Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er hún Laura. Hún er fimm ára í dag og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

G.S.

27.04.2009

Myndir

Búið er að setja inn nýjar myndir frá ýmsum atburðum í apríl og afmælismyndir í febrúar og mars. G.S.

24.04.2009

Leikskólabörn á labbi

Í dag, sem og síðustu daga hefur verið dandalablíða hér á Djúpavogi. Í morgun mátti sjá leikskólabörn í labbitúr í góða veðrinu og var ekki annað að sjá en að blessuð börnin kynnu vel að meta vorið, sem Djúpavogsbúar vilja meina að sé komið - í bili allavega.

Myndir má sjá með því að smella hér.

ÓB

Gleðilega páska

Starfsfólk leikskólans óskar börnum og foreldrum þeirra gleðilegra páska. Einnig viljum við minna á starfsdaginn sem er 14. apríl og er leikskólinn þá lokaður.

G.S.

08.04.2009

Mömmur og pabbar í Djúpavogshreppi

Á miðvikudagsmorgnum milli kl. 9:00-12:00 stendur Höfn (Zion) opið fyrir mömmur og / eða pabba með litlu krílin sín. 

Fyrsti morguninn verður þann 8. apríl nk.