Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Síðasti dagur útikennsluviku

Í síðustu viku voru útikennsludagar í grunnskólanum.  Elstu nemendur leikskólans eru í heimsókn hjá okkur nú í tvær vikur og tóku þátt að miklu leyti.  Síðasta daginn fórum við öll saman í gönguferð út á sanda.  Alls um 65 nemendur grunnskólans, 9 nemendur leikskólans ásamt starfsfólki.

Við gengum sem leið lá eftir gamla veginum og þaðan út á sanda.  Þar fórum við í "Að hlaupa í skarðið" og í boðhlaup.  Eftir það gekk hópurinn út í Sandey og á leiðinni fundum við skeljar og margan fjársjóðinn, spiluðum fótbolta, létum öldurnar elta okkur o.m.fl.  Þegar við komum út í Sandey voru allir orðnir banhungraðir þannig að við fengum okkur nesti.  Síðan fórum við í feluleik, bjuggum til sandkastala, skoðuðum hellinn í Sandey og lékum okkur í frjálsum leik.  Þegar fór að líða að hádegi röltum við til baka og komum beint í hádegismat.

Veðrið hefði getað verið betra, það var pínu kalt en það kom ekki að sök.  Allir voru glaðir og sáttir og nutu þess að vera úti í náttúrunni í sátt og samlyndi við menn og dýr.

Myndir úr ferðalaginu má finna hér.

Skólastjóri

Gæsluvöllur sumarið 2016

Gæsluvöllur verður starfræktur í Bjarkatúni fyrir börn fædd 2009-2014 frá 18. júlí -12 . ágúst í sumar, ef næg þátttaka fæst og starfsfólk finnst. Miðað er við að ekki færri en 8 börn verði skráð í hverri viku. 

Opið verður frá kl. 10:00-14:00. Börnin þurfa að koma nestuð fyrir daginn en aðstaða verður í leikskólanum til að borða inni ef veður er vont.  Skrá verður börnin 1-4 ákveðnar vikur og er skráningin bindandi.  

Vikan kostar kr. 10.500, systkinaafsláttur er 50%.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að ganga frá skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 1. júní þar sem fram kemur nafn barns/barna og hvaða vikur viðkomandi hyggst nýta sér.

Sveitarstjóri

Kennari / leiðbeinandi óskast

Kennari / leiðbeinandi óskast í leikskólann til starfa strax eða sem fyrst.

Í boði er skemmtileg vinna með skemmtilegu og góðu fólki í fallegu umhverfi.

Umsóknarfrestur er til 29. apríl. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

 

Guðrún S. Sigurðardóttir
leikskólastjóri

Leikrit miðvikudaginn 13.apríl

Brúðuleikrit

Brúðuheimar ætla að koma á Djúpavog miðvikudaginn 13. apríl og halda fyrir okkur brúðuleikritið Pétur og Úlfurinn. Leikritið verður klukkan 14:00-15:00 og er fyrir aldurinn 0-8 ára. Leikritið verður haldið út á Helgafelli og munu krakkar sem eru enn í leikskólanum og viðverunni fara með kennurum en börn sem eru hætt fyrr eða eru ekki í leikskólanum mæta með foreldrum sínum.

Þetta leikrit er sumargjöf til leikskóla barnanna í ár frá foreldrafélaginu og verða teknar ljósmyndir til minningar, sem þau munu fá á sumardaginn fyrsta.

 

Kær kveðja Foreldrafélag Djúpavogsskóla

11.04.2016

Djúpavogsskóli fær styrk fyrir innleiðingu Cittaslow

 

Þær gleðifréttir bárust okkur í Djúpavogsskóla þann 5. apríl s.l. að Sprotasjóður Mennta- og menningarráðuneytisins muni styrkja okkur um 2,1 milljónir króna við innleiðingu hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Þessa önn hafa starfsmenn verið að undirbúa þetta spennandi þróunarstarf og verður styrkurinn til þess að auðvelda okkur að ýta verkefninu af stað með nemendum og að halda vel utan um verkefnið næsta vetur. Í rökstuðningi við gerð umsóknar segir m.a. ,,Hugmyndafræði Cittaslow fjallar um eina mikilvægustu þætti mannlífsins í dag, umhverfismál, náttúruvernd, samskipti, heilbrigt líferni og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Verkefnið leggur einnig áherslu á að efla nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem nemendum er hjálpað við að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag."

Sprotasjóði er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum landsins . Gaman er að geta þess að sótt var um styrki í sjóðinn að þessu sinni að upphæð rúmlega 300 mkr. en sjóðurinn hafði aðeins  um 60 mkr. til ráðstöfunar. Af þeim fengum við 2.1 milljón sem segir okkur að fleiri hafa trú á þessu verkefni en skólafólkið í Djúpavogsskóla, sem gefur okkur byr undir báða vængi. Frétt og lýsing á þróunarverkefninu er í Bóndavörðunni sem kom út í vikunni.

Þar sem verkefnið mun teygja anga sína víða inn í samfélagið og hafa þannig jákvæð áhrif á einstaklinga, hópa og fyrirtæki á staðnum segi ég ,,til hamingju öll".

 

 

Bryndís Skúladóttir verkefnastjóri

Veðrabrigði marsmánaðar

Það er ekki hægt að segja annað en að marsmánuður hafi verið tími veðrabrigða og í augum leikskólabarna alveg frábær þar sem við fengum bæði helling af snjó en líka svakalega gott veður þar sem hægt var að vera húfulaus og á peysunni úti að leika. 


Það er sko gaman að vera inn í snjóhúsiFlotta sjóhúsið okkar

En skjótt skipast veður í lofti


Samverustundin var tekin utandyra

Bílabrautin var vinsæl

Myndir úr snjónum eru hér

Myndir úr vorblíðunni eru hér

ÞS

31.03.2016

Verkfræðingar framtíðarinnar

Það var einn rigningardag í nóvember þegar allir þurftu að dúða sig í pollagalla og stígvél enda úrhelli úti.  Það getur verið leiðinlegt úti í rigningu en stundum líka ótrúlega gaman og ákváðum við að hafa þetta skemmtilegan rigningardag.  Það er jú alltaf svolítið gaman að leika sér úti í rigningunni og ekki skemmir fyrir þegar maður er vel klæddur og skóaður.  Víða safnaðist vatn saman í polla og sumstaðar rann það meira að segja í litla læki um lóðina okkar.  Það vill svo vel til að ein rennan á vagnaskúrnum er ekki tengd við frárennslið heldur rennur bara beint út á lóðina.  Við tengdum því slönguna við rennuna ofan á þakinu þannig að nú kom enn meira vatn niður úr rennunni sem vakti heldur betur lukku meðal barnanna því nú var mikið vatn að safnast fyrir neðan rennuendann. 


Smá pollur að myndast við rennuendan og byrjað að grafa skurði til að færa vatnið frá einum stað yfir á þann næsta


Síðan varð að koma vatninu sem lengst í stórum læk

Fleiri myndir hér

 

ÞS

 

22.02.2016

Öskudagssprell 2016

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag enda uppáhaldsdagur allra barna, öskudagur en þá má maður koma í grímubúning í leikskólann, það er sleginn köttur úr tunnunni og síðan dansað.  Eftir ballið er horft á mynd en elstu nemendurnir fá að kíkja í heimsókn upp í grunnskóla og sjá hvað er gert í grunnskólanum á öskudeginum.  Við fórum svo út að leika í snjónum eftir hádegismatinn og tókum á móti grunnskólakrökkunum sem komu til okkar og sungu vel valin lög í staðinn fyrir eitthvað góðgæti sem þau öll fengu fyrir frábæran söng. 

Sjá myndir hér

 

ÞS

10.02.2016

Myndasýning í Tryggvabúð í dag

Nú ætlum við að halda myndasýningu í Tryggvabúð í dag. 

Sem fyrr byrjum við kl. 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

AS

Hænan Droplaug

Hænan Droplaug kom í heimsókn í leikskólann en hún er íslensk hæna frá Bragðavöllum.  Hænan var í búri svo allir áttu auðvelt með að sjá hana auk þess sem Hanna sagði okkur ýmislegt um hænur, hvernig þær borða og hvað þær borða auk þess sem við fengum að vita hvernig þær baða sig. 

Fleiri myndir hér

ÞS

29.01.2016

Þorrablót leikskólans 2016

Þorrablót leikskólans var haldið í dag, bóndadag.  Dagurinn byrjaði á því að öllum karlmönnum sem komu með börnin sín í leikskólann var boðið upp á kaffi.  Síðan fengu börnin sér morgunmat og eftir hann fóru þau í valtíma.  Eftir valtímann var haldið diskótek þar sem börnin tjúttuðu við makarena, superman og hókí pókí auk fleirri skemmtilegra laga.  Eftir ballið var opnað á milli og sest að snæðingi þar sem allir fengu að smakka á þorramatnum. 


Með pabba og afa í heimsókn í leikskólanum

Við dönsum hókí pókí


Rosa stuð á balli


Allir gerðu sér þorrahatta


Síðan snæddu allir þorramat með "bestu" lyst og ýmislegt var smakkað

Fleiri myndir hér

 

ÞS

Starfsmaður óskast

Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf annars vegar og í 50% starf eftir hádegi hins vegar vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.
Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

Guðrún Sigurðardóttir
leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Starfsmann vantar í leikskólann;

Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf og í 50% starf eftir hádegi vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

 

Guðrún Sigurðardóttir

leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Starfsmann vantar í leikskólann:

Starfsmaður óskast bæði í 100% og 50% stöðu eftir hádegi, strax, vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs. 

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 470-8720 – umsóknir sendist á netfangið gudrun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

Guðrún Sigurðardóttir

 Leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Leikskólakennari / starfsmann vantar í leikskólann í 100% starf sem fyrst, frá 8-16 á Kríudeild (eldri).

Umsóknarfrestur er til 8. janúar 2016. Laun skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 4708715 / 8690236 - umsóknir berist á gudrun@djupivogur.is.

GSS

Vöfflukaffi á aðventunni

Í byrjun aðventunar fór hópur barna úr leikskólanum í vöfflukaffi út í Tryggvabúð.  Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð og fóru 7-8 börn frá leikskólanum í hvert skipti.  Farið var í fjögur skipti og var síðasta skiptið þann 16. desember.  Börnin gengu ef veður leyfði og voru ýmist sótt þangað eða komu til baka í leikskólann um fjögur leytið.  Var þetta skemmtileg tilbreyting á starfinu og fannst öllum gaman að kíkja á heldri borgara sem hafa aðstöðu þarna og sum hittu ömmu sína eða afa, langömmu eða frænku og snæða ljúffenga vöfflu með sultu og rjóma. 

Fyrsti hópurinn í vöfflukaffi


Síðasti hópurinn í vöfflukaffi

Fleiri myndir hér

ÞS

 

Jólatréð skreytt og jólaball

Jólatréð er skreytt af elsta árgangi leikskólans og er það gert daginn fyrir litlu jólin sem voru að þessu sinni, miðvikudaginn 16. desember.  Það var mikill spenningur og gleði við að taka upp allt fallega skrautið sem fór á tréð og koma því svo á tréð sem varð hið skrautlegasta. 

Þegar búið var að skreyta tréð var orðið ballhæft og var jólaballið haldið með pomp og prakt.


Fyrst var dansað í kringum jólatréð

Síðan kom Gluggagæir í heimsókn og voru sumir mjög hugrakkir á meðan aðrir leituðu skjóls í faðm kennaranna


Jólasveinninn færði öllum krökkunum gjafir


Jólasveinninn kvaddi okkur og við ætlum að hitta hann aftur seinna


Þá var sest niður, allir fengu ávexti og horfðum svo saman á jólamynd um Rúdólf með rauða nefið

 

Fleiri myndir af jólaskreytingu trésins

Fleiri myndir af jólaballinu

ÞS

 

17.12.2015

Jólaföndur og kaffihús

Jólaföndur foreldrafélags Djúpavogs

Laugardaginn 5. desember verður árlegt jólaföndur Djúpavogsskóla í grunnskólanum.
Föndrið verður frá 11:00 - 14:00.  Í boði verður alls konar endurnýtanlegur efniviður, allt er ókeypis en gott er að taka með sér lím, skæri og auglýsingapésa til að föndra úr.
Nemendur 9. bekkjar verða með kaffihús frá 12:00 - 14:00 og verða margar girnilegar hnallþórur í boði.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir, ef ekki til að föndra þá bara til að hitta aðra og kíkja á kaffihúsið. 

Skólastjóri

 

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var á mánudagin sl. 16. nóvember.  Börnin á Kríudeild fóru á bókasafnið í vikunni og völdu sér bækur sem þau fengu svo lánaðar niður í leikskóla.  Við höfum svo verið að skoða og lesa og skoða þessar bækur alla vikuna.  Elstu börnin unnu svo með vísuna Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson.  


Tjaldahópur velur sér bók

Græni hópurinn skoðar bók


Rauði hópurinn gluggar í bækurnar


Buxur, vesti, brók og skór......

Fleiri myndir hér

ÞS

20.11.2015

Skólastarf í leikskólanum

Nú er skólastarfið komið á fullt í leikskólanum en það byrjaði þann 15. september sl. Á Kríudeild og Krummadeild fara þau í Lubbastarf, hreyfingu og listakrók.  Auk þessa fer  Krummadeild í könnunarleik og málörvun/fínhreyfing og Kríudeild í þemaverkefni og tónlist auk þess sem elsti árgangurinn er í Tjaldastarfi. 


Elsti hópurinn á Kríudeild í tónlist


Yngsti hópurinn á Krummadeild í Lubbastarfi


Miðhópurinn á Kríudeild í listakrók

Myndir af starfi á Krummadeild

Myndir af starfi á Kríudeild.   Tónlist og Lubbastarf

ÞS

 

13.11.2015

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

Í sumar færðu Kvenfélagskonur leikskólanum rólur fyrir yngstu nemendurna að gjöf. Nú eru þær komnar upp og viljum við  í Leikskólanum Bjarkatúni þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf. Hér sést formaðurinn Ingibjörg Stefánsdóttir ýta tveim nemendum í rólunni og eins og sést mun rólan koma að góðum notum.

 
Mokað fyrir nýrri rólu


Rólan samsett og tilbúin til uppsetningar


Þá er bara að prófa róluna


Formaður Kvenfélagsins afhendir og vígir nýju róluna með yngstu börnum leikskólans

Fleiri myndir hér

ÞS og GSS

Bangsadagur

Alþjóðlegi bangsadagurinn var þann 27. október sl.   Þá fengu leikskólabörnin að hafa með sér bangsa að heiman og leika með hann í leikskólanum.  Við sungum lög fyrir bangsana og dönsuðum með þeim í samverustund auk þess sem þeir horfðu á þegar við vorum í hópastarfi. 

 

Á Kríudeild með bangsann sinn

Á Krummadeild með bangsann sinn

Fleiri bangsa myndir hér

ÞS

30.10.2015

Dagar myrkurs í leikskólanum

Í dag byrjuðu dagar myrkurs á Austurlandi og að því tilefni fóru leikskólabörnin í heimsókn upp í Landsbanka og fengu gefins endurskinsmerki.  Þau eru nefnilega svo mikilvæg til þess að við sjáumst vel þegar myrkrið skellur á. 

Allir fengu eitt endurskinsmerki

Nú ættu allir að sjást vel

Fleiri myndir hér

ÞS

28.10.2015

Nýir kennarar

Það hefur verið mikill erill í leikskólanum frá því að við opnuðum í haust. Við vorum fáliðuð til að byrja með en höfum verið að bæta við nýjum kennurum smátt og smátt. Ásdís Heiðdal byrjaði sem deildarstjóri um leið og við opnuðum eftir sumarfríið. Hafdís Reynisdóttir og Bergþóra Valgeirsdóttir byrjuðu 31. ágúst og Bryndís Skúladóttir og Ania Czezcko 1. september. Þann 7. september byrjuðu Hafdís Ásta Marinósdóttir og Guðný Klara Guðmundsdóttir og að lokum byrjar William Óðinn Lefever 5. október. Þá er leikskólinn orðin fullmannaður með 35 börnum á tveimur deildum, 23 börn eru á Kríudeild og er ekki hægt að bæta við fleirri börnum þar inn og á Krummadeild eru 12 börn og getum við bætt við 3 börnum í janúar.

Við bjóðum alla velkomna til starfa og hlökkum til skemmtilegs veturs :)

GSS

02.10.2015

Rigning og sól

Í ágúst var allskonar veður á Djúpavogi og þá er nú um að gera að nýta góða veðrið og leika út eða rigninguna og sulla með vatnið. 


Í sólinni að drullumalla


Þegar ekki rignir nóg þarf stundum að fá slönguna lánaða og gera almennilega polla til að sulla í

Sólarmyndir eru hér og rigningarmyndir eru hér

ÞS

31.08.2015

Kveðjur

Það voru 6 stelpur sem kvöddu leikskólann í dag en þær eru allar að fara í grunnskóla í haust.  Auk þess höfðu 3 önnur börn hætt fyrr í sumar. 

Leikskólinn fékk tuskudýr að gjöf frá einum nemanda og voru krakkarnir mjög þakklát fyrir þá gjöf og hafa þau leikið sér mikið með dýrin. 

Þessi færðu leikskólanum þetta flotta hjól sem eflaust verður gaman að hjóla á enda fyrir tvo.

Leikskólinn mun þó ekki sleppa þeim alveg frá sér þar sem við ætlum að heimsækja þau upp í grunnskóla og fá þau í heimsókn í leikskólann næsta vetur. 

ÞS

17.07.2015

Sullum og drullumöllum

Þessa síðustu viku í leikskólanum áður en hann fer í sumarfrí höfum við verðið að sulla og drullumalla.  Við blésum sápukúlur (sjá myndir), fengum slönguna út og drullumölluðum allskonar kökur og fínerí.  Vatnsblöðrurnar voru mjög spennandi í sullukarinu.  Í leiðinni þrifum við dótið okkar enda það orðið verulega skítugt eftir veturinn. 

Vatnsblöðrur

Sullað með vatn

Drullumallað

Myndir hér

ÞS

15.07.2015