Myndband frá undirbúningi fyrir árshátíð grunnskólans

Myndband frá undirbúningi fyrir árshátíð grunnskólans
skrifaði 16.01.2018 - 17:01Föstudaginn 19. janúar fer árshátíð Djúpavogsskóla fram á Hótel Framtíð. Í þetta skiptið setur skólinn upp söngleikinn Mamma Mia.
Allir dagar eftir jólafrí hafa meira og minna vera helgaðir undirbúningi og starfsfólk og nemendur hafa á hverjum degi unnið allra handa þrekvirki.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá þessum undirbúningi.
Spennan er svo sannarlega að verða óbærileg en eins og áður sagði fer sýningin fram á Hótel Framtíð og hefst klukkan 18:00. Allir hjartanlega velkomnir.
ÓB