Námshestar

Námshestar skrifaði - 14.04.2015
16:04
Eftir hvern mánuð eru haldnir námshestar hjá nemendum 6. - 10. bekkjar. Ef nemandi hefur á þeim mánuði fengið aðeins einn eða engan punkt í skráningarkerfinu hlýtur hann umbun í því að fara úr tíma í tvær kennslustundir og taka smá upplyftingu með öðrum nemendum og kennurum. Við höfum haft á þessum vetri félagsvist, Capture Flag (stríðsleikur í skógræktinni), spurningakeppni, íþróttasprell, jólabakstur og sundlaugarpartý þar sem þessar myndir náðust. Síðustu námshestaverðlaun verða veitt í maí og kemur þá í ljós hvað skemmtilegir kennarar gera með nemendum.
LDB