Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún var opinn milli jóla og nýárs og voru nokkur börn sem nýttu sér opnunina þó svo að meirihluti barnanna hafi verið í jólafríi.  Þó svo að börnin hafi ekki verið mörg var tíminn nýttur vel.  Starfsmenn gátu sinnt ýmsum verkefnum sem hafa setið á hakanum í vetur, búnar voru til áramótagrímur og leikið sér í snjónum. 

Starfsfólk og börn Bjarkatúns óska ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir það liðna.  Megi árið 2010 verða okkur öllum gott. 

Fleiri myndir er hægt að sjá hér

ÞS

Jólakveðja

Starfsfólk og börn leikskólans Bjarkatúns senda ykkur jólakveðju...

 

ÞS

23.12.2009

V.Í.S. gefur umferðaröryggisvesti

Leikskólanum barst góð gjöf frá VÍS fyrir stuttu þegar Guðný Helga færði okkur 10 umferðaröryggisvesti frá VÍS.  Þessi vesti eru nauðsynleg í gönguferðir með börnin.  Við þökkum VÍS kærlega fyrir. 

Litla jólaball leikskólans

Litla jólaball leikskólans var miðvikudaginn 16. desember.  Byrjað var kl. 10:45 að dansa í kringum jólatréð en börnin mættu prúðbúin í leikskólann.  Þegar búið var að syngja og dansa birtist rauðklæddur maður sem sagðist heita Gluggagægir í leikskólann með staf og poka fullan af pökkum.  Börnin (flest) tóku fagnandi á móti honum þó sum hver urðu ansi skelkuð við manninn.  Auðvitað voru teknir nokkrir hringir með jólasveininum og á meðan sum kepptust um að fá að leiða jólasveinin voru aðrir sem vildu frekar draga sig til hlés og fannst öruggast að vera í fangi fullorðna.  Þegar búið var að dansa fór jólasveinninn að skima eftir pokanum sínum sem fannst nú fljótt enda vissu krakkarnir alveg hvað nú var í vændum.  Jólasveinninn gaf hverju og einu barni jólagjöf sem þau fóru með heim, eftir útdeilingu jólagjafa kvaddi sveinki og hélt af stað enda fleiri jólaböll í vændum um allt Ísland. En veislunni á leikskólanum var ekki lokið því komið var að hádegismat á yngri deildinni sem er hálftíma á undan eldri deildinni.  Í hádegismat var hangikjöt, kartölfur og meðlæti og í eftirrétt var jólaís og blandaðir ávextir.  Börnin létu vel af matnum og hlakka til að bragða á jólamatunum heima fyrir þegar jólin ganga í garð. Sjá myndir hér.

 

ÞS

Grunnskólaheimsókn

Í morgun fóru elstu börnin í leikskólanum í heimsókn upp í grunnskóla en tilgangur ferðarinnar var að hitta 1. og 2. bekkinga og gera með þeim jólaföndur.  sjá má myndir frá heimsókninni hér.

ÞS

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélags leikskólans var haldið í leikskólanum 12. desember sl.  Leikskólabörn og foreldrar áttu saman góða stund og föndruðu saman jólasokk og tvo snjókarla.  Boðið var upp á kaffi, jólablönduna malt og appelsín, smákökur og mandarínur.  Þau börn sem ekki áttu heimangengt fengu svo efniviðinn í hólfið sitt og gert heima með mömmu og pabba.  Fleiri myndir hér.

 

 

 

 

 

ÞS

Jólaföndur foreldrafélagsins

Leikskólastjóri minnir á jólaföndur foreldrafélagsins sem verður á morgun, laugardag 12. desember milli kl. 10:00-12:00.  Foreldrar velkomnir með leikskólabörnum sínum og og eiga góða stund saman við að gera jólaföndur.

ÞS

Foreldrakaffi

Hefð er fyrir því að börnin í leikskólanum baki piparkökur og skreyti í byrjun desember og bjóði síðan foreldrum sínum upp á kaffi og piparkökur.  Í ár var engin breyting á og útbjuggu börnin boðskort til foreldra sinna á þennan viðburð sem var þann 10. desember.  Eins og sjá má á myndunum var atburðurinn vel sóttur og voru börnin hæst ánægð að fá mömmu og pabba og sum ömmu og afa í heimsókn til sín þó ekki hafi allir verið eins sáttir þegar þau fóru og skildu ekkert í þessu. 

ÞS

Foreldrakaffi

Foreldrakaffi verður í leikskólanum þann 10. desember.  Foreldrar eru boðnir velkomnir hvenær sem er dagsins en börnin bjóða upp á nýbakaðar piparkökur og kaffi.  Vakin skal athygli á dagskipulaginu sem hægt er að finna hér.  Til dæms er  hádegismatur á Krummadeild (yngri) er kl. 11:30 og eftir hann fara börnin í hvíld sem er mislöng eftir aldri barnanna.  Hádegismatur á Kríudeild (eldri) er kl. 12:00 og eftir hann fara börnin í hvíld og um kl. 13:00 fara þau í útiveru. 

ÞS

08.12.2009

Veist þú hvaða dagur er í dag?

Þau vita það:

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þau á yngri deildinni vissu það líka þó þeim hafi nú ekki alveg líkað eins vel við það eins og þau á eldri deildinni:

Eru þið búin að fatta hvaða dagur er í dag? 

Hugmyndin að baki Degi rauða nefsins er að gleðjast og gleðja aðra, og þá sérstaklega að gleðja börn sem búa við sára neyð.

ÞS

Aðventa í kirkjunni

Aðventan er gengin í garð og í tilefni hennar fóru leikskólabörnin í kirkjuna.  Séra Sjöfn tók á móti okkur og síðan var sungið saman, hlustað á loðtöflusögu um fæðingu frelsarans og hittu líka ýmsar persónur úr kirkjuskólanum eina og Fróða, Músapésa og Mýslu og marga aðra.  Kíkt var í fjársjóðskistuna en hún geymir marga skemmtilega hluti.  Síðan var farið upp á loft og þar fengu allir djús og piparkökur.  Allir skemmtu sér vel og voru hæstánægðir með ferðina eins og sjá má á myndunum hér.  

Krabbi og krossfiskur

Í síðustu viku kom Sóley Dögg með krabba, krossfisk og ýmisleg önnur sjávardýr og sýndi krökkunum í Bjarkatúni.  Mörg börnin voru farin heim þegar hún kom með hann þannig að við fengum að hafa hann hjá okkur til að sýna börnunum daginn eftir.  Við þökkum Sóleyju kærlega fyrir að hafa sýnt okkur þetta.  Fleiri myndir hér.

 

 

30.11.2009

1. bekkur kom í heimsókn

Í síðustu viku kom fyrsti bekkur í heimsókn í leikskólann með bekkjarkennara sínum.  Tóku tilvonandi nemendur fyrsta bekkjar á móti þeim en í ár eru tveir nemendur í leikskólanum sem fara í grunnskóla næsta vetur.  Spjölluðum við saman um hvernig væri að vera í skóla og leikskóla og síðan fengu nemendurnir að byggja úr einingakubbum.  Urðu til margar flottar byggingar eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja en fleiri myndir eru hér.

 

ÞS

Starfsmannafundur

Minnum á starfsmannafundinn sem verður 27. nóvember kl. 13:00.  Leikskólinn lokar þá.  Næsti fundur verður svo 4. janúar

Leikskólastjóri

25.11.2009

Dagatal Desembermánaðar

Dagatal desember mánaðar er komið inn á heimasíðuna og geta foreldrar einnig nálgast það hér eða valið dagatal hér til hliðar og smellt á desember. 

25.11.2009

Starfsmannafundur

Leikskólinn verður lokaður frá kl. 13:00 á föstudaginn 27. nóvember vegna starfsmannafunds. 

ÞS

20.11.2009

Brunavarnir í heimsókn

Þann 19. nóvember sl. kom slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands í leikskólann til að hitta elstu nemendurna.  En leikskólinn er í samstarfi við Brunavarnir um fræðslu meðal elstu barna í leikskólanum.  Sýndu þeir krökkunum myndband sem hægt er að skoða á netinu á slóðinni www.brunabot.is um þau Loga og Glóð.  Þau fengu afhenta verkefnamöppu og sáu ýmis tæki sem notuð eru í brunavörnum. 

Leikskólinn fékk síðan fræðslubækling til að setja í hólf allra barnanna um brunavarnir á heimilum, auk þess sem sett var í hólfin bréf um tannvernd barna. 

Hér er verið að sýna okkur reykskynjara

Hér er verkefnabókin sem við fáum

ÞS

Horfðum á myndband með Loga og Glóð

Á dögum myrkurs í Bjarkatúni

Það var nóg um að vera í leikskólanum á dögum myrkurs eins og sjá má á myndum sem birst hafa á síðu leikskólans og þó svo að engar myndir birtust fyrir síðustu daga myrkurs í síðustu viku var það ekki vegna þess að ekkert væri um að vera en nú bætum við úr því og sýnum ykkur myndir frá fimmtudeginum og föstudeginum.  Á fimmtudeginum bjuggum við til þrautabraut úr holukubbum og fleiru sem börnin síðan skriðu í gegnum með vasaljós við hönd. 

svona litu göngin út

Síðan á föstudaginn héldum við myrkraball þar sem börnin fengu ljósaprik og sett var upp sérstakt blikkljós til að skapa stemmingu í myrkrinu.  Börnin á Kríudeild bjuggu sér til grímur og mættu í dökkum fötum og síðan var dansað.

Fleiri myndir er hægt að sjá hér

ÞS

20.11.2009

Leikið í myrkrinu

Í dag fengu börnin í leikskólanum Bjarkatúni að skoða rafmagn með sérstöku rafljósi.  Ljósið vakti mikla hrifningu enda virkar það þannig að glóhnöttur er í miðjunni og stór glerkúpull yfir.  Þegar börnin snerta glerkúpulinn kemur ljós úr glóhnettinum yfir í fingurinn án þess þó að barnið fái straum.  En myndirnar segja meira en mörg orð en hægt er að sjá fleiri myndir hér eða í myndaalbúmi leikskólans, myndir 2009, Nóvember og velja svo dagar myrkurs í leikskólanum.

ÞS

Boðskaffi í leikskólanum

Í morgun buðu leikskólabörnin Djúpavogsbúum og vinum í kaffi enda dagar myrkurs í fullum gangi.  Búið var að setja upp hin ýmsu listaverk eins og neon-myndir í fataklefanum, Skrímsli og prinsessur teiknaðar með kolum í salnum, köngulóarvefur með litlum köngulóum sem börnin bjuggu til sjálf og settu mynd af sér á með ógnvekjandi svipnum sínum.  Börnin á Kríudeild skrímslaskuggaverk þar sem lagið "skrímslin í skápnum" af Gilligill disknum var spilað undir.  Síðan sungu báðar deildirnar þrjú lög saman, Kalli litli könguló, Draugalagið og Afi minn og amma mín.  Vel var mætt og var það samróma álit allra að þarna væri flott sýning á ferð og stóðu börnin sig með prýði.  

Kolamyndir og köngulóarvefur

Hér má sjá köngulóarvefinn með köngulóm

Sjáiði draugana sem hanga niður úr loftinu

ÞS

Boðskaffi í leikskólanum

Við bjóðum Djúpavogsbúum og vinum í heimsókn í leikskólann okkar á morgun.  Boðið verður upp á kaffi og sýningu á verkum daga myrkurs í leikskólanum.  Börnin munu taka lagið kl. 9:40. 

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Baujunámskeið

BAUJUNÁMSKEIÐ

Solveig Friðriksdóttir hefur áhuga á að vera með „Baujunámskeið“ fyrir foreldra á Djúpavogi, fimmtudaginn 12. nóvember, ef næg þátttaka fæst.

Baujunámskeiðið er sjálfsstyrkinganámskeið þar sem frætt er um tilfinningar okkar og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og líðan. Kenndar verða einfaldar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar í dagsins önn svo og slökunaröndun.

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, engin einstaklings- eða hópverkefni og enginn þarf að óttast að þurfa að standa upp fyrir framan hóp og tala. Námskeiðið tekur um tvo tíma.

Hægt er að fræðast nánar um Baujuna á
www.baujan.is


Solveig er með B.A. próf í sálfræði, jógakennari og hefur unnið við kennslu sl. 11 ár. Hún hefur kennt Baujuna fyrir nemendur í Grunnskólanum á Stöðvarfirði (sex námskeið). Þá hefur hún haldið tvö námskeið fyrir nemendur á Fáskrúðsfirði, eitt námskeið fyrir foreldra Grunnskólans á Stöðvarfirði, tvö námskeið fyrir starfshópa og eitt fyrir kennara á Kennaraþingi ásamt því að hafa haldið eigin fræðslufyrirlestra til persónuuppbyggingar.  (Síðasti fyrirlestur sem hún hélt var fyrir rúmlega 100 manns).

Foreldri greiðir 1.000.- kr. fyrir námskeiðið en ef báðir foreldrar koma saman kostar það 1.500.- kr.-  Grunnskólinn / leikskólinn og foreldrafélögin greiða það sem upp á vantar.  Lágmarksþátttaka eru 8 manns.

Áhugasamir hafi samband við Halldóru (dora @djupivogur.is) – 478-8246 eða Guðrúnu (gudrun@djupivogur.is) – 478-8832 fyrir 6. nóvember nk.

 

Kubbastarf í leikskólanum

Þá er vetrarstarf leikskólans komið á fullt skrið en eitt af því sem börnin gera í hópastarfi er að fara í einingakubba.  Einingakubbar eru trékubbar sem eru hannaðir út frá hugmyndum Caroline Pratt um leikefni sem væri sveigjanlegt og börn gætu notað það án stýringar frá kennara.  Kubbarnir byggjast á rétthyrndum grunnkubbi og miðast allir kubbarnir út frá honum.  Grunnkubburinn er þannig að breidd hans er jöfn og tvöföld þykkt hans og lengdin jöfn tvöfaldri breidd hasn.  Síðan eru fleiri rétthyrndir kubbar, helmingi minni, tvöfaldt eða þrefalt stærri.  Þríhyrningar eru en þeir geta verið helmingur eða fjórðungur af grunnkubbi og ýmist á lengdina eða breiddina.  Síðan eru sívalingar, bogar og beygjur auk flóknari forma sem öll eru byggð út frá grunnkubbnum.  

Í starfi í einingukubbum öðlast barn mikla þekkingu auk þess sem hlutverkaleikur barnanna blómstrar.  Líkamsþroskinn æfist með samhæfingu augna og handa, sjónskyn þroskast sem og æfa þau fín- og grófhreyfingar, Þau æfast í samvinnu, að deila með öðrum, sjálfstraust, virðingu fyrir vinnu annarra og frumkvæði.  Hugtakaskilningur eykst og þau segja frá byggingunum sínum og sögu í kringum bygginguna.  Þau læra ýmis stærðfræðihugtök, samlagningu, frádrátt, deilingu, rými, tölur, flokkun, lögun og skipulag.  Auk þess sem þau læra að hanna og skapa byggingar og mynstur.  Þyngdarlögmál, jafnvægi, samhverfa, uppgötvun og stöðugleiki hluta eru þau að læra í kubbunum sem og margt fleira.  

Í kubbavinnu má sjá stigskipta þróun hjá börnunum rétt eins og þegar þau teikna kall.  Á fyrsta stiginu eru þau að kynnast kubbunum, handfjatla þá og færa þá á milli staða sem og þau stafla kubbunum óreglulega.  Á öðru stigi byrja þau að byggja úr kubbunum, þau raða kubbunum hlið við hlið eða búa til turna.  Á þriðja stiginu glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja.  Á fjórða stiginu fara börnin að raða fjórum kubbum saman þannig að þeir afmarki svæði.  Á fimmta stiginu einkennast byggingarnar af jafnvægi og samvhverfu, eru eins og spegilmynd.  Á sjötta stiginu gefa þau byggingunum sínum nöfn sem tengjast hlutverki þeirra og starfsemi.  Á sjöunda stiginu byggja börnin eitthvað sem þau þekkja af eigin reynslu eða úr nágrenninu.  Þau gera kröfur um viðbótarefnivið til að þróa hlutverkaleikinn.  Viðbótarefniviður getur verið litlir litaðir tréteningar, viðarfólk og dýr, málningarlímband, blö og skriffæri, teppaafgangar, garn og bönd, skeljar og litlir steinar.

Á fyrsta stiginu eru börnin að handfjatla kubbana, færa þá milli staða og stafla óreglulega

Samkvæmt stigi 2 þá byrja þau að búa til turna

Eða raða kubbunum hlið við hlið

Á 3 stigi glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja

og hér má sjá aðra útfærslu af að brúa tvo kubba saman

Á fjórða stiginu byrja börnin að raða saman kubbum þannig að þeir afmarki svæði

Þessir byggðu sér hús og afmörkuð þannig sitt svæði með kubbunum, stig 4

Hér má glöggt sjá fimmta stigið þar sem byggingar einkennast af jafnvæi og samhverfu

Hér má sjá Latabæjargeimskip sem er einmitt einkennandi fyrir 6 stig þegar börnin fara að gefa byggingunum sínum nöfn sem tengist hlutverki og starfsemi þeirra

Hér má sjá ólík form búin til úr kubbunum og svo hafa þau fengið litaða tréteninga til að skreyta en á 7. stiginu eru börnin farin að gera aukna kröfu um slíkt viðbótarefni. 

 

Hægt er að sjá fleiri myndir úr hópastarfi Krummadeildar hér og Kríudeildar hér

ÞS

 

Gestir í heimsókn

Rétt fyrir hádegið birtust sorphirðumenn Djúpavogs í heimsókn í leikskólann.  Þeir voru að hirða sorpið en auk þess komu þeir með góðan gest sem hafði villst af leið börnunum til mikillar gleði.  Þetta var lítil mús sem heitir Dindill.  Vildu sumir fá að eiga hana og líka að klappa henni en hún var í glerkrukku.  Ákveðið var að þeir myndu geyma hana í sorpstöðinni og gætu krakkarnir komið með flokkanlegt efni til að skila og kíkt á vin sinn Dindil í leiðinni. 

 

Músin Dindill í heimsókn í leikskólann

Allir fengu að sjá

Dindill er mjög merkilegur

ÞS

 

Dagatal Nóvembermánaðar

Nú er dagatal nóvembermánaðar komið á heimasíðu leikskólans.  Endilega kynnið ykkur það með því að velja dagatal, 2009 og nóvember hér til hliðar. 

ÞS

19.10.2009