Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Árshátíðin 2016 til sölu

Árshátíð Grunnskólans sem fram fór í nóvember síðastliðnum hefur nú verið færð á svokallað DVD form. Já, við höfum alltaf reynt að aðlaga okkur nýjustu tækni og vísindum og bjóðum því upp á þetta nýstárlega form, í þeirri vissu um að heimili sveitarfélagsins verði öll komin með svokallaðan DVD-spilara innan fárra missera og þannig geti heimilisfólk sameinast þegar því hentar framan við sjónvarpið og horft saman á dýrðina.

Já, þið lásuð rétt - með DVD tækninni ræður þú hvenær þú horfir og getur meira að gert hlé á sýningunni, fært myndina áfram og til baka, allt eftir þínum hentugleik.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Dýrunum í Hálsaskógi á DVD formi er ráðlagt að senda rafrænan póst á netfangið oli@djupivogur.is eða hringja þrjár langar og eina stutta í síma 863-9120.

ÓB