Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er Mark Anthony.  Hann er fimm ára í dag og óskum við honum innilega til hamingju með daginn.

30.07.2009

Gjaldfrjálsir tímar

Leikskólastjóri vill vekja athygli foreldra á því að gjaldfrjálst er í leikskólann milli kl. 9:00-12:00 fyrir tvo elstu árganga leikskólans þ.e. börn fædd 2004 og 2005, frá og með 1. september nk.  Á þessum tíma fer fram skipulagt starf í leikskólanum svo sem hópastarf, sérkennsla og almennt skólastarf leikskólans.  Foreldrar sem eru með vistun utan þess tíma þurfa að sækja um breytingu ef þeir ætla að nýta sér hann.  Hægt er að sækja um breytingu á vistun á þar til gert eyðublað á skrifstofu leikskólastjóra og með tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is á meðan leikskólinn er í sumarfríi. 

ÞS

Af öryggisástæðum

Frá og með deginum í dag verða ekki settar inn myndir af barni á leikskólanum og nafn þess látið fylgja með sbr. afmælisbarn dagsins af öryggisástæðum. 

ÞS

15.07.2009

Sumargrill foreldrafélagsins

Grill Foreldrafélags leikskólans

föstudaginn 10. júlí

 

Í hádeginu á föstudag mun stjórn foreldrafélagsins standa við grillið fyrir utan leikskólann, í sól og blíðu, og grilla pylsur.

Vonumst til að sjá sem flesta, systkini eru velkomin með foreldrum.

Styrktaraðilar eru Hótel Framtíð, Við Voginn og Vífilfell