Nú er dagatal nóvembermánaðar komið á heimasíðu leikskólans.  Endilega kynnið ykkur það með því að velja dagatal, 2009 og nóvember hér til hliðar. 

ÞS

19.10.2009

Matráður

LEIKSKÓLINN / Matráður

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir matráð í 100% starf  frá 1. nóvember 2009.  Starfið er tímabundið til sumarlokunar leikskólans 15. júlí.  Byrjað verður að elda hádegsimat í leikskólanum 2. nóvember nk.   Starfið felur í sér innkaup, bakstur brauða og bakkelsis, eldun hádegismatar, framreiðslu matar og öll almenn eldhússtörf, sjá þarf um morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 

 

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamning Afls og sveitarfélagsins. 

 

Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá Þórdísi í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum ber að skila fyrir 22. október inn á skrifstofu Djúpavogshrepps, opnunartími frá 13:00-15:00, eða í tölvupósti bjarkatun@djupivogur.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Djúpavogshreppur auglýsir

LEIKSKÓLINN / Matráður

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir matráð í 100% starf  frá 1. nóvember 2009.  Starfið er tímabundið til sumarlokunar leikskólans 15. júlí.  Byrjað verður að elda hádegsimat í leikskólanum 2. nóvember nk.   Starfið felur í sér innkaup, bakstur brauða og bakkelsis, eldun hádegismatar, framreiðslu matar og öll almenn eldhússtörf, sjá þarf um morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 

 

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamning Afls og sveitarfélagsins eða FOSA og sveitarfélagsins. 

 

Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá Þórdísi í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum ber að skila fyrir 22. október inn á skrifstofu Djúpavogshrepps, opnunartími frá 13:00-15:00, eða í tölvupósti bjarkatun@djupivogur.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Foreldrafundur 8. október 2009

Foreldrafundur  8. október 2009 

 

Á fundinum var farið yfir skipulag vetrarins, hvað verður gert í vetur á báðum deildum og svo á sitt hvorri deildinni fyrir sig.  Farið var inn á heimasíðu Bjarkatúns og sýnd svæði sem geyma ársskýrslu leikskólans, starfsáætlun 2009-2010, skóladagatalið og viðbragðsáætlun leikskólans.  Vefsvæðið mentor var kynnt en það svæði verður mikið notað til að koma upplýsingum um hvað sé verið að gera og hvað verður gert í vetur.  Rætt voru ýmis málefni sem snúa að leikskólanum.  Ákveðið var að fá séra Sjöfn til að koma í leikskólann einu sinni í mánuði og spjalla við börnin og syngja með þeim.  Nánari tímasetning verður auglýst síðar. 

Á fundinum var einnig rætt um hvort breyta ætti sumarlokun leikskólans en honum er lokað frá 15. júlí-15. ágúst, gerði leikskólastjóri óformlega könnun á því hvar foreldrar leikskólabarna ynni og kom í ljós að 9 foreldrar vinna í Vísi, 8 foreldrar eru á sjó og 8 foreldrar eru heimavinnandi eða í fæðingarorlofi, 5 í leikskólanum en síðan dreifast foreldrarnir á skrifsstofuna, Samkaup, fiskmarkað, Rafstöð, Hótel, HB – Granda, Ósnes, Tónskólann, Grunnskólann og fleiri staði.  Samtals eru 51 foreldri og var þetta óháð því hvort um systkini væri að ræða eða ekki.  Rætt var um hvenær lokunin gæti verið ef hún yrði ekki þessi en ekki væri möguleiki á að færa lokunina mikið til.  Foreldrar á fundinum voru almennt ánægðir með þessa lokun þó svo að hún hentaði kannski ekki fólki sem ynni í ferðaþjónustunni en kom fram að ferðaþjónustutímabilið nær yfir þá mánuði sem leikskólinn gæti lokað, júní-júlí og ágúst auk þess sem þetta er hlýjasta tímabilið og best að fara í frí með börn þá.  Leikskólinn myndi ekki fara að loka í september eða október.  Ákveðið var að gera könnun á því hvaða tímabil foreldrar myndu helst vilja að leikskólanum yrði lokað.

Að lokum var rætt um það hvort foreldrar mættu setja nammi á afmæliskökur barnanna og skapaðist töluverð umræða um það.  Þar sem foreldrum fannst það partur af því að eiga afmæli væri að koma með nammi á kökuna enda myndi 2-3 nammi ekki skaða neinn.  Öðrum foreldrum fannst það alls ekki eiga heima í leikskólanum að börnin fengju nammi.  Svo voru foreldrar sem töluðu um að þeim fyndist munur á því hvort verið væri að ræða um börn á yngri deildinni eða eldri deildinni.  Það mætti alveg sleppa því að skreyta tertur með nammi á yngri deildinni en á eldri deildinni væru flest börn farin að borða nammi heima fyrir og því í lagi að skreyta með nammi.  Fyrirspurn kom um það af hverju væri verið að ræða þetta núna hvort þetta hefði ekki verið ákveðið í fyrra á fundinum.  Jú foreldrar ákváðu að mælast til þess að aðrir foreldrar myndu ekki skreyta kökur með nammi og var því komið á framfæri í fréttabréfi til foreldranna.  Leikskólastjóri tók þá ákvörðun að á afmæli barnsins væri það undir foreldrum komið hvað þeir kæmu með eða hvort þeir kæmu með eitthvað yfir höfuð og því myndi leikskólinn ekki setja neina reglu þess efnis.  Flestir foreldrar fóru eftir þessum tilmælum en ekki allir þar sem þeir höfðu ekki komist á fundinn og voru mjög ósáttir með þessa ákvörðun.  Fyrirspurnir komu til okkar um hvað mætti setja á kökurnar og hvaða máli skipti hvort súkkulaðið sé ofan á kökunni eða í kökunni.  Á fundinum kom fram að þetta væri nú kannski ekki spurningu um nammið sem slílkt heldur að setja nammi ofan á kökur.  Leikskólastjóri kom með þá hugmynd að þar sem leikskólinn er að ráða matráð í eldhúsið að bakaðar yrðu afmæliskökur fyrir barnið á leikskólanum.  Afmælisbarnið gæti tekið þátt í þeim bakstri og öll börnin fengju eins kökur.  Ekki voru allir sáttir við það þar sem þeim fannst þetta vera hluti af afmælisdegi barnsins að fá að koma með sína köku í leikskólann sem það hafði bakað og skreytt sjálft.  Niðurstaðan var semsagt sú að foreldrar mega koma með afmælilskökur eða annað í samráði við deildarstjóra en ef foreldri hefði ekki tök á að koma með köku eða annað þá gæti leikskólinn bakað kökuna og myndi þá barnið fá að taka þátt í því með matráðnum.  Foreldrar yrðu að láta vita með nokkra daga fyrirvara með það.  

 

Kosið var í foreldarráð/félag leikskólans og í nýrri stjórn starfa Ævar Orri, Ágústa og Unnur.  Fulltrúi leikskólans er Hugrún og starfar Þórdís auk þess með stjórninni.  

 

ÞS

09.10.2009

Foreldrafundur leikskólans

Foreldrafundur leikskólans verður haldinn 8. október í leikskólanum kl. 17:30.  Á dagskrá er kynning á vetrarstarfi leikskólans, kosning í foreldraráð/félag, spjall um leikskólamál og mótun leikskólastarfsins á Djúpavogi. 

 

Leikskólastjóri

Bókasafnsferð

Í dag fóru nemendur Kríudeildar á bókasafnið í fyrsta skipti í vetur en ætlunin er að fara fyrsta föstudag í hverjum mánuði á bókasafnið.  Börnin fá að skoða bækur, lesin er saga og svo teknar nokkrar bækur.  Einnig ætla nemendur Kríudeildar að fara í íþróttahúsið aðra hverja viku í vetur og verður fyrsta ferðin í íþróttahúsið farin þann 7 október kl. 10:30. 

Vetrarstarfið byrjar á fullum krafti eftir helgi og geta foreldrar séð skipulagið á svæði hverrar deildar fyrir sig.  Í starfi vetrarins mun Krummadeild (yngri börnin) fara í könnunarleik, tónlist og hreyfing, einingakubba og listakrók og Kríudeild (eldri börnin) fara í eininga/holukubba, tónlist og hreyfingu, listakrók og málörvun.  Hópstjórar sjá um starfið en tónlist og hreyfing verður í höndum Andreu með aðstoð hópstjóra og málörvun sér Helga Björk um.  

Við minnum á foreldrafundinn sem verður haldinn 8. október kl. 17:30

ÞS

02.10.2009